Sigga Beinteins goðsögn Innipúkans Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júlí 2017 10:15 Sigga Beinteins hefur einu sinni eða tvisvar skemmt fólki á tónleikum og það leikandi. Í ár syngur hún með bandinu Babies. Vísir/Ernir „Mér finnst þetta bara rosalega spennandi og hlakka mikið til. Mér finnst líka gaman að spila eitthvað af lögunum mínum með svona ungu og fersku bandi,“ segir poppdrottningin Sigga Beinteins spurð að því hvernig henni lítist á að troða upp á Innipúkanum með stuðboltunum í Babies. Siggu þarf nú vonandi ekki að kynna fyrir lesendum Fréttablaðsins en Babies er stuðflokkur sem sérhæfir sig í svokölluðum „cover“-lögum – eða ábreiðum eins og þær hafa stundum verið kallað upp á íslensku, mörgum til ama. Það hlýtur að vera að „cover“-laga hljómsveit eins og Babies kunni vel að túlka bestu lög Stjórnarinnar.En er það komið á hreint hvernig dagskráin hjá ykkur verður á þessum tónleikum? „Ætli uppistaðan verði ekki lögin sem ég hef sungið í gegnum tíðina – Stjórnin og alls konar eitthvað. Svona bland í poka. Ásamt því sem er í uppáhaldi hjá mér. Síðan veit maður aldrei, kannski tökum við eitthvert ferskt cover, það er aldrei að vita.“Hefurðu hitt krakkana í hljómsveitinni og tekið með þeim góða æfingu? „Nei! Ég er ekki búin að hitta þau og þekki ekki til þeirra. En ég hef mikið verið að spyrjast fyrir um þau og skilst að þau séu alveg meiriháttar og frábært band.“Þetta er gríðarlega hresst band. „Það líst mér vel á!“Það er nú svolítið í þínum anda, hressleikinn. „Já?… það líst mér ennþá betur á. Ég hlakka mikið til að fá að yngja upp í hópnum.“Ef þér yrði boðið það – gætirðu þá hugsað þér að taka þátt í fleiri svona verkefnum með ungum tónlistarmönnum? „Já, ég get alveg hugsað mér að skoða það. Við eigum svo mikið af efnilegu ungu fólki og bara flottu fólki í tónlist þannig að ég er algjörlega til í að gera meira af því.“Eru þá einhverjir sérstakir tónlistarmenn sem þú hefur í huga? „Nei, ekki eins og er, ekki þannig. En ég gæti vel hugsað mér að gera það því að það er svo mikið af flottu fólki.“ Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Mér finnst þetta bara rosalega spennandi og hlakka mikið til. Mér finnst líka gaman að spila eitthvað af lögunum mínum með svona ungu og fersku bandi,“ segir poppdrottningin Sigga Beinteins spurð að því hvernig henni lítist á að troða upp á Innipúkanum með stuðboltunum í Babies. Siggu þarf nú vonandi ekki að kynna fyrir lesendum Fréttablaðsins en Babies er stuðflokkur sem sérhæfir sig í svokölluðum „cover“-lögum – eða ábreiðum eins og þær hafa stundum verið kallað upp á íslensku, mörgum til ama. Það hlýtur að vera að „cover“-laga hljómsveit eins og Babies kunni vel að túlka bestu lög Stjórnarinnar.En er það komið á hreint hvernig dagskráin hjá ykkur verður á þessum tónleikum? „Ætli uppistaðan verði ekki lögin sem ég hef sungið í gegnum tíðina – Stjórnin og alls konar eitthvað. Svona bland í poka. Ásamt því sem er í uppáhaldi hjá mér. Síðan veit maður aldrei, kannski tökum við eitthvert ferskt cover, það er aldrei að vita.“Hefurðu hitt krakkana í hljómsveitinni og tekið með þeim góða æfingu? „Nei! Ég er ekki búin að hitta þau og þekki ekki til þeirra. En ég hef mikið verið að spyrjast fyrir um þau og skilst að þau séu alveg meiriháttar og frábært band.“Þetta er gríðarlega hresst band. „Það líst mér vel á!“Það er nú svolítið í þínum anda, hressleikinn. „Já?… það líst mér ennþá betur á. Ég hlakka mikið til að fá að yngja upp í hópnum.“Ef þér yrði boðið það – gætirðu þá hugsað þér að taka þátt í fleiri svona verkefnum með ungum tónlistarmönnum? „Já, ég get alveg hugsað mér að skoða það. Við eigum svo mikið af efnilegu ungu fólki og bara flottu fólki í tónlist þannig að ég er algjörlega til í að gera meira af því.“Eru þá einhverjir sérstakir tónlistarmenn sem þú hefur í huga? „Nei, ekki eins og er, ekki þannig. En ég gæti vel hugsað mér að gera það því að það er svo mikið af flottu fólki.“
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp