Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Ladies European Thailand Championship-mótinu í Tælandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.
Valdís Þóra lék annan hringinn í nótt á fimm höggum yfir pari.
Í gær lék hún á sex höggum yfir pari og lauk því leik á samtals 11 höggum yfir pari og var talsvert langt frá því að ná niðurskurðinum.
Það er nóg að gera hjá Valdísi Þóru sem tekur þátt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi um þarnæstu helgi. Mótið er eitt af fimm risamótum ársins í golfi.
Valdís Þóra var fyrst á biðlista inn á Opna bandaríska eftir að hafa náð góðum árangri á úrtökumóti á Englandi á dögunum.
