London, Ontario Bergur Ebbi skrifar 7. júlí 2017 07:00 Borgin London í Ontario fylki í Kanada, er einkum þekkt fyrir tvo hluti: Fyrir að bera sama nafn og höfuðborg Bretlands og fyrir fyrir að vera fæðingarstaður Justins Bieber. Til London fer enginn ótilneyddur, nema einstaka ráðvilltur túristi sem bókar flug til London International Airport en fær svo sjokk þegar hann finnur enga Buckingham-höll heldur bara endalaust flæmi af Dick’s Sporting Goods verslunum og bílastæðum. En kannski er hægt að sjá Bieberinn í London því að þó að hann sé alþjóðleg stórstjarna sem býr í strandvillum í Los Angeles eða lúxushótelum víða um heiminn, þá lætur hann líka stundum sjá sig í Kanada. Um daginn gekk hann til dæmis inn í rússneskt baðhús í úthverfi Toronto án þess að boða komu sína á undan og gufusauð sig í nokkrar klukkustundir milli þess sem hann sat í setustofunni og horfði á Discovery Channel með rússnesku tali innan um aðra gesti. Baðhúsið verður aldrei samt eftir heimsókn Biebers. Í anddyrinu þar hangir nú mynd af honum, vel gufuðum og slökum með andlitið útbíað af rakakremi. „Smurður“ er orð sem myndi best lýsa heilögum Bieber á þessari mynd. Fyrir nokkrum vikum lét hann líka sjá sig á nauða ómerkilegum bar í miðbæ Toronto. Þetta er dæmigerður Ally McBeal-bar, þar sem fólk hittist eftir vinnu og borðar kalkúnasamlokur og drekkur vondan kranabjór og leggur drög að næsta vinnustaðaframhjáhaldi. En þegar Bieber mætti var honum skipað að taka nokkur lög á flygil staðarins og var gjörningurinn myndaður í bak og fyrir og nú er búið að breyta flyglinum í einskonar altari eða minningarreit um líkamlega nærveru hans og ofan á hann er búið að raða öllum hlutunum sem Bieber snerti meðan hann var inni á barnum. Sjúkt, en samt líka fallegt, því áður en smurður sonur London gekk inn á barinn þá var barinn ekki þekktur fyrir neitt. En fyrir hvað er Bieber aftur þekktur? Allavega ekki fyrir að vera frá London. Hann er þekktur fyrir músík, dans og góða beinabyggingu en kannski umfram allt annað fyrir að hafa þolað það, án þess að byrja að vorkenna sjálfum sér, að sneiða sífellt litlar pjötlur af sál sinni og dreifa þeim á hina og þessa viðkomustaði í lífinu til að gæða þá merkingu. Það virkar þversagnarkennt, en kannski er örlæti hans stærsta sérkenni. Því hann veit að ein myndataka á baðhúsi í Toronto, sem hefur enga merkingu fyrir honum, er þrungin merkingu fyrir eiganda baðhússins. Justin Bieber er hluti af þessum pistli því hann er manneskja sem flestir þekkja. Hann er spegill hugmynda okkar. Ég get talað um hann hér og hann verður að sætta sig við það. Ég gæti meira að segja komist upp með að segja ýmislegt andstyggilegt um hann. Hann getur hins vegar aldrei sagt neitt ljótt um annað fólk án þess að þurfa að finna fyrir því. En ég ætla svo sem ekkert að tala illa um Justin Bieber. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ og allt það. Ætli það gildi ekki um alheimssál Biebersins eins og aðrar sálir? Þetta er örstutt brot úr ljóðinu Einræður Starkaðar, eftir Einar Benediktsson. „Ofkvótuð alþýðuspeki,“ hugsa sumir og kannski er ýmislegt til í þeirri hugsun að hægt sé að vitna of oft í setningu, gæða hana of mikilli merkingu. Það þarf stundum að frelsa hugsanir, fella tré til að sjá lögun skógarins. Einræður Starkaðar er þrátt fyrir allt ljóð sem sjálfsagt er að kafa ofan í. Það er byggt á sögninni um Starkað, sem er meðal annars varðveitt meðal fornaldarsagna Norðurlanda. Starkaður var hálfur guð og hálfur jötunn og dæmdur, af sjálfum goðunum, til að vera gæddur hæfileikum og langlífi goðs en nota alla hæfileikana til ills eins og skynlaus þurs. Og Einar fann sig í þessari sögn. Og þegar mektarárum hans var að ljúka, og öll hans viðskiptaáform voru að renna út í sandinn, lýsir hann því í ljóðinu hvernig hann gekk heim til sín eftir að hafa setið heila nótt við drykkju. Þetta var í London, ekki í Ontario. Sólin var komin upp og fuglarnir byrjaðir að syngja og á göngu sinni rakst hann á „tötrasvein“ og lagði pening í lófa hans. Og þegar hann sá andlit betlarans lýsast upp við að fá þennan litla pening í lófann, helltist yfir hann sektarkennd því hann hafði sjálfur sólundað margföldum slíkum upphæðum án þess að finna hið minnsta fyrir því. Gullið var: „gnótt“ í hönd betlarans en „aska“ í hendi Einars. Ekki jafn vel meitlað og þetta með aðgátina og sálina – en spakmæli engu að síður. Við getum skírt borgir London án þess að það geri þær merkilegar. En á móti kemur að lávarðar heims eru lagðir í jötur og hér er ég ekki að reyna að segja neitt trúarlegs eðlis. Ég er bara að segja að það er löngu búið að skrifa söguna og hún endurtekur sig aftur og aftur og það eina sem við þurfum að gera til að skilja hana er að lesa ljóðin í heild sinni. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Borgin London í Ontario fylki í Kanada, er einkum þekkt fyrir tvo hluti: Fyrir að bera sama nafn og höfuðborg Bretlands og fyrir fyrir að vera fæðingarstaður Justins Bieber. Til London fer enginn ótilneyddur, nema einstaka ráðvilltur túristi sem bókar flug til London International Airport en fær svo sjokk þegar hann finnur enga Buckingham-höll heldur bara endalaust flæmi af Dick’s Sporting Goods verslunum og bílastæðum. En kannski er hægt að sjá Bieberinn í London því að þó að hann sé alþjóðleg stórstjarna sem býr í strandvillum í Los Angeles eða lúxushótelum víða um heiminn, þá lætur hann líka stundum sjá sig í Kanada. Um daginn gekk hann til dæmis inn í rússneskt baðhús í úthverfi Toronto án þess að boða komu sína á undan og gufusauð sig í nokkrar klukkustundir milli þess sem hann sat í setustofunni og horfði á Discovery Channel með rússnesku tali innan um aðra gesti. Baðhúsið verður aldrei samt eftir heimsókn Biebers. Í anddyrinu þar hangir nú mynd af honum, vel gufuðum og slökum með andlitið útbíað af rakakremi. „Smurður“ er orð sem myndi best lýsa heilögum Bieber á þessari mynd. Fyrir nokkrum vikum lét hann líka sjá sig á nauða ómerkilegum bar í miðbæ Toronto. Þetta er dæmigerður Ally McBeal-bar, þar sem fólk hittist eftir vinnu og borðar kalkúnasamlokur og drekkur vondan kranabjór og leggur drög að næsta vinnustaðaframhjáhaldi. En þegar Bieber mætti var honum skipað að taka nokkur lög á flygil staðarins og var gjörningurinn myndaður í bak og fyrir og nú er búið að breyta flyglinum í einskonar altari eða minningarreit um líkamlega nærveru hans og ofan á hann er búið að raða öllum hlutunum sem Bieber snerti meðan hann var inni á barnum. Sjúkt, en samt líka fallegt, því áður en smurður sonur London gekk inn á barinn þá var barinn ekki þekktur fyrir neitt. En fyrir hvað er Bieber aftur þekktur? Allavega ekki fyrir að vera frá London. Hann er þekktur fyrir músík, dans og góða beinabyggingu en kannski umfram allt annað fyrir að hafa þolað það, án þess að byrja að vorkenna sjálfum sér, að sneiða sífellt litlar pjötlur af sál sinni og dreifa þeim á hina og þessa viðkomustaði í lífinu til að gæða þá merkingu. Það virkar þversagnarkennt, en kannski er örlæti hans stærsta sérkenni. Því hann veit að ein myndataka á baðhúsi í Toronto, sem hefur enga merkingu fyrir honum, er þrungin merkingu fyrir eiganda baðhússins. Justin Bieber er hluti af þessum pistli því hann er manneskja sem flestir þekkja. Hann er spegill hugmynda okkar. Ég get talað um hann hér og hann verður að sætta sig við það. Ég gæti meira að segja komist upp með að segja ýmislegt andstyggilegt um hann. Hann getur hins vegar aldrei sagt neitt ljótt um annað fólk án þess að þurfa að finna fyrir því. En ég ætla svo sem ekkert að tala illa um Justin Bieber. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ og allt það. Ætli það gildi ekki um alheimssál Biebersins eins og aðrar sálir? Þetta er örstutt brot úr ljóðinu Einræður Starkaðar, eftir Einar Benediktsson. „Ofkvótuð alþýðuspeki,“ hugsa sumir og kannski er ýmislegt til í þeirri hugsun að hægt sé að vitna of oft í setningu, gæða hana of mikilli merkingu. Það þarf stundum að frelsa hugsanir, fella tré til að sjá lögun skógarins. Einræður Starkaðar er þrátt fyrir allt ljóð sem sjálfsagt er að kafa ofan í. Það er byggt á sögninni um Starkað, sem er meðal annars varðveitt meðal fornaldarsagna Norðurlanda. Starkaður var hálfur guð og hálfur jötunn og dæmdur, af sjálfum goðunum, til að vera gæddur hæfileikum og langlífi goðs en nota alla hæfileikana til ills eins og skynlaus þurs. Og Einar fann sig í þessari sögn. Og þegar mektarárum hans var að ljúka, og öll hans viðskiptaáform voru að renna út í sandinn, lýsir hann því í ljóðinu hvernig hann gekk heim til sín eftir að hafa setið heila nótt við drykkju. Þetta var í London, ekki í Ontario. Sólin var komin upp og fuglarnir byrjaðir að syngja og á göngu sinni rakst hann á „tötrasvein“ og lagði pening í lófa hans. Og þegar hann sá andlit betlarans lýsast upp við að fá þennan litla pening í lófann, helltist yfir hann sektarkennd því hann hafði sjálfur sólundað margföldum slíkum upphæðum án þess að finna hið minnsta fyrir því. Gullið var: „gnótt“ í hönd betlarans en „aska“ í hendi Einars. Ekki jafn vel meitlað og þetta með aðgátina og sálina – en spakmæli engu að síður. Við getum skírt borgir London án þess að það geri þær merkilegar. En á móti kemur að lávarðar heims eru lagðir í jötur og hér er ég ekki að reyna að segja neitt trúarlegs eðlis. Ég er bara að segja að það er löngu búið að skrifa söguna og hún endurtekur sig aftur og aftur og það eina sem við þurfum að gera til að skilja hana er að lesa ljóðin í heild sinni. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun