Mexíkósku stjörnurnar hjá Þór/KA flúðu fordómana í heimalandinu og fundu griðarstað á Akureyri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 10:15 Stephany Mayor og Bianca Sierra eru samherjar hjá Þór/KA og mexíkóska landsliðinu. vísir/eyþór/getty Mexíkósku landsliðskonurnar og parið Stephany Mayor og Bianca Sierra komu alla leið til Íslands til að flýja fordóma í heimalandinu. Landsliðsþjálfari Mexíkó hvatti þær m.a. til að halda sambandinu leyndu. Langt viðtal við þær Mayor og Sierra birtist í New York Times í dag. Mayor og Sierra eru í lykilhlutverki hjá Þór/KA sem er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar sjö umferðum er ólokið. Mayor hefur farið hamförum í sóknarleik norðanstúlkna; skorað níu mörk og gefið sex stoðsendingar í 11 leikjum. Og Sierra er hluti af bestu vörn landsins. Þær voru báðar valdar í úrvalslið fyrri umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna. Mayor og Sierra kunna vel við sig á Akureyri þar sem þeim var tekið með opnum örmum og þær þurfa ekki að fela samband sitt. Sú hefur ekki alltaf verið raunin eins og fram kemur í viðtalinu í New York Times.Þór/KA er taplaust á toppi Pepsi-deildar kvenna.vísir/eyþórHómófóbía í menningunni Mayor og Sierra kynntust árið 2010 þegar þær léku saman með U-20 ára landsliði Mexíkó á HM í Þýskalandi. Þær urðu fljótt nánar en ástin blómstraði ekki fyrr en þremur árum síðar. Í viðtalinu segir Mayor að samkynhneigð sé tabú í Mexíkó. „Það eru hlutir sem er ekki talað um. Þetta er í menningunni; þú getur ekki verið opin með samband þitt,“ segir Mayor. Þær stöllur greindu fjölskyldum og liðsfélögum sínum frá sambandinu sem vakti fljótlega athygli Leonardos Cuéllar, fyrrverandi landsliðsþjálfara Mexíkó. Á fundi á æfingamóti fyrir HM 2015 kallaði Cuéllar leikmenn mexíkóska liðsins á fund þar sem bannaði notkun áfengis og predikaði varfærni á samfélagsmiðlum. Svo beindi hann orðum sínum að Mayor og Sierra.Leonardo Cuéllar var ekki hrifinn af sambandi Mayors og Sierra.vísir/gettyVil ekki sjá ykkur haldast í hendur „Hann sagði, „Mér er sama þótt þið séuð par eða ekki en ég vil ekki sjá ykkur haldast í hendur eða eitthvað slíkt,“ segir Mayor þegar hún rifjar fundinn upp. Þrátt fyrir þessa hótun Cuéllars ákváðu Mayor og Sierra að fara á HM í Kanada því þær fundu fyrir stuðningi frá liðsfélögum sínum. Eftir HM fannst þeim enn frekar þrengt að sér. Þær gáfu ekki kost á sér í landsliðið í febrúar í fyrra vegna framkomu Cuéllars. Í júní opinberuðu þær svo samband sitt á samfélagsmiðlum og fengu í kjölfarið yfir sig ömurlegar athugasemdir og hótanir.Mi mundopic.twitter.com/Qn4kDuT47T— Bianca Sierra (@Bfromthe_BAYY) June 1, 2016 „Mér býður við ykkur, í mínu hverfi hefði verið kveikt í ykkur,“ var ein þeirra athugasemda sem Mayor og Sierra fengu. Að þeirra sögn voru allar neikvæðu athugasemdirnar á spænsku en ekki ensku. Mayor og Sierra fundu hins vegar griðarstað á Akureyri. Sú fyrrnefnda gekk í raðir Þórs/KA í fyrra og Sierra kom svo fyrir þetta tímabil. „Allt frá upphafi vorum við metnar að verðleikum sem leikmenn, án fordóma,“ segir Sierra um lífið á Akureyri.Viðtalið í New York Times má lesa með því að smella hér. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15 Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Mexíkósku landsliðskonurnar og parið Stephany Mayor og Bianca Sierra komu alla leið til Íslands til að flýja fordóma í heimalandinu. Landsliðsþjálfari Mexíkó hvatti þær m.a. til að halda sambandinu leyndu. Langt viðtal við þær Mayor og Sierra birtist í New York Times í dag. Mayor og Sierra eru í lykilhlutverki hjá Þór/KA sem er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna þegar sjö umferðum er ólokið. Mayor hefur farið hamförum í sóknarleik norðanstúlkna; skorað níu mörk og gefið sex stoðsendingar í 11 leikjum. Og Sierra er hluti af bestu vörn landsins. Þær voru báðar valdar í úrvalslið fyrri umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna. Mayor og Sierra kunna vel við sig á Akureyri þar sem þeim var tekið með opnum örmum og þær þurfa ekki að fela samband sitt. Sú hefur ekki alltaf verið raunin eins og fram kemur í viðtalinu í New York Times.Þór/KA er taplaust á toppi Pepsi-deildar kvenna.vísir/eyþórHómófóbía í menningunni Mayor og Sierra kynntust árið 2010 þegar þær léku saman með U-20 ára landsliði Mexíkó á HM í Þýskalandi. Þær urðu fljótt nánar en ástin blómstraði ekki fyrr en þremur árum síðar. Í viðtalinu segir Mayor að samkynhneigð sé tabú í Mexíkó. „Það eru hlutir sem er ekki talað um. Þetta er í menningunni; þú getur ekki verið opin með samband þitt,“ segir Mayor. Þær stöllur greindu fjölskyldum og liðsfélögum sínum frá sambandinu sem vakti fljótlega athygli Leonardos Cuéllar, fyrrverandi landsliðsþjálfara Mexíkó. Á fundi á æfingamóti fyrir HM 2015 kallaði Cuéllar leikmenn mexíkóska liðsins á fund þar sem bannaði notkun áfengis og predikaði varfærni á samfélagsmiðlum. Svo beindi hann orðum sínum að Mayor og Sierra.Leonardo Cuéllar var ekki hrifinn af sambandi Mayors og Sierra.vísir/gettyVil ekki sjá ykkur haldast í hendur „Hann sagði, „Mér er sama þótt þið séuð par eða ekki en ég vil ekki sjá ykkur haldast í hendur eða eitthvað slíkt,“ segir Mayor þegar hún rifjar fundinn upp. Þrátt fyrir þessa hótun Cuéllars ákváðu Mayor og Sierra að fara á HM í Kanada því þær fundu fyrir stuðningi frá liðsfélögum sínum. Eftir HM fannst þeim enn frekar þrengt að sér. Þær gáfu ekki kost á sér í landsliðið í febrúar í fyrra vegna framkomu Cuéllars. Í júní opinberuðu þær svo samband sitt á samfélagsmiðlum og fengu í kjölfarið yfir sig ömurlegar athugasemdir og hótanir.Mi mundopic.twitter.com/Qn4kDuT47T— Bianca Sierra (@Bfromthe_BAYY) June 1, 2016 „Mér býður við ykkur, í mínu hverfi hefði verið kveikt í ykkur,“ var ein þeirra athugasemda sem Mayor og Sierra fengu. Að þeirra sögn voru allar neikvæðu athugasemdirnar á spænsku en ekki ensku. Mayor og Sierra fundu hins vegar griðarstað á Akureyri. Sú fyrrnefnda gekk í raðir Þórs/KA í fyrra og Sierra kom svo fyrir þetta tímabil. „Allt frá upphafi vorum við metnar að verðleikum sem leikmenn, án fordóma,“ segir Sierra um lífið á Akureyri.Viðtalið í New York Times má lesa með því að smella hér.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15 Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi. 2. júlí 2017 19:15
Sjáðu sigurmark Söndru í Kópavoginum og öll hin úr 11. umferðinni | Myndband Fjórir leikir fóru fram í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna um helgina. Alls voru 16 mörk skoruð í þessum fjórum leikjum, eða fjögur mörk að meðaltali í leik. 4. júlí 2017 07:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti