Tekjur Haga minnkuðu um 8,5 prósent fyrsta mánuðinn eftir opnun Costco Hörður Ægisson skrifar 5. júlí 2017 19:18 Hlutabréf Haga, sem rekjur meðal verslanir undir merkjum Bónus, hafa fallið í verði um 22 prósent frá opnun Costco í lok maí. vísir/anton brink Sala í verslunum smásölurisans Haga dróst saman um 8,5 prósent í krónum talið í júnímánuði miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar en þar segir að „breytt markaðsumhverfi [hafi] haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins.“ Bráðabirgðauppgjör júnímánaðar liggi nú fyrir og ljóst sé að þessi breytta markaðsstaða mun „hafa nokkur áhrif á afkomu annars fjórðungs, en of snemmt er að segja til um hve mikil áhrifin verða á afkomu næstu ársfjórðunga eða til framtíðar,“ að því er segir í tilkynningu Haga. Meira en mánuður er liðinn frá því að bandaríski smásölurisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Garðabæ, eða þann 23. maí síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur hlutabréfaverð Haga fallið í verði um rúmlega 22 prósent og markaðsvirði félagsins minnkað um rúmlega 13 milljarða króna. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup. Í tilkynningu Haga er bent á að á fyrsta fjórðungi núverandi rekstrarárs, sem nær frá mars til maí, hafi verið magnaukning á milli ára upp á 1,8 prósent í matvöruverslunum samstæðunnar þrátt fyrir 2,6 prósent samdrátt í krónum talið. Þá hafi fjöldi viðskiptavina matvöruverslana aukist um 1,7 prósent en í þeim tölum var ekki búið að taka tillit til lokunar matvöruhluta Hagkaups Holtagörðum og efri hæðar Hagkaups Kringlu. „Ef bornar eru saman sambærilegar tölur fyrir júnímánuð þá var magnminnkun í einingum 9,4 prósent í matvöruverslunum samstæðunnar og viðskiptavinum fækkaði um 1,8 prósent á milli ára. Sölusamdráttur á milli ára var 8,5 prósent í krónum talið í júní að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Framlegðarhlutfall samstæðunnar lækkaði um 0,4 prósentustig á milli júnímánaða 2016 og 2017,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Sala í verslunum smásölurisans Haga dróst saman um 8,5 prósent í krónum talið í júnímánuði miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Þá minnkaði framlegð samstæðunnar um 0,4 prósentustig á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar en þar segir að „breytt markaðsumhverfi [hafi] haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins.“ Bráðabirgðauppgjör júnímánaðar liggi nú fyrir og ljóst sé að þessi breytta markaðsstaða mun „hafa nokkur áhrif á afkomu annars fjórðungs, en of snemmt er að segja til um hve mikil áhrifin verða á afkomu næstu ársfjórðunga eða til framtíðar,“ að því er segir í tilkynningu Haga. Meira en mánuður er liðinn frá því að bandaríski smásölurisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Garðabæ, eða þann 23. maí síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur hlutabréfaverð Haga fallið í verði um rúmlega 22 prósent og markaðsvirði félagsins minnkað um rúmlega 13 milljarða króna. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónus og Hagkaup. Í tilkynningu Haga er bent á að á fyrsta fjórðungi núverandi rekstrarárs, sem nær frá mars til maí, hafi verið magnaukning á milli ára upp á 1,8 prósent í matvöruverslunum samstæðunnar þrátt fyrir 2,6 prósent samdrátt í krónum talið. Þá hafi fjöldi viðskiptavina matvöruverslana aukist um 1,7 prósent en í þeim tölum var ekki búið að taka tillit til lokunar matvöruhluta Hagkaups Holtagörðum og efri hæðar Hagkaups Kringlu. „Ef bornar eru saman sambærilegar tölur fyrir júnímánuð þá var magnminnkun í einingum 9,4 prósent í matvöruverslunum samstæðunnar og viðskiptavinum fækkaði um 1,8 prósent á milli ára. Sölusamdráttur á milli ára var 8,5 prósent í krónum talið í júní að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Framlegðarhlutfall samstæðunnar lækkaði um 0,4 prósentustig á milli júnímánaða 2016 og 2017,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira