Gengi pundsins hefur fallið svo mikið að skipuleggjendur Opna breska meistaramótsins í golfi munu ekki greiða út verðlaunafé í pundum eins og venjulega.
Þess í stað verður vinningsféð greitt út í dollurum. Kylfingar kvarta væntanlega ekki yfir því. Ef Breti vinnur mótið og þarf að færa peningana yfir í pund þá fær hann rúmlega 8 milljónum króna minna en fyrir ári síðan.
Sigurvegari mótsins mun fá 1,85 milljónir dollara eða rúmar 194 milljónir króna.
Mótið hefst þann 20. júlí næstkomandi.
Sigurvegari Opna breska fær verðlaunaféð í dollurum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti

Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn



Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn



