Þrjátíu tónleikar á þrjátíu og einum degi Stefán Þór Hjartarson skrifar 4. júlí 2017 10:15 Dauðyflin ætla að taka dágóðan hring í Bandaríkjunum og keyra um sjö klukkustundir á dag. Hljómsveitin Dauðyflin ferðast í dag vestur um haf og ætlar að keyra um Bandaríkin þver og endilöng til að fylgja eftir síðustu plötu sinni, Ofbeldi, sem kom út í maí síðastliðnum. Sveitin kemur fram á hvorki meira né minna en 30 tónleikum á 31 degi. „Við byrjum í Olympia í Washington-ríki og förum síðan ansi vænan hring. Við erum að fara að keyra að meðaltali svona sjö klukkutíma á dag,“ segir Alexandra, söngkona sveitarinnar, en hennar bíður talsverður akstur hvern einasta dag næsta mánuðinn eða svo, en þó harðneitar hún því að þetta sé eitthvert stress. „Nei, þetta er allt klappað og klárt. Við erum líka þrjú í hljómsveitinni sem erum líka í hljómsveitinni Börn sem hefur tekið svona túr áður. Það var bara mjög gaman – maður dettur í ákveðna rútínu; vakna, keyra, spila, sofa. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði alveg jafn skemmtilegt.“Ofbeldi, nýjasta plata Dauðyflanna, kom út í maí.Blaðamaður fer ósjálfrátt að bera saman akstur æsku sinnar, sem var óbærilega langur, og allan þennan akstur sem Dauðyflanna bíður og blöskrar nánast. Eruð þið ekki orðin ansi góð í öllum svona akstursleikjum eins og gulum bíl og hvað þetta nú allt heitir? „Við spilum einmitt leik þar sem á að taka eftir dýrum og eigna sér dýrin sem maður sér. Síðan ef maður sér löggubíl er hægt að stela dýrum af öðrum og ef maður sér kirkju drepur maður dýrin hjá öllum öðrum en sjálfum sér. Þetta er sem sagt leikur sem bandarískir hljómsveitarvinir okkar kenndu okkur.“ Eins og áður sagði eru Dauðyflin að fylgja eftir nýjustu plötunni sinni og munu halda því áfram eftir heimkomuna – þau munu túra um Bretland og Írland í september og svo stefna þau á að taka upp eina sjö tommu fljótlega eftir heimkomuna úr þessari miklu reisu um Bandaríkin. Nálgast má tónlist Dauðyflanna á Bandcamp síðu sveitarinnar. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Dauðyflin ferðast í dag vestur um haf og ætlar að keyra um Bandaríkin þver og endilöng til að fylgja eftir síðustu plötu sinni, Ofbeldi, sem kom út í maí síðastliðnum. Sveitin kemur fram á hvorki meira né minna en 30 tónleikum á 31 degi. „Við byrjum í Olympia í Washington-ríki og förum síðan ansi vænan hring. Við erum að fara að keyra að meðaltali svona sjö klukkutíma á dag,“ segir Alexandra, söngkona sveitarinnar, en hennar bíður talsverður akstur hvern einasta dag næsta mánuðinn eða svo, en þó harðneitar hún því að þetta sé eitthvert stress. „Nei, þetta er allt klappað og klárt. Við erum líka þrjú í hljómsveitinni sem erum líka í hljómsveitinni Börn sem hefur tekið svona túr áður. Það var bara mjög gaman – maður dettur í ákveðna rútínu; vakna, keyra, spila, sofa. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði alveg jafn skemmtilegt.“Ofbeldi, nýjasta plata Dauðyflanna, kom út í maí.Blaðamaður fer ósjálfrátt að bera saman akstur æsku sinnar, sem var óbærilega langur, og allan þennan akstur sem Dauðyflanna bíður og blöskrar nánast. Eruð þið ekki orðin ansi góð í öllum svona akstursleikjum eins og gulum bíl og hvað þetta nú allt heitir? „Við spilum einmitt leik þar sem á að taka eftir dýrum og eigna sér dýrin sem maður sér. Síðan ef maður sér löggubíl er hægt að stela dýrum af öðrum og ef maður sér kirkju drepur maður dýrin hjá öllum öðrum en sjálfum sér. Þetta er sem sagt leikur sem bandarískir hljómsveitarvinir okkar kenndu okkur.“ Eins og áður sagði eru Dauðyflin að fylgja eftir nýjustu plötunni sinni og munu halda því áfram eftir heimkomuna – þau munu túra um Bretland og Írland í september og svo stefna þau á að taka upp eina sjö tommu fljótlega eftir heimkomuna úr þessari miklu reisu um Bandaríkin. Nálgast má tónlist Dauðyflanna á Bandcamp síðu sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira