Smitast af andagift Gunnars og flýg með Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. júlí 2017 09:15 Jónas Tómasson mætti á eina æfingu hjá Gunnari og Helgu Bryndísi og ætlar líka að koma á tónleikana. Mynd/Sigríður Ragnarsdóttir Tónleikasumarið 2017 í Sigurjónssafni á Laugarnestanga hefst í kvöld. Þá leika Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari saman, meðal annars tólf tilbrigði eftir Beethoven um stef úr óratóríunni Judas Maccabäus eftir G.F. Händel og sjö tilbrigði um stef úr óperunni Töfraflautan eftir W.A. Mozart. „Beethoven er tilbrigðasnillingur mikill, þar er endalaus hugmyndaauðgi,“ segir Helga Bryndís glaðlega og kemur með góða sögu um samfundi meistaranna Beethovens og Mozarts, þegar sá fyrrnefndi var bara 17 ára en Mozart orðinn mikið númer. „Beethoven fékk að spila fyrir Mozart sem var ekkert uppveðraður en segir samt: „Heyrðu, ég er hérna með stef sem þú mátt leika þér með.“ Bethooven tók hann á orðinu, enda var það ákveðinn partíleikur þess tíma að taka stef og spinna yfir þau. Mozart varð svona líka hrifinn og sagði: „Heimurinn á eftir að heyra mikið um þennan mann.“ Þetta sýnir að Beethoven varð snemma snillingur í að taka vinsæl stef og snúa upp á þau þannig að hvert og eitt varð sem nýtt og ferskt.“ Næst segir Helga Bryndís sögu af verki Jónasar Tómassonar sem þau Gunnar ætli að frumflytja. „Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari lést fyrir um fjórum árum og Jónas samdi þetta verk til minningar um hann og gaf ekkjunni. Það heitir Til Merete. Þetta hefur aldrei, svo við vitum, verið flutt áður opinberlega og Jónas verður viðstaddur ásamt konu sinni.“ Þá er enn eitt verk óupptalið, það er Sónata ópus 40 í d-moll fyrir selló og píanó eftir Sjostakovítsj. Helga Bryndís segir upplifun fyrir sig að spila það með Gunnari því hann þekki það út og inn og hafi spilað það margoft. „Ég smitast af andagift Gunnars og flýg með, það er eins og að drekka vín sem hefur þroskast á besta hátt,“ segir hún og upplýsir að hún hafi aldrei spilað með Gunnari áður. „Nú virðist hafa verið rétti tíminn, við náðum svo vel saman,“ segir hún. „Ég hef dáðst að honum sem hljóðfæraleikara og listamanni alveg frá því ég var nemandi og það er heiður að spila með honum svona skemmtilegt prógramm.“ Sumartónleikar verða í Sigurjónssafni hvert þriðjudagskvöld fram til 15. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin að loknum tónleikum og þar geta tónleikagestir heilsað upp á listamennina og horft yfir sundin blá. Menning Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tónleikasumarið 2017 í Sigurjónssafni á Laugarnestanga hefst í kvöld. Þá leika Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari saman, meðal annars tólf tilbrigði eftir Beethoven um stef úr óratóríunni Judas Maccabäus eftir G.F. Händel og sjö tilbrigði um stef úr óperunni Töfraflautan eftir W.A. Mozart. „Beethoven er tilbrigðasnillingur mikill, þar er endalaus hugmyndaauðgi,“ segir Helga Bryndís glaðlega og kemur með góða sögu um samfundi meistaranna Beethovens og Mozarts, þegar sá fyrrnefndi var bara 17 ára en Mozart orðinn mikið númer. „Beethoven fékk að spila fyrir Mozart sem var ekkert uppveðraður en segir samt: „Heyrðu, ég er hérna með stef sem þú mátt leika þér með.“ Bethooven tók hann á orðinu, enda var það ákveðinn partíleikur þess tíma að taka stef og spinna yfir þau. Mozart varð svona líka hrifinn og sagði: „Heimurinn á eftir að heyra mikið um þennan mann.“ Þetta sýnir að Beethoven varð snemma snillingur í að taka vinsæl stef og snúa upp á þau þannig að hvert og eitt varð sem nýtt og ferskt.“ Næst segir Helga Bryndís sögu af verki Jónasar Tómassonar sem þau Gunnar ætli að frumflytja. „Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari lést fyrir um fjórum árum og Jónas samdi þetta verk til minningar um hann og gaf ekkjunni. Það heitir Til Merete. Þetta hefur aldrei, svo við vitum, verið flutt áður opinberlega og Jónas verður viðstaddur ásamt konu sinni.“ Þá er enn eitt verk óupptalið, það er Sónata ópus 40 í d-moll fyrir selló og píanó eftir Sjostakovítsj. Helga Bryndís segir upplifun fyrir sig að spila það með Gunnari því hann þekki það út og inn og hafi spilað það margoft. „Ég smitast af andagift Gunnars og flýg með, það er eins og að drekka vín sem hefur þroskast á besta hátt,“ segir hún og upplýsir að hún hafi aldrei spilað með Gunnari áður. „Nú virðist hafa verið rétti tíminn, við náðum svo vel saman,“ segir hún. „Ég hef dáðst að honum sem hljóðfæraleikara og listamanni alveg frá því ég var nemandi og það er heiður að spila með honum svona skemmtilegt prógramm.“ Sumartónleikar verða í Sigurjónssafni hvert þriðjudagskvöld fram til 15. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin að loknum tónleikum og þar geta tónleikagestir heilsað upp á listamennina og horft yfir sundin blá.
Menning Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira