Myndarlegur hópur sjálfboðaliða Keilis klár fyrir Íslandsmótið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2017 22:15 Sjálfboðaliðar Keilis eru tilbúnir. Mynd/Keilir Íslandsmótið í golfi fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði á næstu dögum og til að halda svona mót þurfti Golfklúbbinn Keilir á mörgum sjálfboðaliðum að halda til að sinna fjölmörgum störfum meðan á mótinu stendur. Keilir er að fara að halda Íslandsmótið í þriðja sinn á Hvaleyrarvelli en þar var það líka 1999 og 2007. Nú er hinsvegar í fyrsta sinn keppt á vellinum eftir að þrjár nýjar brautir bættust við Hvaleyrina. Keilismenn auglýstu eftir sjálfboðaliðum um miðjan júní og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Keilis. Til að halda svona mót vantaði Keilir framverði, skorskráningafólk, aðstoðarfólk við beina útsendingu og margt fleira. Viðverutími hverrar vaktar fimmtudag og föstudag verður rúmar 4 klukkustundir en á laugardag og sunnudag um 2,5 klukkustundir samkvæmt fyrrnefndri auglýsingu. Í gær fór fram undirbúningsfundur fyrir sjálfboðaliða sem koma að Íslandsmótinu á Hvaleyri nú um helgina. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var fundurinn afar vel sóttur og sprengdi hann utan af sér fundarsal Hraunkots, svo leita þurfti út undir bert loft til að ná mynd af hópnum. „Framlag sjálfboðaliða er einn allra mikilvægasti þátturinn í framkvæmd mótsins en varlega áætlað má segja að sjálfboðaliðar leggi til yfir þúsund vinnustundir á næstu dögum, allir með það markmið að halda besta Íslandsmót sem haldið hefur verið,“ segir í frétt á heimasíðu Keilis. Fyrsti hringurinn á Íslandsmótinu verður spilaður á morgun og er rástími fyrsta hópsins klukkan 7.30 um morguninn. Golf Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslandsmótið í golfi fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði á næstu dögum og til að halda svona mót þurfti Golfklúbbinn Keilir á mörgum sjálfboðaliðum að halda til að sinna fjölmörgum störfum meðan á mótinu stendur. Keilir er að fara að halda Íslandsmótið í þriðja sinn á Hvaleyrarvelli en þar var það líka 1999 og 2007. Nú er hinsvegar í fyrsta sinn keppt á vellinum eftir að þrjár nýjar brautir bættust við Hvaleyrina. Keilismenn auglýstu eftir sjálfboðaliðum um miðjan júní og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Keilis. Til að halda svona mót vantaði Keilir framverði, skorskráningafólk, aðstoðarfólk við beina útsendingu og margt fleira. Viðverutími hverrar vaktar fimmtudag og föstudag verður rúmar 4 klukkustundir en á laugardag og sunnudag um 2,5 klukkustundir samkvæmt fyrrnefndri auglýsingu. Í gær fór fram undirbúningsfundur fyrir sjálfboðaliða sem koma að Íslandsmótinu á Hvaleyri nú um helgina. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan var fundurinn afar vel sóttur og sprengdi hann utan af sér fundarsal Hraunkots, svo leita þurfti út undir bert loft til að ná mynd af hópnum. „Framlag sjálfboðaliða er einn allra mikilvægasti þátturinn í framkvæmd mótsins en varlega áætlað má segja að sjálfboðaliðar leggi til yfir þúsund vinnustundir á næstu dögum, allir með það markmið að halda besta Íslandsmót sem haldið hefur verið,“ segir í frétt á heimasíðu Keilis. Fyrsti hringurinn á Íslandsmótinu verður spilaður á morgun og er rástími fyrsta hópsins klukkan 7.30 um morguninn.
Golf Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira