Valdís Þóra: Taugarnar voru þandar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 18:30 Valdís Þóra á Opna bandaríska. mynd/seth/gsimyndir Valdís Þóra Jónsdóttir freistar þess á næstu dögum að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í golfi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Valdísi en í síðustu viku keppti hún á Opna bandaríska meistaramótinu, fyrst Íslendinga. „Þetta var mjög skemmtilegt; risastórt mót og mikil umgjörð. Og það var gaman að sjá að það var ekkert minna sett í þetta en karlamótin,“ sagði Valdís í samtali við Vísi í golfskála Keilis í dag. Hún viðurkennir að hafa fundið fyrir sviðsskrekk fyrst í stað á Opna bandaríska. „Ég hefði viljað byrja betur en taugarnar voru þandar þótt maður hafi ekki fundið það almennilega. Það sáust högg sem hafa ekkert sést áður hjá mér og maður tengir það við stressið. En ég barðist allan tímann og komst í helling af færum,“ sagði Valdís. Fyrir utan fyrstu holurnar var Valdís nokkuð sátt með frammistöðuna á Opna bandaríska. „Fyrir utan þessar fyrstu sex holur spilaði ég mjög vel. Þessi byrjun fór með mig,“ sagði Valdís sem er nú mætt aftur til Íslands og tekur þátt á Íslandsmótinu á Hvaleyrarvelli sem hefst á morgun. „Er þetta ekki bara eins?“ sagði Valdís aðspurð hvort það væru ekki viðbrigði að koma heim eftir að hafa keppt á risamóti eins og Opna bandaríska. „Völlurinn er fínu standi. Nýju holurnar eru flottar og það verður skemmtilegt að spila þær á mótinu,“ sagði Valdís sem varð Íslandsmeistari 2009 og 2012. Hún missti af Íslandsmeistaratitlinum í fyrra eftir mikið einvígi við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem verður ekki með á Íslandsmótinu að þessu sinni. Golf Tengdar fréttir Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45 Valdís Þóra: Var einhver hræðsla í byrjun Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta risamóti á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer nú fram á Trump National Golf Club í New Jersey. 14. júlí 2017 22:03 Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. 14. júlí 2017 18:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir freistar þess á næstu dögum að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í golfi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Valdísi en í síðustu viku keppti hún á Opna bandaríska meistaramótinu, fyrst Íslendinga. „Þetta var mjög skemmtilegt; risastórt mót og mikil umgjörð. Og það var gaman að sjá að það var ekkert minna sett í þetta en karlamótin,“ sagði Valdís í samtali við Vísi í golfskála Keilis í dag. Hún viðurkennir að hafa fundið fyrir sviðsskrekk fyrst í stað á Opna bandaríska. „Ég hefði viljað byrja betur en taugarnar voru þandar þótt maður hafi ekki fundið það almennilega. Það sáust högg sem hafa ekkert sést áður hjá mér og maður tengir það við stressið. En ég barðist allan tímann og komst í helling af færum,“ sagði Valdís. Fyrir utan fyrstu holurnar var Valdís nokkuð sátt með frammistöðuna á Opna bandaríska. „Fyrir utan þessar fyrstu sex holur spilaði ég mjög vel. Þessi byrjun fór með mig,“ sagði Valdís sem er nú mætt aftur til Íslands og tekur þátt á Íslandsmótinu á Hvaleyrarvelli sem hefst á morgun. „Er þetta ekki bara eins?“ sagði Valdís aðspurð hvort það væru ekki viðbrigði að koma heim eftir að hafa keppt á risamóti eins og Opna bandaríska. „Völlurinn er fínu standi. Nýju holurnar eru flottar og það verður skemmtilegt að spila þær á mótinu,“ sagði Valdís sem varð Íslandsmeistari 2009 og 2012. Hún missti af Íslandsmeistaratitlinum í fyrra eftir mikið einvígi við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem verður ekki með á Íslandsmótinu að þessu sinni.
Golf Tengdar fréttir Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45 Valdís Þóra: Var einhver hræðsla í byrjun Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta risamóti á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer nú fram á Trump National Golf Club í New Jersey. 14. júlí 2017 22:03 Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. 14. júlí 2017 18:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Valdís Þóra þurfti að hætta leik eftir fimmtán holur á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hún þurfti í tvígang að stöðva leik vegna veðurskilyrða. 14. júlí 2017 00:45
Valdís Þóra: Var einhver hræðsla í byrjun Valdís Þóra Jónsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta risamóti á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer nú fram á Trump National Golf Club í New Jersey. 14. júlí 2017 22:03
Valdís Þóra komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamótinu Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Trump National Golf Club í Bedminster í New Jersey. 14. júlí 2017 18:30