Stíllinn, hugmyndirnar og íslenska ullin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. júlí 2017 10:15 "Ég leik mér með andstæðurnar hita og kulda, kyrrð og ofsa,“ segir Sigrún Lára floslistamaður. Vísir/Stefán Sleipnir Óðins liggur makindalega á gólfinu og nykur með sína öfugu hófa virðist sofa á borði. Báðir eru þeir unnir með flosnál í þéttan jafa og bakið er límborið. Fleiri flosverk ber fyrir augu, líka málaðar skissur og í hillum er ullarband í alls konar litum. Ég er í vinnustofu Sigrúnar Láru Shanko listakonu uppi í Gufunesi. Verk hennar hafa víða hlotið athygli og viðurkenningar á síðustu árum, nú síðast á ráðstefnu alþjóðasamtaka uppfinninga-og frumkvöðlakvenna í Bari á Ítalíu.Lambatungnajökull, yfirborðið og það sem undir kraumar. Á sýningu hafa þessi verk hangið niður úr lofti bak í bak.Það er stíllinn, hugmyndirnar bak við verkin og íslenska ullin sem heillar fólk, að hennar sögn. Líka notagildið því teppin hafa áhrif á hljóðvist í húsum og þau eigindi verða æ meira metin. „Hugmyndirnar sæki ég meðal annars í norræna goðafræði og landið sjálft. Ég labbaði mikið um fjöll og firnindi þegar ég var ung og þarf ekki annað en loka augunum til að upplifa magnaðar myndir. Ég leita endalaust í þann sjóð, leik mér með andstæður, hita og kulda, kyrrð og ofsa,“ segir listakonan. Hún kveðst eingöngu nota íslenska ull frá Álafossi. „Ég vil hafa bæði tog og þel því togið eykur slitið og gerir áferðina kraftmeiri,“ útskýrir hún.Sleipnir Óðins, gerður eftir mynstri fornrar nælu.Aðalvinnusvæði Sigrúnar Láru er við risastóran ramma sem hangir niður úr lofti í miðju rýminu. Í rammann strengir hún jafa sem hún síðan fyllir upp í eftir því sem andinn blæs henni í brjóst og notar til þess rafknúna nál með ullarþræði. Það er flosnálin. Hún notar hana eins og pensil. Nú er nýlega búið að skera mynd út úr jafanum, þannig að útlínur verksins sjást. „Ég var að ljúka við mynd af Mælifellshnjúk í Skagafirði,“ útskýrir Sigrún Lára og kveðst nær eingöngu vinna eftir pöntunum. „Oft liggur mikil rannsóknarvinna á bak við svona verk, ég skoða ljósmyndir af fjöllum og landakort með hæðarlínum en svo taka verkin breytingum eftir að ég legg af stað. Ég nota skáldaleyfi til að ná karakter í þau.“ Haust og vor eru vinsælustu árstíðirnar því listakonan vill sjá fannir í landinu. Sigrún Lára lærði flos sem unglingur. „Móðir mín, Hulda Þorgrímsdóttir, kenndi á flosnámskeiðum og ég var oft að aðstoða hana,“ rifjar hún upp. Útskurðarnámskeið sem hún fór á 19 ára segir hún líka hafa orðið sér að gagni á ferlinum. Hún var með silkivinnustofu á Skólavörðustígnum fyrir hrun. Svo sneri hún sér að flosinu og það hefur slegið í gegn á sýningum, meðal annars í London og Peking. „En ég hefði ekki komist svona langt hefði ég ekki notið styrkja frá hinu opinbera,“ segir hún. Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sleipnir Óðins liggur makindalega á gólfinu og nykur með sína öfugu hófa virðist sofa á borði. Báðir eru þeir unnir með flosnál í þéttan jafa og bakið er límborið. Fleiri flosverk ber fyrir augu, líka málaðar skissur og í hillum er ullarband í alls konar litum. Ég er í vinnustofu Sigrúnar Láru Shanko listakonu uppi í Gufunesi. Verk hennar hafa víða hlotið athygli og viðurkenningar á síðustu árum, nú síðast á ráðstefnu alþjóðasamtaka uppfinninga-og frumkvöðlakvenna í Bari á Ítalíu.Lambatungnajökull, yfirborðið og það sem undir kraumar. Á sýningu hafa þessi verk hangið niður úr lofti bak í bak.Það er stíllinn, hugmyndirnar bak við verkin og íslenska ullin sem heillar fólk, að hennar sögn. Líka notagildið því teppin hafa áhrif á hljóðvist í húsum og þau eigindi verða æ meira metin. „Hugmyndirnar sæki ég meðal annars í norræna goðafræði og landið sjálft. Ég labbaði mikið um fjöll og firnindi þegar ég var ung og þarf ekki annað en loka augunum til að upplifa magnaðar myndir. Ég leita endalaust í þann sjóð, leik mér með andstæður, hita og kulda, kyrrð og ofsa,“ segir listakonan. Hún kveðst eingöngu nota íslenska ull frá Álafossi. „Ég vil hafa bæði tog og þel því togið eykur slitið og gerir áferðina kraftmeiri,“ útskýrir hún.Sleipnir Óðins, gerður eftir mynstri fornrar nælu.Aðalvinnusvæði Sigrúnar Láru er við risastóran ramma sem hangir niður úr lofti í miðju rýminu. Í rammann strengir hún jafa sem hún síðan fyllir upp í eftir því sem andinn blæs henni í brjóst og notar til þess rafknúna nál með ullarþræði. Það er flosnálin. Hún notar hana eins og pensil. Nú er nýlega búið að skera mynd út úr jafanum, þannig að útlínur verksins sjást. „Ég var að ljúka við mynd af Mælifellshnjúk í Skagafirði,“ útskýrir Sigrún Lára og kveðst nær eingöngu vinna eftir pöntunum. „Oft liggur mikil rannsóknarvinna á bak við svona verk, ég skoða ljósmyndir af fjöllum og landakort með hæðarlínum en svo taka verkin breytingum eftir að ég legg af stað. Ég nota skáldaleyfi til að ná karakter í þau.“ Haust og vor eru vinsælustu árstíðirnar því listakonan vill sjá fannir í landinu. Sigrún Lára lærði flos sem unglingur. „Móðir mín, Hulda Þorgrímsdóttir, kenndi á flosnámskeiðum og ég var oft að aðstoða hana,“ rifjar hún upp. Útskurðarnámskeið sem hún fór á 19 ára segir hún líka hafa orðið sér að gagni á ferlinum. Hún var með silkivinnustofu á Skólavörðustígnum fyrir hrun. Svo sneri hún sér að flosinu og það hefur slegið í gegn á sýningum, meðal annars í London og Peking. „En ég hefði ekki komist svona langt hefði ég ekki notið styrkja frá hinu opinbera,“ segir hún.
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira