Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Gróttu, var ekki sáttur með ákvörðun þjálfara liðsins er hann var tekinn af velli í 3-0 sigri liðsins á Leikni F. í gær en myndband af þessu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Var Ingólfur tekinn af velli á 76. mínútu fyrir Enok Eiðsson í stöðunni 2-0 fyrir heimamenn en hann virtist ekki vera tilbúinn að fara af velli þegar skiptingin kom.
Tók hann heldur harkalega í hönd Enoks áður en hann ýtti þjálfara sínum, Þórhalli Dan Jóhannssyni frá sér er Þórhallur vildi tala við hann og endaði með því að kasta vatnsbrúsa frá sér í bræðinni.
Þetta kom ekki að sök þar sem Grótta vann öruggan 3-0 sigur á heimavelli og lyfti sér með því upp úr neðsta sæti Inkasso-deildarinnar en Seltirningar eru enn þremur stigum frá því að komast úr fallsæti.
Myndband af þessu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Ingólfur missti stjórn á skapinu er honum var skipt útaf | Myndband
Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
