Jón R. Hjálmarsson metsöluhöfundur á Ítalíu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 11:15 Þjóðsögurnar hans Jóns falla í kramið hjá Ítalanum. Vísir/Valli Bókin Þjóðsögur við þjóðveginn eftir Jón R. Hjálmarsson kom nýlega út á Ítalíu í þýðingu Silviu Cosimini og er komin í 9. sæti vinsældalistans þar í landi í flokki fræði- og handbóka, að sögn Valgerðar Benediktsdóttur hjá Forlaginu. Bókin góða í ítölsku útgáfunni.„Útgefandinn Iperborea er í skýjunum. Fésbókarfærsla útgáfunnar um bókina fékk 2.500 læk fyrsta daginn og yfir 300 deilingar. Fyrstu tíu dagana eftir að bókin kom út seldist hún í 2.000 eintökum og bóksalar hringja daglega og panta fleiri eintök. Þetta er stórkostlegur árangur,“ segir hún. Höfundurinn Jón er á nítugasta og sjötta aldursári. Hann var skólastjóri á Skógum og Selfossi og fræðslustjóri Suðurlands um tíma. Eftir hann liggja vinsælar bækur um land og þjóð, meðal annars handbækurnar Þjóðsögur við þjóðveginn, Þjóðkunnir menn við þjóðveginn og Draugasögur við þjóðveginn. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bókin Þjóðsögur við þjóðveginn eftir Jón R. Hjálmarsson kom nýlega út á Ítalíu í þýðingu Silviu Cosimini og er komin í 9. sæti vinsældalistans þar í landi í flokki fræði- og handbóka, að sögn Valgerðar Benediktsdóttur hjá Forlaginu. Bókin góða í ítölsku útgáfunni.„Útgefandinn Iperborea er í skýjunum. Fésbókarfærsla útgáfunnar um bókina fékk 2.500 læk fyrsta daginn og yfir 300 deilingar. Fyrstu tíu dagana eftir að bókin kom út seldist hún í 2.000 eintökum og bóksalar hringja daglega og panta fleiri eintök. Þetta er stórkostlegur árangur,“ segir hún. Höfundurinn Jón er á nítugasta og sjötta aldursári. Hann var skólastjóri á Skógum og Selfossi og fræðslustjóri Suðurlands um tíma. Eftir hann liggja vinsælar bækur um land og þjóð, meðal annars handbækurnar Þjóðsögur við þjóðveginn, Þjóðkunnir menn við þjóðveginn og Draugasögur við þjóðveginn.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira