Valdís á sex yfir en þurfti að hætta eftir fimmtán vegna birtuskilyrða Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. júlí 2017 00:45 Valdís Þóra ásamt þjálfara sínum, Hlyni Geir Hjartarsyni. mynd/golf.is Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, þreytti frumraun sína á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag en hún þurfti að hætta leik í tvígang í dag vegna veðurskilyrða. Var þetta í fyrsta skiptið sem Valdís tók þátt í einu af risamótunum fjórum í kvennagolfi en með því fetaði hún í fótspor Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem þreytti frumraun sína á PGA-meistaramótinu á dögunum. Fór mótið fram á Trump National Golf Club í Bedminster, New Jersey í Bandaríkjunum. Valdís átti erfitt uppdráttar á upphafsbrautunum en hún fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum. Fylgdi hún því eftir með tveimur skollum og einum skramba á þremur holum en fresta þurfti leik er Valdís var á áttundu braut. Eftir tveggja tíma pásu fékk Valdís að fara út á völlinn á nýjan leik en þessi pása virtist hafa gert gæfumuninn fyrir Valdísi sem fékk sjö pör í röð á næstu holum. Var hún oft óheppinn að púttin skyldu ekki detta fyrir hana en hún krækti fyrir fugli á tólftu braut og setti niður stutt pútt fyrir pari. Þegar komið var á fimmtánda teig var ljóst að hún næði ekki að ljúka leik í dag þar sem dimmt var orðið úti í New Jersey. Fékk hún að leika síðustu holuna þar sem hún hitti ekki úr fuglapútti en setti niður áttunda parið í röð. Hún leikur því seinustu þrjár holur dagsins í fyrramálið áður en leikur hefst á öðrum degi en þegar þetta er skrifað deilir hún 139. sæti.
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, þreytti frumraun sína á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag en hún þurfti að hætta leik í tvígang í dag vegna veðurskilyrða. Var þetta í fyrsta skiptið sem Valdís tók þátt í einu af risamótunum fjórum í kvennagolfi en með því fetaði hún í fótspor Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem þreytti frumraun sína á PGA-meistaramótinu á dögunum. Fór mótið fram á Trump National Golf Club í Bedminster, New Jersey í Bandaríkjunum. Valdís átti erfitt uppdráttar á upphafsbrautunum en hún fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum. Fylgdi hún því eftir með tveimur skollum og einum skramba á þremur holum en fresta þurfti leik er Valdís var á áttundu braut. Eftir tveggja tíma pásu fékk Valdís að fara út á völlinn á nýjan leik en þessi pása virtist hafa gert gæfumuninn fyrir Valdísi sem fékk sjö pör í röð á næstu holum. Var hún oft óheppinn að púttin skyldu ekki detta fyrir hana en hún krækti fyrir fugli á tólftu braut og setti niður stutt pútt fyrir pari. Þegar komið var á fimmtánda teig var ljóst að hún næði ekki að ljúka leik í dag þar sem dimmt var orðið úti í New Jersey. Fékk hún að leika síðustu holuna þar sem hún hitti ekki úr fuglapútti en setti niður áttunda parið í röð. Hún leikur því seinustu þrjár holur dagsins í fyrramálið áður en leikur hefst á öðrum degi en þegar þetta er skrifað deilir hún 139. sæti.
Golf Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Körfubolti Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti