„Þetta er glæný og sjúklega spennandi sérverslun“ Guðný Hrönn skrifar 13. júlí 2017 10:00 Ypsilon-teymið heldur opnunarteiti í dag. Vísir/Anton Brink „Þetta er glæný og sjúklega spennandi sérverslun með fegurð á annarri hæð í Aðalstræti 2. Við opnum á morgun, við hlið Hönnunarmiðstöðvar, fyrir ofan Akkúrat,“ segir fatahönnuðurinn Þórey Björk Halldórsdóttir um verslunina Ypsilon. „Við erum fimm hönnuðir og einn mynd- og hjóðlistarmaður sem komum að versluninni og við erum að selja okkar eigin hönnun ásamt því að kaupa inn vörur frá spennandi fólki um allan heim. Vörurnar sem um ræðir spanna vítt svið, sem dæmi erum við með heimilisvörur, lampa, flíkur, tímarit, plötur, ilmvötn, skartgripi og fleira spennandi. Þess má geta að flestallar vörur sem seldar eru í Ypsilon fást hvergi annars staðar á landinu,“ útskýrir Þórey. „Heildarhugmynd og undirstaða verslunarinnar var unnin af öllu teyminu og verslunarrýmið sjálft er hannað af And Anti Matter og Usee Studio. Teymið hefur unnið að þessu í rúma þrjá mánuði og við höfum algjörlega umbreytt rýminu.“„Útlit verslunarinnar er eitthvað sem ekki hefur sést í Reykjavík áður.“ Ypsilon-teymið kemur einnig saman í hönnun á sérsniðnum vörum undir nafni verslunarinnar. Því er háttað þannig að vörurnar eru hannaðar ýmist af einu vörumerki sem stendur að versluninni eða þá öllu teyminu sem heild,“ segir Þórey að lokum og hvetur alla fagurkera til að leggja leið sína á opnunina á morgun. Nánari upplýsingar um verslunina er að finna á Facebook-síðu hennar. Hér fyrir neðan má síðan fletta myndasafni með fleiri myndum úr henni. Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Þetta er glæný og sjúklega spennandi sérverslun með fegurð á annarri hæð í Aðalstræti 2. Við opnum á morgun, við hlið Hönnunarmiðstöðvar, fyrir ofan Akkúrat,“ segir fatahönnuðurinn Þórey Björk Halldórsdóttir um verslunina Ypsilon. „Við erum fimm hönnuðir og einn mynd- og hjóðlistarmaður sem komum að versluninni og við erum að selja okkar eigin hönnun ásamt því að kaupa inn vörur frá spennandi fólki um allan heim. Vörurnar sem um ræðir spanna vítt svið, sem dæmi erum við með heimilisvörur, lampa, flíkur, tímarit, plötur, ilmvötn, skartgripi og fleira spennandi. Þess má geta að flestallar vörur sem seldar eru í Ypsilon fást hvergi annars staðar á landinu,“ útskýrir Þórey. „Heildarhugmynd og undirstaða verslunarinnar var unnin af öllu teyminu og verslunarrýmið sjálft er hannað af And Anti Matter og Usee Studio. Teymið hefur unnið að þessu í rúma þrjá mánuði og við höfum algjörlega umbreytt rýminu.“„Útlit verslunarinnar er eitthvað sem ekki hefur sést í Reykjavík áður.“ Ypsilon-teymið kemur einnig saman í hönnun á sérsniðnum vörum undir nafni verslunarinnar. Því er háttað þannig að vörurnar eru hannaðar ýmist af einu vörumerki sem stendur að versluninni eða þá öllu teyminu sem heild,“ segir Þórey að lokum og hvetur alla fagurkera til að leggja leið sína á opnunina á morgun. Nánari upplýsingar um verslunina er að finna á Facebook-síðu hennar. Hér fyrir neðan má síðan fletta myndasafni með fleiri myndum úr henni.
Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira