Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Karl Lúðvíksson skrifar 11. júlí 2017 15:30 9.6 punda urriði sem Þórunn veiddi í Skálavatni. Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Það hefur verið að veiðast ágætlega í Veiðivötnum síðustu daga og samkvæmt veiðibókum eru komnir 9712 fiskar á land sem nálgast það að vera helmingurinn af veiðinni í fyrra. Það er nóg eftir af tímabilinu og eftir heldur kuldalega daga inn á milli frá opnun má heldur betur segja að það hafi komið góð skot í vötnin. Mesta veiðin er í SNjóölduvatni en þar eru komnir 4048 fiskar á land þar af 3891 bleikja. Úr Litla sjó eru komnir 1860 urriðar og minni veiði þar virðist að hluta til orsakast af aukinni sókn í önnur vötn af svæðinu og sérstaklega þau þar sem bleikjur er að finna en hún kom afskaplega vel haldin undan vetri og er að taka vel þessa dagana. Vötn þar sem bleikja er uppistaðan eru t.d. Snóölduvatn, Langavatn, Breiðavatn, Eskivatn, Krókspollur, Nýjavatn og Skyggnisvatn. Þyngsti fiskurinn en sem komið er veiddist í Grænavatni en það er annálað fyrir sína stóru fiska sem erfitt er að ná. Sá stærsti úr því er 11.5 pund. Meðalþyngdin er hæst í Grænavatni eða 4.35 pund á 47 fiska veidda. Veiðin ner sem sagt betri en á sama tíma í fyrra og þess vegna má vel gera ráð fyrir því að veiðin fari nokkuð yfir veiðina í fyrra ef veður verður skaplegt en þeir sem þekkja vötnin hvað best eru að gera úr því skóna að vötnin gætu jafnvel náð 25.000 fiskum í sumar. Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði
Það hefur verið að veiðast ágætlega í Veiðivötnum síðustu daga og samkvæmt veiðibókum eru komnir 9712 fiskar á land sem nálgast það að vera helmingurinn af veiðinni í fyrra. Það er nóg eftir af tímabilinu og eftir heldur kuldalega daga inn á milli frá opnun má heldur betur segja að það hafi komið góð skot í vötnin. Mesta veiðin er í SNjóölduvatni en þar eru komnir 4048 fiskar á land þar af 3891 bleikja. Úr Litla sjó eru komnir 1860 urriðar og minni veiði þar virðist að hluta til orsakast af aukinni sókn í önnur vötn af svæðinu og sérstaklega þau þar sem bleikjur er að finna en hún kom afskaplega vel haldin undan vetri og er að taka vel þessa dagana. Vötn þar sem bleikja er uppistaðan eru t.d. Snóölduvatn, Langavatn, Breiðavatn, Eskivatn, Krókspollur, Nýjavatn og Skyggnisvatn. Þyngsti fiskurinn en sem komið er veiddist í Grænavatni en það er annálað fyrir sína stóru fiska sem erfitt er að ná. Sá stærsti úr því er 11.5 pund. Meðalþyngdin er hæst í Grænavatni eða 4.35 pund á 47 fiska veidda. Veiðin ner sem sagt betri en á sama tíma í fyrra og þess vegna má vel gera ráð fyrir því að veiðin fari nokkuð yfir veiðina í fyrra ef veður verður skaplegt en þeir sem þekkja vötnin hvað best eru að gera úr því skóna að vötnin gætu jafnvel náð 25.000 fiskum í sumar.
Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði