Golf

Axel Bóasson efstur fyrir lokahringinn á Borgunarbikarmótinu

Elías Orri Njarðarson skrifar
Axel Bóasson leiðir Borgunarmótið karlamegin
Axel Bóasson leiðir Borgunarmótið karlamegin mynd/seth/gsimyndir
Öðrum degi á Borgunarbikarmótinu sem er partur af Eimskipsmótaröðinni lauk í dag.

Axel Bóasson er með eins högga forskot á Björn Óskar Guðjónsson og Guðmund Ágúst Kristjánsson  fyrir lokahringinn á Borgunarbikarmótinu sem fer fram á Hvaleyravelli í Hafnafirði.

Axel, sem er nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, er á fimm höggum undir pari en Björn Óskar og Guðmundur koma á eftir honum á fjórum höggum undir pari.

Hin unga Kinga Korpak, sem er aðeins 13 ára gömul, leiðir kvennaflokkinn en hún er á tveimur höggum yfir pari en hefur fimm högga forskot á Helgu Kristínu Einarsdóttur. Anna Sólveig Snorradóttir kemur á eftir þeim á níu höggum yfir pari.

Lokahringurinn verður spilaður á morgun og hægt er að fylgjast með stöðu mála á mótinu hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×