Íslenski boltinn

Heimir Guðjóns: Pínu þreytumerki í liðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. vísir/eyþór
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum ánægður með 1-0 sigur sinna manna á Leikni frá Reykjavík í undanúrslitum Borgunarbikars karla.

„Gríðarlega ánægður með að komast í bikarúrslitaleikinn. Þetta var erfiður leikur og Leiknismenn voru gríðarlega vel skipulagðir, spiluðu sterkan varnarleik og beittu skyndisóknum. Okkur gekk erfiðlega að brjóta þá á bak aftur en Lenny kláraði þetta fyrir okkur, fínt að þurfa ekki að fara í framlengingu,“ sagði Heimir eftir leikinn.

Sjá einnig: Umfjöllun og viðtöl: FH - Leiknir R. 1-0 | Lennon skaut FH í úrslitaleikinn

Steven Lennon skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu uppbótatímans og bjargaði FH-ingum frá því að þurfa að fara í framlengingu. Heimir var að vonum mjög ánægður með það, enda mikið álag verið á hans liði að undanförnu og mikilvægur Evrópuleikur fram undan í næstu viku. „Það var eitthvað sem við vildum ekki (að fara í framlengingu). Þegar staðan er 0-0 þá þarf lítið að gerast, en fínt að klára þetta.“

„Það voru pínu þreytumerki á þessu hjá okkur, það var erfitt ferðalag til baka frá Slóveníu, mér fannst það sitja aðeins í liðinu. En næsti leikur er ekki fyrr en á miðvikudaginn þannig að við ættum að vera búnir að jafna okkur fyrir þann leik.“

FH mætir ÍBV í úrslitum bikarsins og býst Heimir við hörkuviðureign. „Við spiluðum við þá í Eyjum og það var hörku leikur sem við rétt náðum að merja sigur 1-0. Við vitum það að Eyjamenn eru með mjög gott lið og það verður hörku leikur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×