Lið Fylkis í Pepsi-deild kvenna hefur samið við Kaitlyn Johnson sem kemur frá Bandaríkjunum.
Johnson leikur í stöðu framherja og kemur úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum en hún lék þar með Washington State háskólanum.
Fylkisstúlkur sitja í 9. sæti í deildinni aðeins með fjögur stig eftir 10 umferðir og er því liðsstyrkurinn kærkominn fyrir liðið.
Johnson er þriðji erlendi leikmaðurinn sem gengur í raðir Fylkis á nokkrum dögum - enda verður að leggja allt í sölurnar til þess að halda sæti sínu í deild þeirra bestu.
Johnson spilaði 72 leiki með Washington State háskólanum, frá árinu 2013 til ársins 2016 og skoraði þar 14 mörk og gaf 13 stoðsendingar.
