Alltaf þúsund árum á eftir hinum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2017 11:15 Marsibil og Elfar Logi með Gísla á milli sín og Elfar Logi með afastelpuna Sögu Nótt Friðriksdóttur á handleggnum. Mynd/Heiður Embla Elfarsdóttir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, heldur mikið upp á Hallgerði langbrók, hann ætlar að messa yfir okkur í kvöld klukkan 20. Það er mikil spenna hér í Dýrafirðinum fyrir hans komu,“ segir Elfar Logi Hannesson stórleikari, staddur á slóðum Gísla Súrssonar í Haukadal þegar hann svarar síma. „Gísli hugsaði fyrir því að hér yrði GSM-samband,“ segir hann glettinn. Elfar Logi stendur fyrir mánaðarlegum menningarviðburðum í hinum söguríka dal, ásamt konu sinni Marsibil Kristjánsdóttur. Hann tekur fram að hún sé heilinn á bak við allt saman, sjálfur sé hann bara vinnumaðurinn á bænum. „Við erum aðallega föst á landnámstímanum, alltaf þúsund árum á eftir hinum,“ segir hann. „Nú erum við búin að mublera upp Gíslastaði sem er gamalt félagsheimili, ekki þó þúsund ára heldur frá 1936, en innan dyra höfum við breytt því að víkingasið.“ Þau hjón keyptu húsið 2005, árið sem þau bjuggu til einleikinn um Gísla Súrsson sem enn er í gangi og sýndur af og til á Gíslastöðum, að sögn Elfars Loga. „Tjörnin, sem Gísli og félagar spiluðu íshokkí á, samkvæmt sögunni, er bara hér fyrir utan. Það er alltaf sterk upplifun fyrir fólk að vera á söguslóðum.“ Hann segir borð og bekki fyrir fjörutíu manns á Gíslastöðum. „En við höfum hýst mun fleiri. Um daginn var Óttar geðlæknir hjá okkur að fjalla um sexið í Íslendingasögum og stútfyllti kofann. Næst verður svo Margrét Sverrisdóttir með fyrirlestur um drauma og fyrirboða í vestfirskum Íslendingasögum og í september verður víkingahátíð fjölskyldunnar. Við erum búin að bóka viðburði fram á næsta ár.“ Sem sagt að vetrinum líka? „Já, já, goðarnir sjá til þess að hingað sé alltaf fært, Freyr er okkar goði, hann heldur opnu.“ Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, heldur mikið upp á Hallgerði langbrók, hann ætlar að messa yfir okkur í kvöld klukkan 20. Það er mikil spenna hér í Dýrafirðinum fyrir hans komu,“ segir Elfar Logi Hannesson stórleikari, staddur á slóðum Gísla Súrssonar í Haukadal þegar hann svarar síma. „Gísli hugsaði fyrir því að hér yrði GSM-samband,“ segir hann glettinn. Elfar Logi stendur fyrir mánaðarlegum menningarviðburðum í hinum söguríka dal, ásamt konu sinni Marsibil Kristjánsdóttur. Hann tekur fram að hún sé heilinn á bak við allt saman, sjálfur sé hann bara vinnumaðurinn á bænum. „Við erum aðallega föst á landnámstímanum, alltaf þúsund árum á eftir hinum,“ segir hann. „Nú erum við búin að mublera upp Gíslastaði sem er gamalt félagsheimili, ekki þó þúsund ára heldur frá 1936, en innan dyra höfum við breytt því að víkingasið.“ Þau hjón keyptu húsið 2005, árið sem þau bjuggu til einleikinn um Gísla Súrsson sem enn er í gangi og sýndur af og til á Gíslastöðum, að sögn Elfars Loga. „Tjörnin, sem Gísli og félagar spiluðu íshokkí á, samkvæmt sögunni, er bara hér fyrir utan. Það er alltaf sterk upplifun fyrir fólk að vera á söguslóðum.“ Hann segir borð og bekki fyrir fjörutíu manns á Gíslastöðum. „En við höfum hýst mun fleiri. Um daginn var Óttar geðlæknir hjá okkur að fjalla um sexið í Íslendingasögum og stútfyllti kofann. Næst verður svo Margrét Sverrisdóttir með fyrirlestur um drauma og fyrirboða í vestfirskum Íslendingasögum og í september verður víkingahátíð fjölskyldunnar. Við erum búin að bóka viðburði fram á næsta ár.“ Sem sagt að vetrinum líka? „Já, já, goðarnir sjá til þess að hingað sé alltaf fært, Freyr er okkar goði, hann heldur opnu.“
Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira