Hannes Frímann tekur við eignastýringu Kviku banka Hörður Ægisson skrifar 26. júlí 2017 10:02 Hannes Frímann Hrólfsson. Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, verður næsti framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka. Tekur hann við starfinu af Sigurði Hannessyni, sem hætti störfum hja Kviku í síðasta mánuði, þegar sameining Virðingar og Kviku gengur í gegn síðar á árinu, samkvæmt heimildum Vísis. Sigurður lét af störfum í bankanum í lok síðasta mánaðar samhliða því að hann var ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hannes hefur verið forstjóri Virðingar (áður Auður Capital) frá 2013. Þá var Hannes meðal annars áður aðstoðarframkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings banka. Talsvert hefur verið um breytingar á meðal helstu stjórnenda Kviku banka að undanförnu. Þann 27. apríl síðastliðinn var greint frá því að Sigurður Atli Jónsson hefði ákveðið að láta af störfum hjá bankanum. Síðar sama dag upplýsti Vísir að Ármann Þorvaldsson, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Virðingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi, myndi taka við af Sigurði Atla. Það var síðan staðfest með tilkynningu Kviku viku síðar en Ármann tók formlega við störfum sem forstjóri bankans 15 .júní. Samhliða því að gengið var frá ráðningu Ármanns var Marinó Örn Tryggvason, sem hafði starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka frá árinu 2014, einnig ráðinn til Kviku, sem aðstoðarforstjóri bankans. Marinó mun taka til starfa hjá fjárfestingabankanum 1. ágúst næstkomandi. Hluthafar Virðingar samþykktu í lok síðasta mánaðar með miklum meirihluta tilboð Kviku í allt hlutafé félagsins fyrir 2.560 milljónir. Verður hlutafé Kviku aukið um allt að 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu. Á hluthafafundi bankans 14. júlí síðastliðinn samþykktu hluthafar Kviku tillögu stjórnar um að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins yrði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta. Hannes Frímann er á meðal hluthafa Virðingar en hann á rúmlega 1,8 prósent í gegnum eignarhaldsfélagið Tindar sem er auk þess í eigu Frosta Reyrs Rúnarssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Virðingar, og fleiri. Tengdar fréttir Hlutafé Kviku verður aukið um allt að tvo milljarða Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar. 12. júlí 2017 08:00 Kvika kaupir Virðingu Kaupverð er 2.560 milljónir króna og verður greitt með reiðufé. 30. júní 2017 17:35 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, verður næsti framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka. Tekur hann við starfinu af Sigurði Hannessyni, sem hætti störfum hja Kviku í síðasta mánuði, þegar sameining Virðingar og Kviku gengur í gegn síðar á árinu, samkvæmt heimildum Vísis. Sigurður lét af störfum í bankanum í lok síðasta mánaðar samhliða því að hann var ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hannes hefur verið forstjóri Virðingar (áður Auður Capital) frá 2013. Þá var Hannes meðal annars áður aðstoðarframkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings banka. Talsvert hefur verið um breytingar á meðal helstu stjórnenda Kviku banka að undanförnu. Þann 27. apríl síðastliðinn var greint frá því að Sigurður Atli Jónsson hefði ákveðið að láta af störfum hjá bankanum. Síðar sama dag upplýsti Vísir að Ármann Þorvaldsson, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Virðingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi, myndi taka við af Sigurði Atla. Það var síðan staðfest með tilkynningu Kviku viku síðar en Ármann tók formlega við störfum sem forstjóri bankans 15 .júní. Samhliða því að gengið var frá ráðningu Ármanns var Marinó Örn Tryggvason, sem hafði starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka frá árinu 2014, einnig ráðinn til Kviku, sem aðstoðarforstjóri bankans. Marinó mun taka til starfa hjá fjárfestingabankanum 1. ágúst næstkomandi. Hluthafar Virðingar samþykktu í lok síðasta mánaðar með miklum meirihluta tilboð Kviku í allt hlutafé félagsins fyrir 2.560 milljónir. Verður hlutafé Kviku aukið um allt að 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu. Á hluthafafundi bankans 14. júlí síðastliðinn samþykktu hluthafar Kviku tillögu stjórnar um að núverandi heimild til hækkunar hlutafjár félagsins yrði aukin um 200 milljónir að nafnvirði, eða úr 200 milljónum í 400 milljónir hluta. Hannes Frímann er á meðal hluthafa Virðingar en hann á rúmlega 1,8 prósent í gegnum eignarhaldsfélagið Tindar sem er auk þess í eigu Frosta Reyrs Rúnarssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Virðingar, og fleiri.
Tengdar fréttir Hlutafé Kviku verður aukið um allt að tvo milljarða Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar. 12. júlí 2017 08:00 Kvika kaupir Virðingu Kaupverð er 2.560 milljónir króna og verður greitt með reiðufé. 30. júní 2017 17:35 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hlutafé Kviku verður aukið um allt að tvo milljarða Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar. 12. júlí 2017 08:00
Kvika kaupir Virðingu Kaupverð er 2.560 milljónir króna og verður greitt með reiðufé. 30. júní 2017 17:35