Óli Stefán: Auðvelt að vera þjálfari hjá liði í velgengni Smári Jökull Jónsson skrifar 31. júlí 2017 21:36 Óli Stefán Flóventsson er þjálfari Grindavíkur. Vísir/Andri Marínó “Þetta er svona týpískur leikur fyrir okkar stöðu í augnablikinu. Við eigum fantabyrjun, þeir bjarga á línu strax í upphafi og eiga skot í slá. Þegar augnablikið er svona eins og núna þá fellur það ekki alveg með okkur,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Víkingum í Pepsi-deildinni í kvöld. Grindavík er ennþá í 3.sæti deildarinnar en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð eftir frábæra byrjun á mótinu þar sem þeir töpuðu aðeins einum af sínum fyrstu tíu leikjum. “Þeir skora frekar ódýr mörk sem á að vera auðvelt að koma í veg fyrir. Við erum bara á þannig kafla núna og þurfum að vera duglegir að vinna til að komast út úr því,” bætti Óli Stefán við. Grindvíkingar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik en komu mjög daufir til leiks í síðari hálfleiknum og þá tóku Víkingar völdin. “Ég var svolítið svekktur með viðbrögð minna manna í hálfleik. Ég hrósaði þeim í leikhléi því það var kraftur og vilji í því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik og mér fannst við líklegir. Svo dettur takturinn úr þessu hjá okkur.” “Víkingarnir voru ekkert það mikið betri en við í seinni háfleik en þeir fundu þennan seinni bolta sem til dæmis kom þeim yfir. Það hefur svolítið einkennt okkur að við höfum unnið fyrir þessum seinni bolta og þessu klafsi, við höfum lagt allt í það og uppskorið eftir því en það bar ekki á því í seinni hálfleik í dag,” sagði Óli Stefán. Óli sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir stuttu að liðið þyrfti aðeins eitt stig í viðbót til að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið. Síðan þá hafa þrír leikir tapast og ekkert stig komið í hús. Eru þessi orð þjálfarans eitthvað að trufla Grindvíkinga? “Alls ekki. Þú getur unnið á alls konar hátt úr markmiðum. Þau eru bara leið fyrir okkur að vinna eftir og trufla okkur ekkert. Umtalið fór svolítið mikið í þetta og við setjum hlutina upp sem er svolítið þægilegt fyrir ykkur að tala um.” “Eitt stig, þrjú eða tíu. Þau koma á endanum og við þurfum bara að finna leiðir út úr þessum slæma kafla sem við erum í núna. Ég hef talað um það að þegar við erum í mótbyr þá lærum við mest. Það er auðvelt að vera þjálfari hjá liði í velgengni en það reynir á í mótbyr og við erum að upplifa það,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindvíkinga að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Víkingur R. 1-2 | Þriðja tap Grindavíkur í röð Víkingar frá Reykjavík unnu afar kærkominn sigur þegar þeir lögðu Grindvíkinga suður með sjó í kvöld. Sigurinn er sá fyrsti í Pepsi-deildinni í júlí og lyftir þeim upp í 7.sæti deildarinnar. Grindavík er enn í 3.sæti. 31. júlí 2017 22:30 Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu. 9. júlí 2017 19:20 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
“Þetta er svona týpískur leikur fyrir okkar stöðu í augnablikinu. Við eigum fantabyrjun, þeir bjarga á línu strax í upphafi og eiga skot í slá. Þegar augnablikið er svona eins og núna þá fellur það ekki alveg með okkur,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Víkingum í Pepsi-deildinni í kvöld. Grindavík er ennþá í 3.sæti deildarinnar en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð eftir frábæra byrjun á mótinu þar sem þeir töpuðu aðeins einum af sínum fyrstu tíu leikjum. “Þeir skora frekar ódýr mörk sem á að vera auðvelt að koma í veg fyrir. Við erum bara á þannig kafla núna og þurfum að vera duglegir að vinna til að komast út úr því,” bætti Óli Stefán við. Grindvíkingar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik en komu mjög daufir til leiks í síðari hálfleiknum og þá tóku Víkingar völdin. “Ég var svolítið svekktur með viðbrögð minna manna í hálfleik. Ég hrósaði þeim í leikhléi því það var kraftur og vilji í því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik og mér fannst við líklegir. Svo dettur takturinn úr þessu hjá okkur.” “Víkingarnir voru ekkert það mikið betri en við í seinni háfleik en þeir fundu þennan seinni bolta sem til dæmis kom þeim yfir. Það hefur svolítið einkennt okkur að við höfum unnið fyrir þessum seinni bolta og þessu klafsi, við höfum lagt allt í það og uppskorið eftir því en það bar ekki á því í seinni hálfleik í dag,” sagði Óli Stefán. Óli sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir stuttu að liðið þyrfti aðeins eitt stig í viðbót til að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið. Síðan þá hafa þrír leikir tapast og ekkert stig komið í hús. Eru þessi orð þjálfarans eitthvað að trufla Grindvíkinga? “Alls ekki. Þú getur unnið á alls konar hátt úr markmiðum. Þau eru bara leið fyrir okkur að vinna eftir og trufla okkur ekkert. Umtalið fór svolítið mikið í þetta og við setjum hlutina upp sem er svolítið þægilegt fyrir ykkur að tala um.” “Eitt stig, þrjú eða tíu. Þau koma á endanum og við þurfum bara að finna leiðir út úr þessum slæma kafla sem við erum í núna. Ég hef talað um það að þegar við erum í mótbyr þá lærum við mest. Það er auðvelt að vera þjálfari hjá liði í velgengni en það reynir á í mótbyr og við erum að upplifa það,” sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindvíkinga að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Víkingur R. 1-2 | Þriðja tap Grindavíkur í röð Víkingar frá Reykjavík unnu afar kærkominn sigur þegar þeir lögðu Grindvíkinga suður með sjó í kvöld. Sigurinn er sá fyrsti í Pepsi-deildinni í júlí og lyftir þeim upp í 7.sæti deildarinnar. Grindavík er enn í 3.sæti. 31. júlí 2017 22:30 Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu. 9. júlí 2017 19:20 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Víkingur R. 1-2 | Þriðja tap Grindavíkur í röð Víkingar frá Reykjavík unnu afar kærkominn sigur þegar þeir lögðu Grindvíkinga suður með sjó í kvöld. Sigurinn er sá fyrsti í Pepsi-deildinni í júlí og lyftir þeim upp í 7.sæti deildarinnar. Grindavík er enn í 3.sæti. 31. júlí 2017 22:30
Óli Stefán: Einu stigi frá fyrsta markmiðinu Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við Vísi eftir sigurinn á KA í Pepsi-deildinni að liðið væri einu stigi frá markmiði sínu nú þegar tíu umferðir eru liðnar af Íslandsmótinu. 9. júlí 2017 19:20