Ólafía Þórunn verður með á opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2017 16:38 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með íslenska fánann. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. Kristinn Jósep Gíslason, faðir Ólafíu Þórunnar, staðfesti þetta í tölvupósti og kemst vel að orði þar eða „Vááááááááááááááá.“ Ólafía verður fyrst allra íslenskra kylfinga til að keppa á opna breska risamótinu. Hún staðfesti þetta síðan skömmu síðar inn á Twitter-síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.It's been confirmed!!! I'm officially in the British Open next week #thankfulpic.twitter.com/SgleFurcJf — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) July 30, 2017 Þetta verður annað risamótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í en hún var með á PGA-mótinu í Illinois í Bandaríkjunum um mánaðarmótinu júní-júlí. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Ólafíu sem koma strax í kjölfarið á hennar besta móti á LPGA-mótaröðinni. Ólafía Þórunn náði þrettánda sæti á opna skoska mótinu sem lauk í dag en þrjú efstu sætin voru örugg með þátttökufrétt á opna breska meistaramótinu. Ólafía fékk góða reynslu af því að spila í Skotlandi síðustu daga og er því undirbúin í skosku aðstæðurnar í næstu viku. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um Verslunarmannahelgina. Kristinn Jósep Gíslason, faðir Ólafíu Þórunnar, staðfesti þetta í tölvupósti og kemst vel að orði þar eða „Vááááááááááááááá.“ Ólafía verður fyrst allra íslenskra kylfinga til að keppa á opna breska risamótinu. Hún staðfesti þetta síðan skömmu síðar inn á Twitter-síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.It's been confirmed!!! I'm officially in the British Open next week #thankfulpic.twitter.com/SgleFurcJf — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) July 30, 2017 Þetta verður annað risamótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í en hún var með á PGA-mótinu í Illinois í Bandaríkjunum um mánaðarmótinu júní-júlí. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Ólafíu sem koma strax í kjölfarið á hennar besta móti á LPGA-mótaröðinni. Ólafía Þórunn náði þrettánda sæti á opna skoska mótinu sem lauk í dag en þrjú efstu sætin voru örugg með þátttökufrétt á opna breska meistaramótinu. Ólafía fékk góða reynslu af því að spila í Skotlandi síðustu daga og er því undirbúin í skosku aðstæðurnar í næstu viku. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira