Guðrún Brá náði einum besta árangri íslensks kylfings í sögu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2017 12:30 Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili GSÍmyndir Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili náði flottum árangri á Evrópumóti einstaklinga í kvennaflokki. Guðrún Brá lék samtals á fimm höggum undir pari á fjórum hringjum á mótinu sem fram fór í Sviss. Á lokahringnum lék Guðrún Brá á 69 höggum eða -3 en hún fékk alls sex fugla á hringnum og þar af fjóra fugla á síðari 9 holunum. Árangur Guðrúnar er einn sá besti sem íslenskur kylfingur hefur náð á þessu móti þar sem sterkustu áhugakylfingar Evrópu taka þátt. Guðrún Brá rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum um síðustu helgi en kom sterk til baka og spilaði mjög vel í Alpaloftinu. Agathe Laisne frá Frakklandi varð Evrópumeistari á -8 en þar á eftir komu tveir kylfingar frá Sviss, Albane Valenzuela á -7 samtals og Morgane Metraux á -6 samtals. Saga Traustadóttir úr GR og Ragnhildur Kristinsdóttir tóku líka þátt en náðu ekki að komast í gegnum niðurskurðinn. Mótið fór fram í Sviss rétt norðan við borgina Lausanne en keppnisvöllurinn er í 850 metra hæð. Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili náði flottum árangri á Evrópumóti einstaklinga í kvennaflokki. Guðrún Brá lék samtals á fimm höggum undir pari á fjórum hringjum á mótinu sem fram fór í Sviss. Á lokahringnum lék Guðrún Brá á 69 höggum eða -3 en hún fékk alls sex fugla á hringnum og þar af fjóra fugla á síðari 9 holunum. Árangur Guðrúnar er einn sá besti sem íslenskur kylfingur hefur náð á þessu móti þar sem sterkustu áhugakylfingar Evrópu taka þátt. Guðrún Brá rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum um síðustu helgi en kom sterk til baka og spilaði mjög vel í Alpaloftinu. Agathe Laisne frá Frakklandi varð Evrópumeistari á -8 en þar á eftir komu tveir kylfingar frá Sviss, Albane Valenzuela á -7 samtals og Morgane Metraux á -6 samtals. Saga Traustadóttir úr GR og Ragnhildur Kristinsdóttir tóku líka þátt en náðu ekki að komast í gegnum niðurskurðinn. Mótið fór fram í Sviss rétt norðan við borgina Lausanne en keppnisvöllurinn er í 850 metra hæð.
Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira