Eftir þrjá leiki í röð án þess að fá stig eða skora mark vann FH 1-0 sigur á Haukum í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Guðný Árnadóttir skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu.
FH er nú komið með 15 stig í 6. sæti deildarinnar. FH-inga vantar nú aðeins tvö stig til að jafna stigafjölda sinn frá því á síðasta tímabili.
Haukar eru hins vegar áfram með sitt eina stig á botni deildarinnar. Liðið er fimm stigum frá öruggu sæti.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
