Þóroddur hættir að dæma í haust: Fleiri símaklefar en dómarar á norðurlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2017 13:30 Ekkert svona, Pablo, gæti Þóroddur hér verið að segja. Vísir/Andri Marinó Þóroddur Hjaltalín hefur ákveðið að hætta störfum sem knattspyrnudómari þegar tímabilinu í Pepsi-deild karla lýkur í haust. Þetta sagði hann í samtali við íþróttadeild skömmu eftir að hann hafði dæmt viðureign Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli á föstudag. Þóroddur stóð sig vel í leiknum og lét það ekki á sig fá að þarna voru saman komnir margir af stærstu knattspyrnustjörnum heimsins. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi en samt bara fótbolti, ellefu á móti ellefu,“ sagði brosmildur Þóroddur skömmu eftir að hann hafði flautað til leiksloka á Laugardalsvelli. „Maður sér verkefnið bara þannig.“ Þóroddur hélt upp á 40 ára afmælið sitt á föstudag og því var þetta góð afmælisgjöf fyrir hann að dæma leik hjá stórliðum úr ensku úrvalsdeildinni. Hann sagðist einnig bera ábyrgð á góða veðrinu sem var á leikdag. „Ég kem nú yfirleitt með hana með mér að norðan,“ sagði hann í léttum dúr.Þóroddur hefur verið alþjóðadómari í átta ár og gæti haldið áfram í fimm ár í viðbót og heilan áratug hér á landi. En hann hefur ákveðið að segja skilið við dómgæsluna þegar tímabilinu lýkur í haust. „Þetta er komið gott. Ég er búinn að dæma í efstu deild í tíu ár og allt í allt starfandi fyrir KSÍ í átján ár. Þegar ég byrjaði þá var ég bara með konu og nú hafa bæst fjögur börn við. Ég er líka kominn í nýtt starf á Akureyri sem er afar krefjandi. Það er því komið að því að sinna öðrum málum,“ segir hann. Þóroddur tekur undir að dómgæslan hafi breyst mikið á síðustu árum, rétt eins og knattspyrnan sjálf hér á landi. „Þetta er orðin hálfgerð atvinnumennska hjá dómurum. Það er allt árið undir og gríðarleg vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að geta verið í þessu. Hún er miklu meira en nokkur gæti ímyndað sér og gríðarlegar kröfur á okkur.“ Það kvarnar því enn úr hópi reynslumikilla dómara sem Ísland á en Þóroddur hefur eins og margir áhyggjur af endurnýjun í stétt knattspyrnudómara á Íslandi.„Gríðarlegar áhyggjur. Til dæmis eru færri knattspyrnudómarar á norðurlandi en símaklefar eins og staðan er núna. Það verður bara að lagast, það er svo einfalt.“ Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira
Þóroddur Hjaltalín hefur ákveðið að hætta störfum sem knattspyrnudómari þegar tímabilinu í Pepsi-deild karla lýkur í haust. Þetta sagði hann í samtali við íþróttadeild skömmu eftir að hann hafði dæmt viðureign Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli á föstudag. Þóroddur stóð sig vel í leiknum og lét það ekki á sig fá að þarna voru saman komnir margir af stærstu knattspyrnustjörnum heimsins. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi en samt bara fótbolti, ellefu á móti ellefu,“ sagði brosmildur Þóroddur skömmu eftir að hann hafði flautað til leiksloka á Laugardalsvelli. „Maður sér verkefnið bara þannig.“ Þóroddur hélt upp á 40 ára afmælið sitt á föstudag og því var þetta góð afmælisgjöf fyrir hann að dæma leik hjá stórliðum úr ensku úrvalsdeildinni. Hann sagðist einnig bera ábyrgð á góða veðrinu sem var á leikdag. „Ég kem nú yfirleitt með hana með mér að norðan,“ sagði hann í léttum dúr.Þóroddur hefur verið alþjóðadómari í átta ár og gæti haldið áfram í fimm ár í viðbót og heilan áratug hér á landi. En hann hefur ákveðið að segja skilið við dómgæsluna þegar tímabilinu lýkur í haust. „Þetta er komið gott. Ég er búinn að dæma í efstu deild í tíu ár og allt í allt starfandi fyrir KSÍ í átján ár. Þegar ég byrjaði þá var ég bara með konu og nú hafa bæst fjögur börn við. Ég er líka kominn í nýtt starf á Akureyri sem er afar krefjandi. Það er því komið að því að sinna öðrum málum,“ segir hann. Þóroddur tekur undir að dómgæslan hafi breyst mikið á síðustu árum, rétt eins og knattspyrnan sjálf hér á landi. „Þetta er orðin hálfgerð atvinnumennska hjá dómurum. Það er allt árið undir og gríðarleg vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að geta verið í þessu. Hún er miklu meira en nokkur gæti ímyndað sér og gríðarlegar kröfur á okkur.“ Það kvarnar því enn úr hópi reynslumikilla dómara sem Ísland á en Þóroddur hefur eins og margir áhyggjur af endurnýjun í stétt knattspyrnudómara á Íslandi.„Gríðarlegar áhyggjur. Til dæmis eru færri knattspyrnudómarar á norðurlandi en símaklefar eins og staðan er núna. Það verður bara að lagast, það er svo einfalt.“ Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira