Frábært veiðiveður framundan um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2017 11:30 Nú er mesta ferðahelgi ársins og landsmenn á faraldsfæti um allt land með tjöld og vonandi veiðistangir í farteskinu. Það er fátt jafn skemmtilegt eins og að tjalda við vatn í góðum félagsskap og reyna að veiða í matinn. Ég myndi þó ekki stóla 100% á að takan sé góð og við skulum þess vegna kalla það plan A að veiða í matinn og plan B að vera með eitthvað annað með bara svona ef takan skyldi vera slöpp þann daginn. Veðurspáin um allt land er engu að síður mjög góð og þetta er einmitt veiðiveðrið sem flestir myndu þiggja á hverjum degi til silungsveiða svo ég er nokkuð bjartsýnn um að allir eigi eftir að veiða eitthvað. Fréttir af veiði úr vötnum landins eru heilt yfir góðar og það er þess vegna um að gera að nýta þetta frábæra veiðiveður sem er framundan og ná sér í silung á grillið. Ef við tökum nokkur vinsæl vötn nálægt tjaldstæðum má til dæmis benda á Apavatn og Laugarvatn en þar hefur verið virkilega fín veiði síðustu daga og er fiskurinn sem veiðist vænn og vel haldinn. Þingvallavatn er ennþá að gefa fína veiði og bleikjan hefur verið að taka mjög vel. Hraunsfjörður er á sínum besta tíma og þar er mikið af sjóbleikju komin inní vatn sem og laxar en nokkrir hafa þegar komið á land þar á bæ. Arnarvatnsheiðin, Skagaheiðin og Melrakkaslétta eru allt vatnasvæði sem eru í blóma núna og það eru líka góðar fréttir úr Veiðivötnum en þar má fá lausar stangir án gistingar á þessum tíma og það er um að gera að reyna að stökkva á það því bleikjuvötnin hafa verið að gefa sérstaklega vel síðustu daga. Það eru vötn og möguleikar til veiða um allt land og flestir sem ætla sér að kíkja í einhverja veiði eru líkelga vopnaðir Veiðikortinu en á vefnum þeirra má finna upplýsingar um tjaldsvæði við þau vötn þar sem er leyft að tjalda. Góða helgi. Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði
Nú er mesta ferðahelgi ársins og landsmenn á faraldsfæti um allt land með tjöld og vonandi veiðistangir í farteskinu. Það er fátt jafn skemmtilegt eins og að tjalda við vatn í góðum félagsskap og reyna að veiða í matinn. Ég myndi þó ekki stóla 100% á að takan sé góð og við skulum þess vegna kalla það plan A að veiða í matinn og plan B að vera með eitthvað annað með bara svona ef takan skyldi vera slöpp þann daginn. Veðurspáin um allt land er engu að síður mjög góð og þetta er einmitt veiðiveðrið sem flestir myndu þiggja á hverjum degi til silungsveiða svo ég er nokkuð bjartsýnn um að allir eigi eftir að veiða eitthvað. Fréttir af veiði úr vötnum landins eru heilt yfir góðar og það er þess vegna um að gera að nýta þetta frábæra veiðiveður sem er framundan og ná sér í silung á grillið. Ef við tökum nokkur vinsæl vötn nálægt tjaldstæðum má til dæmis benda á Apavatn og Laugarvatn en þar hefur verið virkilega fín veiði síðustu daga og er fiskurinn sem veiðist vænn og vel haldinn. Þingvallavatn er ennþá að gefa fína veiði og bleikjan hefur verið að taka mjög vel. Hraunsfjörður er á sínum besta tíma og þar er mikið af sjóbleikju komin inní vatn sem og laxar en nokkrir hafa þegar komið á land þar á bæ. Arnarvatnsheiðin, Skagaheiðin og Melrakkaslétta eru allt vatnasvæði sem eru í blóma núna og það eru líka góðar fréttir úr Veiðivötnum en þar má fá lausar stangir án gistingar á þessum tíma og það er um að gera að reyna að stökkva á það því bleikjuvötnin hafa verið að gefa sérstaklega vel síðustu daga. Það eru vötn og möguleikar til veiða um allt land og flestir sem ætla sér að kíkja í einhverja veiði eru líkelga vopnaðir Veiðikortinu en á vefnum þeirra má finna upplýsingar um tjaldsvæði við þau vötn þar sem er leyft að tjalda. Góða helgi.
Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði