Opnaði Fjallkonuna kasólétt og ógift 1905 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 10:00 Mér finnst mikilvægt að segja sögu kvenna sem voru svona miklar fyrirmyndir,” segir Hera um langalangömmu sína. Visir/Eyþór Árnason „Ég hef verið að skrifa þetta leikrit í tvö ár, nú er ég loksins orðin ánægð með það,“ segir leikkonan og leikstjórinn Hera Fjord sem frumflytur verkið Fjallkonuna í upphafi Act alone einleikjahátíðarinnar á Suðureyri á fimmtudaginn, 10. ágúst. „Þetta er einleikur og fjallar um langalangömmu mína, Kristínu Dahlstedt, ég leik bæði hana og sjálfa mig. Sýningin er samtal okkar á milli, ég er að kynnast henni og hennar lífi og um leið að reyna að finna út hvað ég hafi fengið frá henni og hvort áskoranir sem hún var að glíma við séu eitthvað í ætt við mínar. Þannig brúa ég kynslóðabilið svo fólk á öllum aldri finni samhljóm.“Kristín Dahlstedt fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði og fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði matseld og veitingarekstur. „Langalangamma var frumkvöðull,“ segir Hera. „Þegar hún kom frá Danmörku 1905 ákvað hún að opna sitt eigið veitinga- og gistiheimili við Laugaveginn, Fjallkonuna, þó hún væri kasólétt og ógift. Var búin að kynnast veitingahúsamenningunni úti í Kaupmannahöfn og bara kýldi á þetta.“ Barnsfaðirinn vildi giftast Kristínu og fá hana með sér vestur til Flateyrar þar sem hún yrði húsmóðir en það var ekki í takt við það sem hún sá fyrir sér, að sögn Heru. „Þó hún væri Vestfirðingur fannst henni tækifærin vera í Reykjavík, vildi vera sjálfstæð og standa á eigin fótum. Langafi var eitt af þremur börnum hennar, þau eignaðist hún öll í lausaleik, giftist svo manni seinna sem gaf henni Dahlstedt nafnið og þau tóku eina dóttur í fóstur.“ Hera telur langalangömmu sína hafa breytt veitingahúsamenningunni í borginni í átt til þess sem við þekkjum í dag. „Hún bryddaði upp á nýjungum eins og tónlist á kvöldin, bauð upp á buff og egg að dönskum hætti í kaffihúsinu, notaði fyrstu gasvélina, flutti inn fyrsta grammófóninn og sjálfspilandi píanó. En það gekk á ýmsu, stundum þurfti að vísa gestum frá vegna aðsóknar en hún fór líka í gjaldþrot og lenti meira að segja í fangaklefa. Fólk var ekki sátt við að kona væri ein í rekstri á þessum tíma, embættismenn góndu á hana: Ætlar þú að taka lán? Ætlar þú að opna reikning hér? Hvar er maðurinn þinn? En hún stóð með sjálfri sér. Var í raun mjög mikil nútímakona og ekki að spyrja neinn hvað hún mætti. Virðist ekki einu sinni hafa hugleitt það. Mér finnst mikilvægt að segja sögur kvenna sem eru svona miklar fyrirmyndir og halda minningu þeirra á lofti,“ segir Hera og mælir með að allir verði mættir vestur á Suðureyri á fimmtudaginn svo þeir missi ekki af neinu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
„Ég hef verið að skrifa þetta leikrit í tvö ár, nú er ég loksins orðin ánægð með það,“ segir leikkonan og leikstjórinn Hera Fjord sem frumflytur verkið Fjallkonuna í upphafi Act alone einleikjahátíðarinnar á Suðureyri á fimmtudaginn, 10. ágúst. „Þetta er einleikur og fjallar um langalangömmu mína, Kristínu Dahlstedt, ég leik bæði hana og sjálfa mig. Sýningin er samtal okkar á milli, ég er að kynnast henni og hennar lífi og um leið að reyna að finna út hvað ég hafi fengið frá henni og hvort áskoranir sem hún var að glíma við séu eitthvað í ætt við mínar. Þannig brúa ég kynslóðabilið svo fólk á öllum aldri finni samhljóm.“Kristín Dahlstedt fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði og fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði matseld og veitingarekstur. „Langalangamma var frumkvöðull,“ segir Hera. „Þegar hún kom frá Danmörku 1905 ákvað hún að opna sitt eigið veitinga- og gistiheimili við Laugaveginn, Fjallkonuna, þó hún væri kasólétt og ógift. Var búin að kynnast veitingahúsamenningunni úti í Kaupmannahöfn og bara kýldi á þetta.“ Barnsfaðirinn vildi giftast Kristínu og fá hana með sér vestur til Flateyrar þar sem hún yrði húsmóðir en það var ekki í takt við það sem hún sá fyrir sér, að sögn Heru. „Þó hún væri Vestfirðingur fannst henni tækifærin vera í Reykjavík, vildi vera sjálfstæð og standa á eigin fótum. Langafi var eitt af þremur börnum hennar, þau eignaðist hún öll í lausaleik, giftist svo manni seinna sem gaf henni Dahlstedt nafnið og þau tóku eina dóttur í fóstur.“ Hera telur langalangömmu sína hafa breytt veitingahúsamenningunni í borginni í átt til þess sem við þekkjum í dag. „Hún bryddaði upp á nýjungum eins og tónlist á kvöldin, bauð upp á buff og egg að dönskum hætti í kaffihúsinu, notaði fyrstu gasvélina, flutti inn fyrsta grammófóninn og sjálfspilandi píanó. En það gekk á ýmsu, stundum þurfti að vísa gestum frá vegna aðsóknar en hún fór líka í gjaldþrot og lenti meira að segja í fangaklefa. Fólk var ekki sátt við að kona væri ein í rekstri á þessum tíma, embættismenn góndu á hana: Ætlar þú að taka lán? Ætlar þú að opna reikning hér? Hvar er maðurinn þinn? En hún stóð með sjálfri sér. Var í raun mjög mikil nútímakona og ekki að spyrja neinn hvað hún mætti. Virðist ekki einu sinni hafa hugleitt það. Mér finnst mikilvægt að segja sögur kvenna sem eru svona miklar fyrirmyndir og halda minningu þeirra á lofti,“ segir Hera og mælir með að allir verði mættir vestur á Suðureyri á fimmtudaginn svo þeir missi ekki af neinu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Menning Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira