Opnaði Fjallkonuna kasólétt og ógift 1905 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 10:00 Mér finnst mikilvægt að segja sögu kvenna sem voru svona miklar fyrirmyndir,” segir Hera um langalangömmu sína. Visir/Eyþór Árnason „Ég hef verið að skrifa þetta leikrit í tvö ár, nú er ég loksins orðin ánægð með það,“ segir leikkonan og leikstjórinn Hera Fjord sem frumflytur verkið Fjallkonuna í upphafi Act alone einleikjahátíðarinnar á Suðureyri á fimmtudaginn, 10. ágúst. „Þetta er einleikur og fjallar um langalangömmu mína, Kristínu Dahlstedt, ég leik bæði hana og sjálfa mig. Sýningin er samtal okkar á milli, ég er að kynnast henni og hennar lífi og um leið að reyna að finna út hvað ég hafi fengið frá henni og hvort áskoranir sem hún var að glíma við séu eitthvað í ætt við mínar. Þannig brúa ég kynslóðabilið svo fólk á öllum aldri finni samhljóm.“Kristín Dahlstedt fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði og fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði matseld og veitingarekstur. „Langalangamma var frumkvöðull,“ segir Hera. „Þegar hún kom frá Danmörku 1905 ákvað hún að opna sitt eigið veitinga- og gistiheimili við Laugaveginn, Fjallkonuna, þó hún væri kasólétt og ógift. Var búin að kynnast veitingahúsamenningunni úti í Kaupmannahöfn og bara kýldi á þetta.“ Barnsfaðirinn vildi giftast Kristínu og fá hana með sér vestur til Flateyrar þar sem hún yrði húsmóðir en það var ekki í takt við það sem hún sá fyrir sér, að sögn Heru. „Þó hún væri Vestfirðingur fannst henni tækifærin vera í Reykjavík, vildi vera sjálfstæð og standa á eigin fótum. Langafi var eitt af þremur börnum hennar, þau eignaðist hún öll í lausaleik, giftist svo manni seinna sem gaf henni Dahlstedt nafnið og þau tóku eina dóttur í fóstur.“ Hera telur langalangömmu sína hafa breytt veitingahúsamenningunni í borginni í átt til þess sem við þekkjum í dag. „Hún bryddaði upp á nýjungum eins og tónlist á kvöldin, bauð upp á buff og egg að dönskum hætti í kaffihúsinu, notaði fyrstu gasvélina, flutti inn fyrsta grammófóninn og sjálfspilandi píanó. En það gekk á ýmsu, stundum þurfti að vísa gestum frá vegna aðsóknar en hún fór líka í gjaldþrot og lenti meira að segja í fangaklefa. Fólk var ekki sátt við að kona væri ein í rekstri á þessum tíma, embættismenn góndu á hana: Ætlar þú að taka lán? Ætlar þú að opna reikning hér? Hvar er maðurinn þinn? En hún stóð með sjálfri sér. Var í raun mjög mikil nútímakona og ekki að spyrja neinn hvað hún mætti. Virðist ekki einu sinni hafa hugleitt það. Mér finnst mikilvægt að segja sögur kvenna sem eru svona miklar fyrirmyndir og halda minningu þeirra á lofti,“ segir Hera og mælir með að allir verði mættir vestur á Suðureyri á fimmtudaginn svo þeir missi ekki af neinu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég hef verið að skrifa þetta leikrit í tvö ár, nú er ég loksins orðin ánægð með það,“ segir leikkonan og leikstjórinn Hera Fjord sem frumflytur verkið Fjallkonuna í upphafi Act alone einleikjahátíðarinnar á Suðureyri á fimmtudaginn, 10. ágúst. „Þetta er einleikur og fjallar um langalangömmu mína, Kristínu Dahlstedt, ég leik bæði hana og sjálfa mig. Sýningin er samtal okkar á milli, ég er að kynnast henni og hennar lífi og um leið að reyna að finna út hvað ég hafi fengið frá henni og hvort áskoranir sem hún var að glíma við séu eitthvað í ætt við mínar. Þannig brúa ég kynslóðabilið svo fólk á öllum aldri finni samhljóm.“Kristín Dahlstedt fæddist árið 1876 að Botni í Dýrafirði og fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði matseld og veitingarekstur. „Langalangamma var frumkvöðull,“ segir Hera. „Þegar hún kom frá Danmörku 1905 ákvað hún að opna sitt eigið veitinga- og gistiheimili við Laugaveginn, Fjallkonuna, þó hún væri kasólétt og ógift. Var búin að kynnast veitingahúsamenningunni úti í Kaupmannahöfn og bara kýldi á þetta.“ Barnsfaðirinn vildi giftast Kristínu og fá hana með sér vestur til Flateyrar þar sem hún yrði húsmóðir en það var ekki í takt við það sem hún sá fyrir sér, að sögn Heru. „Þó hún væri Vestfirðingur fannst henni tækifærin vera í Reykjavík, vildi vera sjálfstæð og standa á eigin fótum. Langafi var eitt af þremur börnum hennar, þau eignaðist hún öll í lausaleik, giftist svo manni seinna sem gaf henni Dahlstedt nafnið og þau tóku eina dóttur í fóstur.“ Hera telur langalangömmu sína hafa breytt veitingahúsamenningunni í borginni í átt til þess sem við þekkjum í dag. „Hún bryddaði upp á nýjungum eins og tónlist á kvöldin, bauð upp á buff og egg að dönskum hætti í kaffihúsinu, notaði fyrstu gasvélina, flutti inn fyrsta grammófóninn og sjálfspilandi píanó. En það gekk á ýmsu, stundum þurfti að vísa gestum frá vegna aðsóknar en hún fór líka í gjaldþrot og lenti meira að segja í fangaklefa. Fólk var ekki sátt við að kona væri ein í rekstri á þessum tíma, embættismenn góndu á hana: Ætlar þú að taka lán? Ætlar þú að opna reikning hér? Hvar er maðurinn þinn? En hún stóð með sjálfri sér. Var í raun mjög mikil nútímakona og ekki að spyrja neinn hvað hún mætti. Virðist ekki einu sinni hafa hugleitt það. Mér finnst mikilvægt að segja sögur kvenna sem eru svona miklar fyrirmyndir og halda minningu þeirra á lofti,“ segir Hera og mælir með að allir verði mættir vestur á Suðureyri á fimmtudaginn svo þeir missi ekki af neinu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira