Síðasti séns á Daða Frey í sumar Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. ágúst 2017 10:00 Daði Freyr heldur til Kambódíu þar sem hann mun taka upp internetþætti ásamt kærustunni. Mynd/Pétur Einarsson „Það verður eitthvað rosalegt. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég myndi ekki segja að ég væri mikill Þjóðhátíðarmaður – ég hef aldrei farið, eða jú, ég spilaði árið 2012 með hljómsveitinni Retrobot en við vorum farnir aftur daginn eftir að spila í Reykjavík. Nú er ég að spila á Innipúkanum á laugardeginum þannig að ég næ ekki að mæta fyrr en á sunnudag. Ég verð bara að taka laugardaginn einhvern tímann seinna,“ segir Daði Freyr, tónsmiður (eins og hann titlar sig í símaskránni) og Eurovisionstjarna, um það að spila á Þjóðhátíð, en hann hefur, algjörlega óvænt, átt ansi viðburðaríkt sumar.Þú hefur verið bókstaflega alls staðar, er það ekki? „Jú, það er búið að vera svolítið að gera hjá mér. En ég fer alveg að hætta því – ég er að fara aftur til Berlínar eftir eina viku. Sumarið er búið að vera mjög gott. Ég hef spilað held ég 23 gigg allt í allt síðasta einn og hálfan mánuðinn. Nú er ég alveg tilbúinn að koma mér aftur út að vinna í nýrri músík.“Er það plata? „Ég er að vinna allavega í einni plötu fyrir sjálfan mig. Síðan er það eitt og annað sem verður að fá að koma í ljós síðar.“Þannig að næsta sumar verður kannski enn meira sturlað hjá þér, að fylgja nýrri plötu eftir?„Vonandi. Annars er ég að fara til Kambódíu í desember og verð þar í hálft ár með kærustunni að búa til internetþætti – það gæti jafnvel verið að ég verði lengur þar og bara í Asíu eitthvað, það er ekki alveg komið á hreint. Við ætlum að taka upp eitthvert blogg og vera með tónlistartengda þætti, skoða mannlífið og leyfa fólki að fylgjast með því. Við eigum svolítið eftir að komast að því hvernig þetta á eftir að vera því að það er enn þá svolítið langt í þetta. Þetta er eitthvað sem við ákváðum fyrir löngu síðan og ætluðum raunar að vera komin út núna en plönin breyttust svona aðeins eftir Eurovision,“ segir Daði Freyr og bætir við að raunar hafi það aldrei verið planið að koma til Íslands í sumar, hann hafi ætlað sér að vera bara heima fyrir í Berlín. En hann er þó alls ekki ósáttur við þessar breytingar sem fylgdu í kjölfarið á Eurovision og segir að þetta hafi verið fullkomin sumarvinna fyrir sig. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það verður eitthvað rosalegt. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég myndi ekki segja að ég væri mikill Þjóðhátíðarmaður – ég hef aldrei farið, eða jú, ég spilaði árið 2012 með hljómsveitinni Retrobot en við vorum farnir aftur daginn eftir að spila í Reykjavík. Nú er ég að spila á Innipúkanum á laugardeginum þannig að ég næ ekki að mæta fyrr en á sunnudag. Ég verð bara að taka laugardaginn einhvern tímann seinna,“ segir Daði Freyr, tónsmiður (eins og hann titlar sig í símaskránni) og Eurovisionstjarna, um það að spila á Þjóðhátíð, en hann hefur, algjörlega óvænt, átt ansi viðburðaríkt sumar.Þú hefur verið bókstaflega alls staðar, er það ekki? „Jú, það er búið að vera svolítið að gera hjá mér. En ég fer alveg að hætta því – ég er að fara aftur til Berlínar eftir eina viku. Sumarið er búið að vera mjög gott. Ég hef spilað held ég 23 gigg allt í allt síðasta einn og hálfan mánuðinn. Nú er ég alveg tilbúinn að koma mér aftur út að vinna í nýrri músík.“Er það plata? „Ég er að vinna allavega í einni plötu fyrir sjálfan mig. Síðan er það eitt og annað sem verður að fá að koma í ljós síðar.“Þannig að næsta sumar verður kannski enn meira sturlað hjá þér, að fylgja nýrri plötu eftir?„Vonandi. Annars er ég að fara til Kambódíu í desember og verð þar í hálft ár með kærustunni að búa til internetþætti – það gæti jafnvel verið að ég verði lengur þar og bara í Asíu eitthvað, það er ekki alveg komið á hreint. Við ætlum að taka upp eitthvert blogg og vera með tónlistartengda þætti, skoða mannlífið og leyfa fólki að fylgjast með því. Við eigum svolítið eftir að komast að því hvernig þetta á eftir að vera því að það er enn þá svolítið langt í þetta. Þetta er eitthvað sem við ákváðum fyrir löngu síðan og ætluðum raunar að vera komin út núna en plönin breyttust svona aðeins eftir Eurovision,“ segir Daði Freyr og bætir við að raunar hafi það aldrei verið planið að koma til Íslands í sumar, hann hafi ætlað sér að vera bara heima fyrir í Berlín. En hann er þó alls ekki ósáttur við þessar breytingar sem fylgdu í kjölfarið á Eurovision og segir að þetta hafi verið fullkomin sumarvinna fyrir sig.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira