Veiðiþjófnaður orðin mun algengari en áður þekkist Karl Lúðvíksson skrifar 19. ágúst 2017 13:30 Veiðiþjófnaður hefur aukist með mikilli aukningu erlendra ferðamanna. Á þessu sumri hafa borist reglulegar fréttir af veiðiþjófnaði í laxveiðiám á landinu og hlutfall erlendra ferðamanna af þessum veiðiþjófum er mjög hátt. Það hafa komið upp nokkur mál í Norðurá og Langá á Mýrum í sumar sem og í Þverá og Kjarrá þar sem kallað hefur verið til lögreglu vegna veiðiþjófnaðar þar sem veiðiþjófar hafa verið staðnir að verki. Misjafnt er hvað menn bera fyrir sig þegar gengið er á þá með tilefni þess að þeir séu að veiða í óleyfi og stundum er reynt að snúa sig út úr málinu þegar veiðimenn segjast ekki skilja ensku. Oft er það nú þannig að viðkomandi veiðimenn vita ekki betur en það er þó ekki alltaf þannig. Nýleg dæmi í Norðurá og Þverá sýna það. Í Langá var til að mynda komið að þýskum ferðamanni nýlega sem var að veiða í Strengjunum og sá hafði alveg lesið skiltin sem fara ekki framhjá neinum um að svæðið sé einkaeign og aðeins leyfð umferð veiðimanna um það. Hann sá bara veiðimennina fara og notaði tækifærið til að reyna ná sér í soðið. Veiðibúnaður var gerður upptækur og verður þetta brot kært til lögreglu. Það má svo hugsa um hlutfall þeirra sem nást á móti þeim sem gera þetta í skjóli nætur en það eru alveg þekktar sögur úr ám þar sem sést hefur til veiðiþjófa að næturlagi og þeir eru fljótir að láta sig hverfa verði þeir varir við að fylgst sé með þeim. Spurningin er hvað er hægt að gera til að sporna við þessu? Í fyrsta lagi þurfa leigutakar að verða harðir á að kæra þessi mál strax og fylgja því eftir hvort sem um erlenda eða innlenda veiðiþjófa að ræða. Afleiðingar þessara brota þurfa að vera skýr og fjársektir háar til að menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir framkvæma þennan verknað. Hvað erlenda ferðamenn varðar þarf klárlega að koma þeim upplýsingum á framfæri hvaða lög og reglur gilda um veiðar hér á landi og að það sé fullt af kostum fyrir þá sem vilja stunda veiðar samanber Veiðikortið. Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Á þessu sumri hafa borist reglulegar fréttir af veiðiþjófnaði í laxveiðiám á landinu og hlutfall erlendra ferðamanna af þessum veiðiþjófum er mjög hátt. Það hafa komið upp nokkur mál í Norðurá og Langá á Mýrum í sumar sem og í Þverá og Kjarrá þar sem kallað hefur verið til lögreglu vegna veiðiþjófnaðar þar sem veiðiþjófar hafa verið staðnir að verki. Misjafnt er hvað menn bera fyrir sig þegar gengið er á þá með tilefni þess að þeir séu að veiða í óleyfi og stundum er reynt að snúa sig út úr málinu þegar veiðimenn segjast ekki skilja ensku. Oft er það nú þannig að viðkomandi veiðimenn vita ekki betur en það er þó ekki alltaf þannig. Nýleg dæmi í Norðurá og Þverá sýna það. Í Langá var til að mynda komið að þýskum ferðamanni nýlega sem var að veiða í Strengjunum og sá hafði alveg lesið skiltin sem fara ekki framhjá neinum um að svæðið sé einkaeign og aðeins leyfð umferð veiðimanna um það. Hann sá bara veiðimennina fara og notaði tækifærið til að reyna ná sér í soðið. Veiðibúnaður var gerður upptækur og verður þetta brot kært til lögreglu. Það má svo hugsa um hlutfall þeirra sem nást á móti þeim sem gera þetta í skjóli nætur en það eru alveg þekktar sögur úr ám þar sem sést hefur til veiðiþjófa að næturlagi og þeir eru fljótir að láta sig hverfa verði þeir varir við að fylgst sé með þeim. Spurningin er hvað er hægt að gera til að sporna við þessu? Í fyrsta lagi þurfa leigutakar að verða harðir á að kæra þessi mál strax og fylgja því eftir hvort sem um erlenda eða innlenda veiðiþjófa að ræða. Afleiðingar þessara brota þurfa að vera skýr og fjársektir háar til að menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir framkvæma þennan verknað. Hvað erlenda ferðamenn varðar þarf klárlega að koma þeim upplýsingum á framfæri hvaða lög og reglur gilda um veiðar hér á landi og að það sé fullt af kostum fyrir þá sem vilja stunda veiðar samanber Veiðikortið.
Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði