Þór/KA konur eru komnar með átta stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir leiki þrettándu umferðar.
Þór/KA vann sinn leik á móti Haukum en liðin í næstu sætum, Stjarnan og ÍBV, töpuðu bæði stigum. Stjarnan lá á heimavelli á móti Val og ÍBV missti tvívegis niður forystu á móti Grindavík í Eyjum.
Valur og Breiðablik unnu sína leiki og það stefnir í meiri baráttu um annað sætið en sjálfan Íslandsmeistaratitilinn sem er kominn hálfa leið til Akureyrar.
Helena Ólafsdóttir og gestir hennar fóru yfir þrettándu umferðina í Pepsi mörkum kvenna í kvöld en nú eru aðeins fimm umferðir eftir af mótinu.
Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá markasyrpu kvöldsins úr Pepsi mörkum kvenna en sautján mörk voru skoruð í þessari umferð.
Sjáið þrennu Borgarstjórans og öll hin mörkin úr Pepsi-deild kvenna | Myndband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn


Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
