Kvika hagnast um tæpan milljarð á fyrri árshelmingi Hörður Ægisson skrifar 18. ágúst 2017 15:04 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að starfsemin hafi gengið vel og afkoman vel umfram væntingar. Hagnaður Kviku banka nam 946 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við 378 milljónir á sama tímabili í fyrra. Mikill tekjuvöxtur var hjá bankanum og þannig jukust hreinar vaxtatekjur Kviku um 53 prósent og námu samtals 803 á fyrri árshelmingi 2017. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá bankanum en hreinar þóknanatekjur Kviku voru tæplega 1.300 milljónir á tímabilinu og jukust um 11 prósent á milli ára. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 3,6 prósent og var rúmlega 1.600 milljónir. Arðsemi eigin fjár á fyrstu sex mánuðum ársins var 26,2 prósent en eigið fé Kviku er um 8.200 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall Kviku var 23,1 prósent í lok júní á þessu ári. Í tilkynningu bankans er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að starfsemin hafi gengið vel og afkoman vel umfram væntingar. „Það er veruleg aukning í bæði þóknana- og vaxtatekjum og á sama tíma tókst að halda rekstrarkostnaði á áætlun. Góður árangur hefur náðst í uppbyggingu félagsins á undanförnum misserum og eiga starfsmenn Kviku mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf og mikilvægt framlag til uppbyggingar bankans. Við horfum fram á spennandi tíma á næstunni. Kvika festi nýverið kaup á öllu hlutafé í Virðingu og Öldu sjóðum. Kaupin eru nú til umfjöllunar hjá eftirlitsaðilum en gangi þau eftir verður Kvika einn umsvifamesti aðilinn á eignastýringarmarkaði með um 280 milljarða í stýringu,“ segir Ármann.Kvika skoðar skráningu á markað Þá segir í tilkynningunni að stjórn Kviku hafi ákveðið að skoða kosti þess að skrá bankann á First North markaðinn en það er norrænn hliðarmarkaður fyrir hlutabréfaviðskipti sem er sérsniðin fyrir félög í vexti. Ráðgert er að ákvörðun um hvort af skráningu bankans verði liggi fyrir í október á þessu ári. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hagnaður Kviku banka nam 946 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins borið saman við 378 milljónir á sama tímabili í fyrra. Mikill tekjuvöxtur var hjá bankanum og þannig jukust hreinar vaxtatekjur Kviku um 53 prósent og námu samtals 803 á fyrri árshelmingi 2017. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá bankanum en hreinar þóknanatekjur Kviku voru tæplega 1.300 milljónir á tímabilinu og jukust um 11 prósent á milli ára. Rekstrarkostnaður bankans lækkaði um 3,6 prósent og var rúmlega 1.600 milljónir. Arðsemi eigin fjár á fyrstu sex mánuðum ársins var 26,2 prósent en eigið fé Kviku er um 8.200 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall Kviku var 23,1 prósent í lok júní á þessu ári. Í tilkynningu bankans er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að starfsemin hafi gengið vel og afkoman vel umfram væntingar. „Það er veruleg aukning í bæði þóknana- og vaxtatekjum og á sama tíma tókst að halda rekstrarkostnaði á áætlun. Góður árangur hefur náðst í uppbyggingu félagsins á undanförnum misserum og eiga starfsmenn Kviku mikið hrós skilið fyrir vel unnin störf og mikilvægt framlag til uppbyggingar bankans. Við horfum fram á spennandi tíma á næstunni. Kvika festi nýverið kaup á öllu hlutafé í Virðingu og Öldu sjóðum. Kaupin eru nú til umfjöllunar hjá eftirlitsaðilum en gangi þau eftir verður Kvika einn umsvifamesti aðilinn á eignastýringarmarkaði með um 280 milljarða í stýringu,“ segir Ármann.Kvika skoðar skráningu á markað Þá segir í tilkynningunni að stjórn Kviku hafi ákveðið að skoða kosti þess að skrá bankann á First North markaðinn en það er norrænn hliðarmarkaður fyrir hlutabréfaviðskipti sem er sérsniðin fyrir félög í vexti. Ráðgert er að ákvörðun um hvort af skráningu bankans verði liggi fyrir í október á þessu ári.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira