Erlendir fjárfestar kaupa 75 prósenta hlut í Keahótelum Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 18. ágúst 2017 13:20 EBITDA-hagnaður Keahótela var um milljarður í fyrra. Vísir/Ernir Búið er að ganga frá kaupum erlendra fjárfesta á 75 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Keahótelum, einni stærstu hótelkeðju landsins, samkvæmt heimildum Vísis. Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Pt Capital Advisors kaupir fimmtíu prósenta hlut í hótelkeðjunni og bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, sem er með aðsetur í Anchorage í Alsaka, 25 prósenta hlut. Stjórnarformaður og forstjóri JL Properties er Jonathan B. Rubini, en samkvæmt árlegri úttekt tímaritsins Forbes var hann ríkastur maður Alaska árið 2015. Félagið Tröllahvönn ehf., sem er í eigu Andra Gunnarssonar, Kristjáns M. Grétarssonar, Fannars Ólafssonar og Þórðar Hermanns Kolbeinssonar, sem átti 36 prósenta hlut í hótelkeðjunni, mun endurfjárfesta hluta af söluandvirðinu og eignast 25 prósenta hlut í Keahótelum. Heildarkaupverðið er 5,5 milljarðar króna, en gengið var frá greiðslu fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. Á meðal þeirra sem eru að selja hlut sinn í Keahótelum er Horn II, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, en um þrjú ár eru liðin síðan sjóðurinn festi kaup á 60 prósenta hlut í hótelkeðjunni, og Selen ehf., sem er í eigu Páls. L. Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra Keahótela. Pt Capital keypti fyrr á árinu helmingshlut í íslenska fjarskiptafélaginu Nova.Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður og forstjóri JL Properties.Hluthafar Keahótela settu félagið í söluferli í ársbyrjun, eins og greint var frá í Markaðnum 1. febrúar síðastliðinn, en það voru einkum erlendir fjárfestar sem sýndu hótelkeðjunni áhuga á meðan á ferlinu stóð, samkvæmt heimildum. Íslandsbanki var ráðgjafi seljenda við söluferlið.Uppfært kl. 13:48: Í tilkynningu frá Íslandsbanka, sem hafði umsjón með söluferlinu og var ráðgjafi seljenda, kemur fram að nýir eigendur hyggist reka hótelkeðjuna í óbreyttri mynd. Verður Páll L. Sigurjónsson áfram framkvæmdastjóri Keahótela. Keahótel eru þriðja stærsta hótelkeðja landsins með 624 herbergi á 8 hótelum sem staðsett eru á Akureyri, við Mývatn og í Reykjavík. Hótelin eru Apótek Hótel, Hótel Borg, Hótel Gígur, Hótel Kea, Hótel Norðurland, Reykjavík Lights, Skuggi Hótel og Storm Hótel. Þá stefnir félagið að opnun nýs 104 herbergja hótels í Reykjavík á árinu 2018. Tekjur Keahótela árið 2016 námu rúmum 4 milljörðum króna og fjöldi starfsmanna á háönn er um 300. Íslandsbanki hafði umsjón með söluferli Keahótela og var ráðgjafi seljenda. Logos veitti seljendum lögfræðiráðgjöf í tengslum við viðskiptin. Íslensk Verðbréf og Fjeldsted & Blöndal voru ráðgjafar kaupanda. Aðilar undirrituðu kaupsamning fyrr í sumar og hafa nú öll skilyrði samningsins verið uppfyllt. Nýir eigendur tóku við félaginu í dag, þann 18. ágúst 2017. „Við erum mjög ánægð að geta tilkynnt um kaup okkar á Keahótelum. Félagið á sér afar farsæla nær 20 ára sögu í ferðaþjónustu á Íslandi og er í dag þriðja stærsta hótelkeðja landsins. Hótel félagsins eru afar vel staðsett og félagið hefur getið sér gott orðspor fyrir góða þjónustu og vandaða hönnun hótela. Framundan eru spennandi tímar hjá félaginu þegar Exeter, nýtt 104 herbergja hótel, opnar við hafnarsvæðið í Reykjavík á næsta ári. Við teljum Keahótel í sterkri stöðu til að vaxa frekar og nýta þau tækifæri sem við sjáum til sóknar og samlegðar í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir John Rubini, stjórnarformaður og forstjóri JL Properties. „Ísland er frábært land til að fjárfesta og Pt Capital er spennt fyrir því að taka þátt í frekari uppbyggingu Keahótela í samstarfi við meðfjárfesta okkar frá Íslandi og Alaska. Íslenskur ferðaþjónustumarkaður hefur vaxið gríðarlega hratt undanfarin ár og við hlökkum til að vinna að því að viðhalda og styrkja gott orðspor Keahótela til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og aðra haghafa.” segir Hugh Short, stjórnarformaður og forstjóri Pt Capital. „Það hefur verið afar skemmtilegt og lærdómsríkt að taka þátt í uppbyggingu Keahótela og íslenskrar ferðaþjónustu undanfarin ár. Kaup sterkra erlendra fjárfesta á ráðandi hlut í félaginu endurspeglar að til staðar eru mörg tækifæri til sóknar og samlegðar í íslenskri ferðaþjónustu. Endurfjárfesting okkar í félaginu endurspeglar ennfremur trú okkar á framtíð félagsins. Um leið og við þökkum Horni fyrir gott samstarf bjóðum við nýja hluthafa velkomna í hópinn og hlökkum til að vinna með þeim að áframhaldandi framgangi félagsins.“ segir Kristján Grétarsson stjórnarformaður Keahótela „Það hefur verið mjög ánægjulegt að vera þátttakandi í vexti og viðgangi Keahótela undanfarin 3 ár. Félagið hefur á þeim tíma vaxið mikið og skipað sér sess sem ein stærsta hótelkeðja landsins. Við hjá Horni viljum þakka stjórn og starfsfólki Keahótela fyrir árangursríkt og gott samstarf og erum þess fullviss að félagið muni eflast enn frekar á komandi árum.“ segja framkvæmdastjórar hjá Horni II. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Búið er að ganga frá kaupum erlendra fjárfesta á 75 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Keahótelum, einni stærstu hótelkeðju landsins, samkvæmt heimildum Vísis. Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Pt Capital Advisors kaupir fimmtíu prósenta hlut í hótelkeðjunni og bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, sem er með aðsetur í Anchorage í Alsaka, 25 prósenta hlut. Stjórnarformaður og forstjóri JL Properties er Jonathan B. Rubini, en samkvæmt árlegri úttekt tímaritsins Forbes var hann ríkastur maður Alaska árið 2015. Félagið Tröllahvönn ehf., sem er í eigu Andra Gunnarssonar, Kristjáns M. Grétarssonar, Fannars Ólafssonar og Þórðar Hermanns Kolbeinssonar, sem átti 36 prósenta hlut í hótelkeðjunni, mun endurfjárfesta hluta af söluandvirðinu og eignast 25 prósenta hlut í Keahótelum. Heildarkaupverðið er 5,5 milljarðar króna, en gengið var frá greiðslu fyrr í dag, samkvæmt heimildum Vísis. Á meðal þeirra sem eru að selja hlut sinn í Keahótelum er Horn II, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, en um þrjú ár eru liðin síðan sjóðurinn festi kaup á 60 prósenta hlut í hótelkeðjunni, og Selen ehf., sem er í eigu Páls. L. Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra Keahótela. Pt Capital keypti fyrr á árinu helmingshlut í íslenska fjarskiptafélaginu Nova.Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður og forstjóri JL Properties.Hluthafar Keahótela settu félagið í söluferli í ársbyrjun, eins og greint var frá í Markaðnum 1. febrúar síðastliðinn, en það voru einkum erlendir fjárfestar sem sýndu hótelkeðjunni áhuga á meðan á ferlinu stóð, samkvæmt heimildum. Íslandsbanki var ráðgjafi seljenda við söluferlið.Uppfært kl. 13:48: Í tilkynningu frá Íslandsbanka, sem hafði umsjón með söluferlinu og var ráðgjafi seljenda, kemur fram að nýir eigendur hyggist reka hótelkeðjuna í óbreyttri mynd. Verður Páll L. Sigurjónsson áfram framkvæmdastjóri Keahótela. Keahótel eru þriðja stærsta hótelkeðja landsins með 624 herbergi á 8 hótelum sem staðsett eru á Akureyri, við Mývatn og í Reykjavík. Hótelin eru Apótek Hótel, Hótel Borg, Hótel Gígur, Hótel Kea, Hótel Norðurland, Reykjavík Lights, Skuggi Hótel og Storm Hótel. Þá stefnir félagið að opnun nýs 104 herbergja hótels í Reykjavík á árinu 2018. Tekjur Keahótela árið 2016 námu rúmum 4 milljörðum króna og fjöldi starfsmanna á háönn er um 300. Íslandsbanki hafði umsjón með söluferli Keahótela og var ráðgjafi seljenda. Logos veitti seljendum lögfræðiráðgjöf í tengslum við viðskiptin. Íslensk Verðbréf og Fjeldsted & Blöndal voru ráðgjafar kaupanda. Aðilar undirrituðu kaupsamning fyrr í sumar og hafa nú öll skilyrði samningsins verið uppfyllt. Nýir eigendur tóku við félaginu í dag, þann 18. ágúst 2017. „Við erum mjög ánægð að geta tilkynnt um kaup okkar á Keahótelum. Félagið á sér afar farsæla nær 20 ára sögu í ferðaþjónustu á Íslandi og er í dag þriðja stærsta hótelkeðja landsins. Hótel félagsins eru afar vel staðsett og félagið hefur getið sér gott orðspor fyrir góða þjónustu og vandaða hönnun hótela. Framundan eru spennandi tímar hjá félaginu þegar Exeter, nýtt 104 herbergja hótel, opnar við hafnarsvæðið í Reykjavík á næsta ári. Við teljum Keahótel í sterkri stöðu til að vaxa frekar og nýta þau tækifæri sem við sjáum til sóknar og samlegðar í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir John Rubini, stjórnarformaður og forstjóri JL Properties. „Ísland er frábært land til að fjárfesta og Pt Capital er spennt fyrir því að taka þátt í frekari uppbyggingu Keahótela í samstarfi við meðfjárfesta okkar frá Íslandi og Alaska. Íslenskur ferðaþjónustumarkaður hefur vaxið gríðarlega hratt undanfarin ár og við hlökkum til að vinna að því að viðhalda og styrkja gott orðspor Keahótela til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og aðra haghafa.” segir Hugh Short, stjórnarformaður og forstjóri Pt Capital. „Það hefur verið afar skemmtilegt og lærdómsríkt að taka þátt í uppbyggingu Keahótela og íslenskrar ferðaþjónustu undanfarin ár. Kaup sterkra erlendra fjárfesta á ráðandi hlut í félaginu endurspeglar að til staðar eru mörg tækifæri til sóknar og samlegðar í íslenskri ferðaþjónustu. Endurfjárfesting okkar í félaginu endurspeglar ennfremur trú okkar á framtíð félagsins. Um leið og við þökkum Horni fyrir gott samstarf bjóðum við nýja hluthafa velkomna í hópinn og hlökkum til að vinna með þeim að áframhaldandi framgangi félagsins.“ segir Kristján Grétarsson stjórnarformaður Keahótela „Það hefur verið mjög ánægjulegt að vera þátttakandi í vexti og viðgangi Keahótela undanfarin 3 ár. Félagið hefur á þeim tíma vaxið mikið og skipað sér sess sem ein stærsta hótelkeðja landsins. Við hjá Horni viljum þakka stjórn og starfsfólki Keahótela fyrir árangursríkt og gott samstarf og erum þess fullviss að félagið muni eflast enn frekar á komandi árum.“ segja framkvæmdastjórar hjá Horni II.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira