Tóku upp plötu í rólegheitum á Grænlandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. ágúst 2017 11:45 Stereo Hypnosis og Futuregrapher mættir til Grænlands. Mynd/Aðsend „Við fórum til að spila á tónlistarhátíðinni Arctic Sounds sem er stærsta hátíð Grænlands og er haldin í Sisimiut, þetta er norrænt samstarf þar sem hljómsveitir frá öllum Norðurlöndunum spila. Við erum í rosa skemmtilegu gömlu húsi þarna í bænum og það slysaðist eiginlega þannig að við ákváðum að henda í plötu. Við fórum í stúdíó og platan var tekin upp á tveggja rása upptöku – í einni töku, þetta er eiginlega spunatónverk sem heppnaðist svo vel að við ákváðum að gefa það út sem plötu. Það var aldrei ætlunin að gera þessa plötu, við fórum bara út saman og spiluðum hver í sínu lagi og svo gerðist þetta. Það hefur samt alltaf verið pínu draumur að við myndum gera plötu saman,“ segir Pan Thorarensen úr hljómsveitinni Stereo Hypnosis sem tók upp plötuna Toqqissivoq með tónlistarmanninum Futuregrapher í Sisimiut á Grænlandi. Hljómsveitina Stereo Hypnosis skipa þeir Pan Thorarensen, Óskar Thorarensen og Þorkell Atlason en þeir hafa gefið út tvær breiðskífur auk Toqqissivoq. Futuregrapher er Árni Grétar Jóhannesson og hefur hann verið, ásamt Stereo Hypnosis og fleirum, í fremstu línu í íslenska raftónlistarheiminum. Nafn plötunnar merkir að vera rólegur á grænlensku og segir Pan það fanga nákvæmlega tilfinninguna sem átti sér stað við gerð plötunnar. Þeir voru líka duglegir við að taka myndir og myndbönd í ferðinni og héldu útgáfutónleika sem í leiðinni voru sýning á ljósmyndum og myndböndum teknum í Sisimiut. „Þetta er rosalega skemmtilegur staður. Þetta er um það bil fimm þúsund manna bær og ekkert margir sem slysast þangað. Flestir fara til Kulusuq eða Nuuk kannski. Það er líka vesen að komast þangað – maður þarf að fljúga til Nuuk og taka rellu yfir, þetta er svolítið ævintýri.“ Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við fórum til að spila á tónlistarhátíðinni Arctic Sounds sem er stærsta hátíð Grænlands og er haldin í Sisimiut, þetta er norrænt samstarf þar sem hljómsveitir frá öllum Norðurlöndunum spila. Við erum í rosa skemmtilegu gömlu húsi þarna í bænum og það slysaðist eiginlega þannig að við ákváðum að henda í plötu. Við fórum í stúdíó og platan var tekin upp á tveggja rása upptöku – í einni töku, þetta er eiginlega spunatónverk sem heppnaðist svo vel að við ákváðum að gefa það út sem plötu. Það var aldrei ætlunin að gera þessa plötu, við fórum bara út saman og spiluðum hver í sínu lagi og svo gerðist þetta. Það hefur samt alltaf verið pínu draumur að við myndum gera plötu saman,“ segir Pan Thorarensen úr hljómsveitinni Stereo Hypnosis sem tók upp plötuna Toqqissivoq með tónlistarmanninum Futuregrapher í Sisimiut á Grænlandi. Hljómsveitina Stereo Hypnosis skipa þeir Pan Thorarensen, Óskar Thorarensen og Þorkell Atlason en þeir hafa gefið út tvær breiðskífur auk Toqqissivoq. Futuregrapher er Árni Grétar Jóhannesson og hefur hann verið, ásamt Stereo Hypnosis og fleirum, í fremstu línu í íslenska raftónlistarheiminum. Nafn plötunnar merkir að vera rólegur á grænlensku og segir Pan það fanga nákvæmlega tilfinninguna sem átti sér stað við gerð plötunnar. Þeir voru líka duglegir við að taka myndir og myndbönd í ferðinni og héldu útgáfutónleika sem í leiðinni voru sýning á ljósmyndum og myndböndum teknum í Sisimiut. „Þetta er rosalega skemmtilegur staður. Þetta er um það bil fimm þúsund manna bær og ekkert margir sem slysast þangað. Flestir fara til Kulusuq eða Nuuk kannski. Það er líka vesen að komast þangað – maður þarf að fljúga til Nuuk og taka rellu yfir, þetta er svolítið ævintýri.“
Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira