Willum Þór Þórsson: Í kvöld guggnaði dómarinn á því að dæma augljósa vítaspyrnu Smári Jökull Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 21:55 Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. Vísir/Anton Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var líklega sá þjálfari, í leik KR og Vals í Pepsi-deildinni í kvöld, sem var ósáttari við stigið sem liðin urðu að sætta sig við. En var þetta gott stig eða tvö töpuð stig? „Ég veit ekki hvað skal segja, við erum að spila á móti frábæru liði. Þetta var svona toppfótbolti eins og hann gerist bestur, bæði lið komu til leiks vel skipulögð og gáfu fá færi á sér. Við vildum auðvitað taka öll stigin og fannst við fá færi til þess og í svona leik þar sem lítið skilur í milli þá vill maður fá það sem maður á skilið“. Willum var svekktur að dómari leiksins hafi ekki dæmt víti í seinni hálfleik og var spurður í kjölfarið út í það hvort að KR hafi verið heppnir á móti að missa ekki mann af velli þegar Aron Bjarki Jósepsson braut harkalega á sér í fyrri hálfleik. „Í kvöld guggnaði dómarinn á því að dæma augljósa vítaspyrnu og það er bara dýrt. Mér fannst við ekki heppnir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik, Haukur Páll straujaði svona sjö eða átta manns hérna í kvöld og það var alltaf verið að tala við hann en um leið og okkar maður fer í fyrsta brot og þá er beint sveiflað gula á hann. Það er algjörlega fáránlegt, það er maður sparkaður út úr leiknum hjá okkur og það var ekki einu sinni veitt viðtal. Þeir böðluðust á okkur út um allan völl. Mér fannst þetta bara ekki boðlegt“. Willum var spurður að því hvað stigið myndi gera fyrir KR. „Við erum bara á þeim stað að taka bara einn leik í einu og gefa allt í þann leik. Við höfum verið að spila mjög vel undanfarið og það er ekkert hægt að segja á móti jafnsterku liði og Val þegar niðurstaðan er jafntefli. Þetta eru tvö frábær lið og það mátti lítið á milli mæla og þetta er niðurstaðan og hún er líklega sanngjörn“. Að lokum var Willum spurður út í aðstæðurnar í dag en hann kvartaði undan þeim í seinustu umferð en í dag voru þær frábærar. „Aðstæðurnar í dag voru frábærar og mér fannst bæði liðin mjög vel skipulögð og ég hef alveg smekk fyrir svona fótbolta. Þar sem allir gefa allt í leikinn og liðin gefa fá færi á sér, þetta var kraftmikill fótboltaleikur þannig að mér fannst þetta flottur fótbolti hérna í dag hjá báðum liðum“. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var líklega sá þjálfari, í leik KR og Vals í Pepsi-deildinni í kvöld, sem var ósáttari við stigið sem liðin urðu að sætta sig við. En var þetta gott stig eða tvö töpuð stig? „Ég veit ekki hvað skal segja, við erum að spila á móti frábæru liði. Þetta var svona toppfótbolti eins og hann gerist bestur, bæði lið komu til leiks vel skipulögð og gáfu fá færi á sér. Við vildum auðvitað taka öll stigin og fannst við fá færi til þess og í svona leik þar sem lítið skilur í milli þá vill maður fá það sem maður á skilið“. Willum var svekktur að dómari leiksins hafi ekki dæmt víti í seinni hálfleik og var spurður í kjölfarið út í það hvort að KR hafi verið heppnir á móti að missa ekki mann af velli þegar Aron Bjarki Jósepsson braut harkalega á sér í fyrri hálfleik. „Í kvöld guggnaði dómarinn á því að dæma augljósa vítaspyrnu og það er bara dýrt. Mér fannst við ekki heppnir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik, Haukur Páll straujaði svona sjö eða átta manns hérna í kvöld og það var alltaf verið að tala við hann en um leið og okkar maður fer í fyrsta brot og þá er beint sveiflað gula á hann. Það er algjörlega fáránlegt, það er maður sparkaður út úr leiknum hjá okkur og það var ekki einu sinni veitt viðtal. Þeir böðluðust á okkur út um allan völl. Mér fannst þetta bara ekki boðlegt“. Willum var spurður að því hvað stigið myndi gera fyrir KR. „Við erum bara á þeim stað að taka bara einn leik í einu og gefa allt í þann leik. Við höfum verið að spila mjög vel undanfarið og það er ekkert hægt að segja á móti jafnsterku liði og Val þegar niðurstaðan er jafntefli. Þetta eru tvö frábær lið og það mátti lítið á milli mæla og þetta er niðurstaðan og hún er líklega sanngjörn“. Að lokum var Willum spurður út í aðstæðurnar í dag en hann kvartaði undan þeim í seinustu umferð en í dag voru þær frábærar. „Aðstæðurnar í dag voru frábærar og mér fannst bæði liðin mjög vel skipulögð og ég hef alveg smekk fyrir svona fótbolta. Þar sem allir gefa allt í leikinn og liðin gefa fá færi á sér, þetta var kraftmikill fótboltaleikur þannig að mér fannst þetta flottur fótbolti hérna í dag hjá báðum liðum“.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira