Gunnlaugur: Högg í magann að tapa þessu Smári Jökull Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 20:33 Gunnlaugur Jónsson segir að Skagamenn muni ekki gefast upp þrátt fyrir erfiða stöðu í Pepsi-deildinni. vísir/ernir „Fyrst og fremst eru þetta gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við byrja leikinn vel og erum betri aðilinn fyrstu 30-35 mínúturnar. Við fáum ágæt færi en þeir fá síðan færi undir lok fyrri hálfleiks. Við byrjum síðan aftur sterkt og komust yfir og í stöðunni 2-1 hélt ég að við myndum loka hreinlega markinu. Því miður þá gefum við þetta frá okkur með frekar slökum varnarleik,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA eftir grátlegt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld. Skagamenn komust tvisvar yfir í dag en misstu forystuna niður áður en Grindvíkingar skoruðu sigurmarkið þegar sex mínútur voru eftir. „Það sem við náum upp gegn KR er ofboðslegur þéttleiki og hrikaleg vinnusemi þar sem hjálparvörn var alltaf til staðar. Við erum opnir í dag full glannalega og við erum ekki eins þéttir og við vorum gegn KR. Það er eitthvað sem ég er ósáttur með og við þurfum að skoða það og laga.“ Grindvíkingar skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í dag og voru Skagamenn sérstaklega ósáttir með seinna vítið sem annar aðstoðardómarinn dæmdi. Hvað fannst Gunnlaugi um þessa dóma? „Því miður er ég ekki í nógu góðri aðstöðu til að sjá það. Mér fannst seinna vítið frekar „soft“ eftir því sem leikmenn segja. Við eigum klárlega að fá víti í fyrri hálfleik en svona er þetta. Við þurfum bara að horfa í næsta leik og það er heldur betur stórleikur gegn ÍBV,“ en ÍA er þremur stigum á eftir Eyjamönnum í neðsta sæti deildarinnar og á ÍBV leik til góða gegn Ólsurum á miðvikudag. „Við ætluðum að koma hingað í dag og taka þrjú stig. Það er ljóst að við þurfum að gíra okkur hrikalega upp gegn ÍBV og vinnan í þessari viku snýst um það hvernig við ætlum að ná í þrjú stig.“ „Þetta er vissulega högg í magann að ná forystu tvisvar og tapa svo leiknum. Við þurfum að vera menn að taka því og vera menn að mæta til leiks á Akranesi. Það er enn von og á meðan hún er þá gefumst við ekki upp.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍA 3-2 | Grindavík með langþráðan sigur ÍA situr á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Þeir verða að sækja sigur í Grindavík. 14. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
„Fyrst og fremst eru þetta gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við byrja leikinn vel og erum betri aðilinn fyrstu 30-35 mínúturnar. Við fáum ágæt færi en þeir fá síðan færi undir lok fyrri hálfleiks. Við byrjum síðan aftur sterkt og komust yfir og í stöðunni 2-1 hélt ég að við myndum loka hreinlega markinu. Því miður þá gefum við þetta frá okkur með frekar slökum varnarleik,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA eftir grátlegt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld. Skagamenn komust tvisvar yfir í dag en misstu forystuna niður áður en Grindvíkingar skoruðu sigurmarkið þegar sex mínútur voru eftir. „Það sem við náum upp gegn KR er ofboðslegur þéttleiki og hrikaleg vinnusemi þar sem hjálparvörn var alltaf til staðar. Við erum opnir í dag full glannalega og við erum ekki eins þéttir og við vorum gegn KR. Það er eitthvað sem ég er ósáttur með og við þurfum að skoða það og laga.“ Grindvíkingar skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í dag og voru Skagamenn sérstaklega ósáttir með seinna vítið sem annar aðstoðardómarinn dæmdi. Hvað fannst Gunnlaugi um þessa dóma? „Því miður er ég ekki í nógu góðri aðstöðu til að sjá það. Mér fannst seinna vítið frekar „soft“ eftir því sem leikmenn segja. Við eigum klárlega að fá víti í fyrri hálfleik en svona er þetta. Við þurfum bara að horfa í næsta leik og það er heldur betur stórleikur gegn ÍBV,“ en ÍA er þremur stigum á eftir Eyjamönnum í neðsta sæti deildarinnar og á ÍBV leik til góða gegn Ólsurum á miðvikudag. „Við ætluðum að koma hingað í dag og taka þrjú stig. Það er ljóst að við þurfum að gíra okkur hrikalega upp gegn ÍBV og vinnan í þessari viku snýst um það hvernig við ætlum að ná í þrjú stig.“ „Þetta er vissulega högg í magann að ná forystu tvisvar og tapa svo leiknum. Við þurfum að vera menn að taka því og vera menn að mæta til leiks á Akranesi. Það er enn von og á meðan hún er þá gefumst við ekki upp.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍA 3-2 | Grindavík með langþráðan sigur ÍA situr á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Þeir verða að sækja sigur í Grindavík. 14. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - ÍA 3-2 | Grindavík með langþráðan sigur ÍA situr á botni deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Þeir verða að sækja sigur í Grindavík. 14. ágúst 2017 21:15
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn