Ólafía Þórunn hefur staðið sig mjög vel á sínu fyrsta tímabili á bandarísku atvinnumannamótaröðinni en hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á LPGA-mótaröðina.
Ólafía Þórunn stóð í síðustu viku fyrir góðgerðargolfmóti á Leirdalsvellinum í samvinnu við KPMG. Alls söfnuðust fjórar milljónir til styrktar Barnaspítali Hringsins.
Ólafía Þórunn mætti á Barnaspítala Hringsins með veglega ávísun upp á fjórar milljónir króna sem söfnuðust í mótinu og gaf sér einnig tíma til að gleðja krakkana.
Ótrúlega skemmtilegt að afhenda Barnaspítala Hringsins peninginn sem safnaðist í góðgerðarmótinu með KPMG. Takk @jonjonssonmusic fyrir að koma og stækka hjarta okkar allra um nokkur númer! #verumgóð
A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Aug 11, 2017 at 1:04am PDT
Ólafía Þórunn ætlar sér hinsvegar að gera fleiri góðverk. Hún setti stuttan pistil inn á fésbókarsíðu sína þar sem hún biðlar til Íslendinga um að gera góðverk líka.
„Ég skora á ykkur að vera með! Markmiðið mitt er að gera samtals 10 góðverk, stór sem smá. Ég er komin með 5 nú þegar. Í nútímanum snúast samfélagsmiðlar allt of mikið um að monta sig hversu fullkomið líf manns er, sýnið frekar hversu góðar manneskjur þið eruð. Alvöru hamingja er að hjálpa og gleðja aðra,“ skrifaði Ólafía Þórunn en það má lesa pistilinn hennar hér fyrir neðan.