Framtíð íslenskrar bransamennsku Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. ágúst 2017 10:00 Teymið bakvið hiphop hátíðina er allt saman fætt eftir 2000. Vísir/Andri Marinó „Þetta er annað skiptið okkar í ár – þetta byrjaði í fyrra með því að ég fékk hugmynd og hafði samband við nokkra vini mína og sagði þeim frá hugmyndinni eftir að ég hafði sent inn umsókn til Reykjavíkurborgar til að fá að halda þetta. Við fengum smávegis styrk og þá byrjuðum við að þróa hugmyndina sem endaði í hiphop-partíi Menningarnætur. Í fyrra vorum við meira að strögla í gegnum þetta ferli því að við vissum eiginlega ekkert hvað við vorum að gera. En við enduðum á að halda mjög góða tónleika. Í ár fórum við að skoða að gera þetta aftur, sóttum um betri styrk – og fengum og það stefnir í algjöra neglu,“ segir Snorri Ástráðsson en hann og Jason Daði, Róbert Vilhjálmur, Egill Orri, Þorsteinn Hængur og Úlfur Stígsson halda Hiphop-hátíð á Ingólfstorgi á Menningarnótt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin verður haldin, en í fyrra mættu yfir 3.000 manns á hana. Þetta væri nú svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þessir piltar sem halda hátíðina eru allir fæddir árið 2000, nema Snorri sem fæddist ári síðar. Þeir hafa ekki fengið neina aðstoð við þetta – nema smávegis hjálp frá Agli Ástráðssyni, bróður Snorra, en hann er umboðsmaður stórrar sneiðar íslenska rappbransans.Frá hátíðinni í fyrra.„Við sögðum við okkur sjálfa að ef það mættu 500 manns værum við sáttir. Klukkan sjö vorum við komnir í létt „panic“ því að það voru kannski 300 mættir – en um átta bættust við þúsund og eftir það bættist hellingur við og þetta endaði í 3.000-3.500 manns.“ Í fyrra komu til að mynda fram GKR, Aron Can og Gísli Pálmi og hátíðin fór fram á horni Vatnsstígs og Hverfisgötu. „Við verðum á Ingólfstorgi í ár. Við munum tilkynna um hverjir spila í partíi í Húrra Reykjavík á miðvikudaginn þar sem verða plötusnúðar og við sýnum myndband sem við erum búnir að gera þar sem allir listamennirnir verða tilkynntir – en þetta verður bara stærra núna en í fyrra. Ég fékk til dæmis vin minn sem vinnur í þessum bransa til að hanna svið fyrir mig, hanna ljósakerfin og hvernig við setjum þetta upp. Svo erum við á fullu að semja við styrktaraðila og svona,“ segir Snorri. Liggur ekki beinast við að þið gerið skemmtanabransann að ævistarfi? „Ég býst við því, ég hef allavega enga löngun til að vinna frá níu til fimm. Ég held að þetta sé bara málið.“ Menningarnótt Tónlist Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er annað skiptið okkar í ár – þetta byrjaði í fyrra með því að ég fékk hugmynd og hafði samband við nokkra vini mína og sagði þeim frá hugmyndinni eftir að ég hafði sent inn umsókn til Reykjavíkurborgar til að fá að halda þetta. Við fengum smávegis styrk og þá byrjuðum við að þróa hugmyndina sem endaði í hiphop-partíi Menningarnætur. Í fyrra vorum við meira að strögla í gegnum þetta ferli því að við vissum eiginlega ekkert hvað við vorum að gera. En við enduðum á að halda mjög góða tónleika. Í ár fórum við að skoða að gera þetta aftur, sóttum um betri styrk – og fengum og það stefnir í algjöra neglu,“ segir Snorri Ástráðsson en hann og Jason Daði, Róbert Vilhjálmur, Egill Orri, Þorsteinn Hængur og Úlfur Stígsson halda Hiphop-hátíð á Ingólfstorgi á Menningarnótt. Þetta er í annað sinn sem hátíðin verður haldin, en í fyrra mættu yfir 3.000 manns á hana. Þetta væri nú svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þessir piltar sem halda hátíðina eru allir fæddir árið 2000, nema Snorri sem fæddist ári síðar. Þeir hafa ekki fengið neina aðstoð við þetta – nema smávegis hjálp frá Agli Ástráðssyni, bróður Snorra, en hann er umboðsmaður stórrar sneiðar íslenska rappbransans.Frá hátíðinni í fyrra.„Við sögðum við okkur sjálfa að ef það mættu 500 manns værum við sáttir. Klukkan sjö vorum við komnir í létt „panic“ því að það voru kannski 300 mættir – en um átta bættust við þúsund og eftir það bættist hellingur við og þetta endaði í 3.000-3.500 manns.“ Í fyrra komu til að mynda fram GKR, Aron Can og Gísli Pálmi og hátíðin fór fram á horni Vatnsstígs og Hverfisgötu. „Við verðum á Ingólfstorgi í ár. Við munum tilkynna um hverjir spila í partíi í Húrra Reykjavík á miðvikudaginn þar sem verða plötusnúðar og við sýnum myndband sem við erum búnir að gera þar sem allir listamennirnir verða tilkynntir – en þetta verður bara stærra núna en í fyrra. Ég fékk til dæmis vin minn sem vinnur í þessum bransa til að hanna svið fyrir mig, hanna ljósakerfin og hvernig við setjum þetta upp. Svo erum við á fullu að semja við styrktaraðila og svona,“ segir Snorri. Liggur ekki beinast við að þið gerið skemmtanabransann að ævistarfi? „Ég býst við því, ég hef allavega enga löngun til að vinna frá níu til fimm. Ég held að þetta sé bara málið.“
Menningarnótt Tónlist Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“