Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2017 23:15 Thomas á lokaflötinni í dag. Vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari á 99. PGA-meistaramótinu í golfi á Quail Hollow-vellinum í Bandaríkjunum en hann lauk leik á átta höggum undir pari með tveggja högga forskot á næstu kylfinga. Er þetta í fyrsta skiptið sem hinn 24 árs gamli Thomas fagnar sigri á einu af fjórum risamótum ársins en hann varð um leið fjórði yngsti kylfingurinn til þess að vinna PGA-meistaramótið. Fram að deginum í dag hafði mest verið talað um Kevin Kisner og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn en þeir höfðust skipst á forskotinu undanfarna daga og var Thomas þremur höggum á eftir Kisner fyrir lokadaginn. Thomas fékk enga draumabyrjun, skolli á fyrstu og þriðju braut dagsins með fugli á milli þýddi að hann dróst strax aftur úr en tveir fuglar á 7. og 9. holu þýddu að hann var undir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Á tíundu holu fékk Thomas ótrúlegan fugl en púttið fyrir fugli stöðvaði á holubrúninni en eftir fimm sekúndna bið féll það loksins en myndband af því má sjá hér fyrir neðan. Fylgdu því tvö pör áður en Thomas sýndi töfrana á nýjan leik, nú setti hann niður stutt innáhögg fyrir fugli á þrettándu holu sem gaf honum tveggja högga forskot á efstu kylfingana. Myndband af því má einnig sjá hér neðst í fréttinni. Síðustu þrjár holur vallarins reyndust kylfingum hausverkur alla helgina en Thomas setti niður fugl á sautjándu braut eftir frábært innáhögg. Gat hann því leyft sér að vera rólegur yfir skolla á lokaholunni, aðrir kylfingar þurftu kraftaverk til að ná honum. Franseco Molinari, Patrick Reed og Louis Oosthuizen komu næstir á sex höggum undir pari en Kisner (+3) og Matsuyama (+1) náðu sér engan vegin á strik í dag og lentu í 5. og 7. sæti.A championship moment. #PGAChamp pic.twitter.com/M3y5kC3P6U— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Two-shot lead! JT chips in at 12 to move to 8-under #PGAChamp Watch LIVE: https://t.co/mT5mpu9yEU pic.twitter.com/X9p4jECtG5— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Justin Thomas secures his 1st major championship trophy and becomes the 4th-youngest player to win the #PGAChamp in the stroke play era. pic.twitter.com/wqU6Wiw8EC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 13, 2017 Golf Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas stóð uppi sem sigurvegari á 99. PGA-meistaramótinu í golfi á Quail Hollow-vellinum í Bandaríkjunum en hann lauk leik á átta höggum undir pari með tveggja högga forskot á næstu kylfinga. Er þetta í fyrsta skiptið sem hinn 24 árs gamli Thomas fagnar sigri á einu af fjórum risamótum ársins en hann varð um leið fjórði yngsti kylfingurinn til þess að vinna PGA-meistaramótið. Fram að deginum í dag hafði mest verið talað um Kevin Kisner og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn en þeir höfðust skipst á forskotinu undanfarna daga og var Thomas þremur höggum á eftir Kisner fyrir lokadaginn. Thomas fékk enga draumabyrjun, skolli á fyrstu og þriðju braut dagsins með fugli á milli þýddi að hann dróst strax aftur úr en tveir fuglar á 7. og 9. holu þýddu að hann var undir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Á tíundu holu fékk Thomas ótrúlegan fugl en púttið fyrir fugli stöðvaði á holubrúninni en eftir fimm sekúndna bið féll það loksins en myndband af því má sjá hér fyrir neðan. Fylgdu því tvö pör áður en Thomas sýndi töfrana á nýjan leik, nú setti hann niður stutt innáhögg fyrir fugli á þrettándu holu sem gaf honum tveggja högga forskot á efstu kylfingana. Myndband af því má einnig sjá hér neðst í fréttinni. Síðustu þrjár holur vallarins reyndust kylfingum hausverkur alla helgina en Thomas setti niður fugl á sautjándu braut eftir frábært innáhögg. Gat hann því leyft sér að vera rólegur yfir skolla á lokaholunni, aðrir kylfingar þurftu kraftaverk til að ná honum. Franseco Molinari, Patrick Reed og Louis Oosthuizen komu næstir á sex höggum undir pari en Kisner (+3) og Matsuyama (+1) náðu sér engan vegin á strik í dag og lentu í 5. og 7. sæti.A championship moment. #PGAChamp pic.twitter.com/M3y5kC3P6U— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Two-shot lead! JT chips in at 12 to move to 8-under #PGAChamp Watch LIVE: https://t.co/mT5mpu9yEU pic.twitter.com/X9p4jECtG5— PGA of America (@PGA) August 13, 2017 Justin Thomas secures his 1st major championship trophy and becomes the 4th-youngest player to win the #PGAChamp in the stroke play era. pic.twitter.com/wqU6Wiw8EC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 13, 2017
Golf Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Sjá meira