Kisner leiðir fyrir lokahringinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. ágúst 2017 23:45 Kisner er einum hring frá fyrsta sigrinum á einu af risamótunum fjórum. Vísir/Getty Kevin Kisner er með eins högga forskot á Chris Shroud og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi sem fer fram í Bandaríkjunum þessa helgina. Þriðji hringurinn tók langan tíma og mátti sjá það á efstu kylfingum að þeir voru þreytulegir er þeir komu loksins í hús nú rétt fyrir miðnætti á íslenskum tíma. Kisner og Hideki Matsuyama deildu efsta sætinu fyrir þriðja hringinn á átta höggum undir pari en þeir léku báðir yfir pari í dag, Kisner á einu höggi yfir pari en Matsuyama á tveimur höggum yfir pari. Kisner er því átján holum frá því að fagna sigri á einu af fjórum risamótum ársins í fyrsta sinn á ferlinum en besti árangur hans á einu af stórmótunum er þegar hann deildi 12. sæti á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2015. Stroud lék á parinu og saxaði með því á Kisner á toppnum en þeir Shroud og Matsuyama eru einu höggi á eftir Kisner en Justin Thomas og Louis Oosthuizen eru á fimm höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kisner. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti ári 2016 náði sér engan vegin á strik í dag en hann var á sex höggum yfir pari og er á parinu eftir þrjá hringi. Fékk hann fjórfaldan skolla á lokaholu dagsins eftir skrautleg innáhögg þar sem hann týndi meðal annars bolta en hann fékk fjóra skolla, einn skramba og fjórfaldan skolla á þriðja hring. Golf Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kevin Kisner er með eins högga forskot á Chris Shroud og Hideki Matsuyama fyrir lokahringinn á PGA-meistaramótinu í golfi sem fer fram í Bandaríkjunum þessa helgina. Þriðji hringurinn tók langan tíma og mátti sjá það á efstu kylfingum að þeir voru þreytulegir er þeir komu loksins í hús nú rétt fyrir miðnætti á íslenskum tíma. Kisner og Hideki Matsuyama deildu efsta sætinu fyrir þriðja hringinn á átta höggum undir pari en þeir léku báðir yfir pari í dag, Kisner á einu höggi yfir pari en Matsuyama á tveimur höggum yfir pari. Kisner er því átján holum frá því að fagna sigri á einu af fjórum risamótum ársins í fyrsta sinn á ferlinum en besti árangur hans á einu af stórmótunum er þegar hann deildi 12. sæti á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2015. Stroud lék á parinu og saxaði með því á Kisner á toppnum en þeir Shroud og Matsuyama eru einu höggi á eftir Kisner en Justin Thomas og Louis Oosthuizen eru á fimm höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kisner. Jason Day sem fagnaði sigri á þessu móti ári 2016 náði sér engan vegin á strik í dag en hann var á sex höggum yfir pari og er á parinu eftir þrjá hringi. Fékk hann fjórfaldan skolla á lokaholu dagsins eftir skrautleg innáhögg þar sem hann týndi meðal annars bolta en hann fékk fjóra skolla, einn skramba og fjórfaldan skolla á þriðja hring.
Golf Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira