Fínasta veiði í Apavatni Karl Lúðvíksson skrifar 12. ágúst 2017 11:00 Apavatn hefur ekki oft verið nefnt á nafn sem vinsælt veiðivatn sem er eiginlega hálf skrítið því vatnið getur verið mjög gjöfult. Í vatninu er urriði sem er yfirleitt um 1-3 pund en það hefur veiðst nokkuð af stærri fisk í sumar og til að mynda var veiðimaður þar fyrir tveimur dögum síðan með fallegan afla upp á níu fiska og voru þær frá þremur upp í fimm pund. Við höfum fengið nokkrar ábendingar um góða veiðií vatninu í sumar og þá hefur að sama skapi aukist umferð veiðimanna við vatnið. Fiskurinn virðist vera taka vel og eins og venjulega virðast ljósaskiptin á morgnana og kvöldin gefa best. Í næsta nágrenni er svo Laugarvatn og veiðin þar í sumar hefur að sama skapi verið ágæt og þeir sem þekkja vatnið vel veiða auðvitað betur en aðrir. Bleikjan í vatninu er feit og falleg en það er haft á orði að hún sé ein besta bleikjan sem hægt er að fá í matinn úr vötnunum á suðurlandi og hefur gnægð fæðuframboðs mikið um það að segja. Hólaá hefur að sama skapi verið gjöful í sumar og þar hafa að venju veiðst nokkrir rígvænir urriðar en þeir sem þekkja Hólaá best segja að þar fari nú í gang skemmtilegasti tíminn í ánni. Mest lesið Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði Láttu vöðlurnar endast lengur Veiði 90 sm hrygna við opnun Langár Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði
Apavatn hefur ekki oft verið nefnt á nafn sem vinsælt veiðivatn sem er eiginlega hálf skrítið því vatnið getur verið mjög gjöfult. Í vatninu er urriði sem er yfirleitt um 1-3 pund en það hefur veiðst nokkuð af stærri fisk í sumar og til að mynda var veiðimaður þar fyrir tveimur dögum síðan með fallegan afla upp á níu fiska og voru þær frá þremur upp í fimm pund. Við höfum fengið nokkrar ábendingar um góða veiðií vatninu í sumar og þá hefur að sama skapi aukist umferð veiðimanna við vatnið. Fiskurinn virðist vera taka vel og eins og venjulega virðast ljósaskiptin á morgnana og kvöldin gefa best. Í næsta nágrenni er svo Laugarvatn og veiðin þar í sumar hefur að sama skapi verið ágæt og þeir sem þekkja vatnið vel veiða auðvitað betur en aðrir. Bleikjan í vatninu er feit og falleg en það er haft á orði að hún sé ein besta bleikjan sem hægt er að fá í matinn úr vötnunum á suðurlandi og hefur gnægð fæðuframboðs mikið um það að segja. Hólaá hefur að sama skapi verið gjöful í sumar og þar hafa að venju veiðst nokkrir rígvænir urriðar en þeir sem þekkja Hólaá best segja að þar fari nú í gang skemmtilegasti tíminn í ánni.
Mest lesið Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði Láttu vöðlurnar endast lengur Veiði 90 sm hrygna við opnun Langár Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði