Þessi tónlist valdi mig en ekki ég hana Magnús Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2017 12:00 Svanur Vilbergsson, gítarleikari ætlar að taka við keflinu á tónleikaröðinni Reykjavík Classics á mánudaginn. Tónleikaröðin Reykjavík Classics er óvenjuleg nýjung inn í tónleikalandslagið á Íslandi enda tengdari menningarlegri ferðaþjónustu en gengur og gerist. Tónleikararnir eru þó auðvitað ekkert síður fyrir Íslendinga því þar gefst tækifæri til þess að kynnast klassískri tónlist á aðgengilegum tónleikum í sjálfum Eldborgarsal Hörpu en betri hljómburð er erfitt að finna á landinu. Margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum hafa leikið þekkta kammertónlist á tónleikaröðinni í sumar og á mánudaginn ætlar Svanur Vilbersson gítarleikari að taka við keflinu. Tónleikarnir fara fram tvisvar á dag, kl. 12.30 og 15.30, og Svanur ætlar að vera að í þrjá daga. Hann segir að þessir tónleikar séu skemmtilegt tækifæri fyrir fólk sem er á ferðinni til að upplifa Eldborgarsalinn sem sé vissulega einstakur. „Það er í raun sjaldan sem gefst færi á því að upplifa kammer- og einleikstónlist í þessum sal og það er líka frábært tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn að flytja sína tónlist þarna við þessar aðstæður.“ Svanur ætlar að sitja einn á stóra sviði Eldborgarsalarins með sinn gítar en hvað skyldi hann ætla að spila? „Ég ætla að spila svona frekar þekkt verk fyrir klassískan gítar. Byrja á því að spila úr Lútusvítu eftir Bach og síðan soldið af spænskum verkum eftir Granados, Albeniz og Tárreca en þetta eru með þekktari verkum fyrir gítar. Frekar rómantískt og aðgengilegt þannig að það þarf ekki að vera ýkja reyndur hlustandi til þess að koma á tónleikana og njóta þeirra til fulls.“ Svanur segir að hann hafi lært að mestu erlendis og verið kominn til Englands í nám aðeins sautján ára gamall. „Ég byrjaði þar en er líka búinn að vera á Spáni og svo mest í Hollandi þaðan sem ég hef mína háskólamenntun.“ En hvað er það við klassíska gítarinn sem heillar? Hvers vegna skyldi Svanur ekki hafa farið í rokk og ról? „Ég byrjaði á því að fara í rokk og ról en svo þróaðist þetta bara svona. Þessi tónlist togaði í mig og fljótlega varð þetta ekki spurning um neitt annað. Það var þessi tónlist sem valdi mig en ekki ég hana. Er það ekki klassískt svar við þessu?“ segir Svanur léttur. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tónleikaröðin Reykjavík Classics er óvenjuleg nýjung inn í tónleikalandslagið á Íslandi enda tengdari menningarlegri ferðaþjónustu en gengur og gerist. Tónleikararnir eru þó auðvitað ekkert síður fyrir Íslendinga því þar gefst tækifæri til þess að kynnast klassískri tónlist á aðgengilegum tónleikum í sjálfum Eldborgarsal Hörpu en betri hljómburð er erfitt að finna á landinu. Margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum hafa leikið þekkta kammertónlist á tónleikaröðinni í sumar og á mánudaginn ætlar Svanur Vilbersson gítarleikari að taka við keflinu. Tónleikarnir fara fram tvisvar á dag, kl. 12.30 og 15.30, og Svanur ætlar að vera að í þrjá daga. Hann segir að þessir tónleikar séu skemmtilegt tækifæri fyrir fólk sem er á ferðinni til að upplifa Eldborgarsalinn sem sé vissulega einstakur. „Það er í raun sjaldan sem gefst færi á því að upplifa kammer- og einleikstónlist í þessum sal og það er líka frábært tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn að flytja sína tónlist þarna við þessar aðstæður.“ Svanur ætlar að sitja einn á stóra sviði Eldborgarsalarins með sinn gítar en hvað skyldi hann ætla að spila? „Ég ætla að spila svona frekar þekkt verk fyrir klassískan gítar. Byrja á því að spila úr Lútusvítu eftir Bach og síðan soldið af spænskum verkum eftir Granados, Albeniz og Tárreca en þetta eru með þekktari verkum fyrir gítar. Frekar rómantískt og aðgengilegt þannig að það þarf ekki að vera ýkja reyndur hlustandi til þess að koma á tónleikana og njóta þeirra til fulls.“ Svanur segir að hann hafi lært að mestu erlendis og verið kominn til Englands í nám aðeins sautján ára gamall. „Ég byrjaði þar en er líka búinn að vera á Spáni og svo mest í Hollandi þaðan sem ég hef mína háskólamenntun.“ En hvað er það við klassíska gítarinn sem heillar? Hvers vegna skyldi Svanur ekki hafa farið í rokk og ról? „Ég byrjaði á því að fara í rokk og ról en svo þróaðist þetta bara svona. Þessi tónlist togaði í mig og fljótlega varð þetta ekki spurning um neitt annað. Það var þessi tónlist sem valdi mig en ekki ég hana. Er það ekki klassískt svar við þessu?“ segir Svanur léttur.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira