Einar Karl Ingvarsson hefur átt afar gott sumar með toppliði Vals í Pepsi-deildinni.
Einar Karl þurfti að bíða lengi eftir tækifærinu hjá Val en fékk það loksins í sumar og greip það með báðum höndum.
„Þetta hefur tekið smá tíma. Þetta er fyrsta árið sem ég er að spila reglulega. Ég er ánægður með að hafa verið þolinmóður og verið áfram þarna,“ sagði Einar Karl í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einar Karl ber Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals, vel söguna.
„Ég fýla Óla alveg í botn og hann er algjör kóngur. Hann veit alveg hvað hann er að gera,“ sagði Einar Karl sem gerir ráð fyrir því að vera áfram í herbúðum Vals.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Einar Karl: Óli Jóh er algjör kóngur
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn



Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


