Vildi koma einhverju út frá sjálfri sér Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. ágúst 2017 10:15 Ragga Holm ætti að vera mörgum kunn enda hefur hún verið plötusnúður lengi auk þess sem hún skemmtir hlustendum Áttunnar FM en þar er hún útvarpsmaður. Vísir/Ernir „Þetta liggur allt í því að við fengum víst ekki leyfi fyrir einum tökustað og þurftum því að taka myndbandið út af netinu. Það eru samt margir sem halda að þetta hafi verið vegna þess að allir voru á rassinum. Þær eru nú ekki einu sinni á rassinum, þær eru auðvitað í nærbuxunum. Það er eitthvert fólk að segja: „Mátulegt á þær að vera með svona klámmyndband, búast þær við að þetta verði ekki tekið af netinu?“ Það var ekki alveg vandamálið. Við erum að reyna að semja við þann sem á þessa flugvél en annars er bara hugmyndin að blörra yfir vélina og segja að flugvélin sé of flott fyrir þetta myndband – vera með svona passive aggressive leiðindi,“ segir rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm sem gerði lagið Reppa heiminn ásamt Reykjavíkurdætrum. Myndbandið vakti mikla athygli en þá sérstaklega eftir að það var tekið út af YouTube og voru ýmsir með misjafnar kenningar um það – en eins og Ragga segir snerist málið um rússneska einkaþotu sem notuð var í myndbandinu. Ragga Holm ætti að vera mörgum kunn enda hefur hún verið plötusnúður lengi auk þess sem hún skemmtir hlustendum Áttunnar FM en þar er hún útvarpsmaður. Þau sem eru enn minnugri muna vafalaust eftir smellinum Það er komið sumar sem Ragga gerði ásamt Margréti og Emmsjé Gauta árið 2011. En hvernig kemur til að hún kemur aftur fram og gerir þetta lag með Reykjavíkurdætrum? „Þetta varð þannig til að ég og Katrín í Dætrunum vorum að vinna á sama vettvangi fyrir 2-3 árum þegar þær voru tiltölulega nýbyrjaðar með Reykjavíkurdætur. Ég var pínu leið að missa af partíinu, því ég vissi að það hafði verið rappkonukvöld á Ellefunni og þá var öllum boðið að koma að rappa og Reykjavíkurdætur stofnaðar út frá því. Ég var svo hógvær og svo mikið inn í mig að ég tók ekki þátt. Svo er ég að spjalla við Katrínu, hún er að fara að gefa út lag með Helga Björns og Sóleyju, og hún rappar fyrir mig – ég var alveg „það væri alveg ógeðslega gaman að gera lag með ykkur“ og hún segir „já, gerum það!“ Síðan náttúrulega líður bara ár og svo annað ár. En þá er kominn einhver rosalegur drifkraftur í mig og ég var aftur búin að ná svo vel saman við æskuvin minn, sem gerir feitustu bítana á Íslandi, og segi honum að ég sé enn með þetta verkefni með Reykjavíkurdætrum á heilanum og bið hann að senda mér einhvern geggjaðan bít sem ég svo sendi á þær – þær alveg kolféllu fyrir honum. Reyndar héldu þær fyrst að ég hefði gert hann og voru eitthvað að grennslast fyrir um hvernig þær gætu tryggt sér hann – ég sagði bara „þetta er einfaldur díll – þið bara gerið lag með mér yfir hann og hann er ykkar“. Þannig bara fórum við Katrín að hittast og skiptast á textum.“ Lagið var tekið upp af strákunum í BLCKPRTY – enda Þorbjörn úr því tvíeyki umræddur æskuvinur Röggu.Megum við eiga von á að heyra meira? „Já, það er allt á siglingu hjá mér. Eftir að við ákváðum að gera þetta lag fyrir páska þá einhvern veginn kviknaði þrá hjá mér að byrja að gera tónlist. Ég er búin að dídjeia síðan 2010 og hef því svolítið verið að lifa í gegnum tónlist annarra þannig að mér fannst tími til kominn að koma einhverju frá sjálfri mér. Ég er einmitt að fara í stúdíó núna í dag til að taka upp nýtt lag með listamanni sem verður að koma í ljós hver er – þetta er nefnilega svolítið epískt verkefni. Þeir sem fylgjast með þessum listamanni búast pottþétt ekki við að sjá hann í þessari senu,“ segir Ragga dularfull en segir þó að við getum átt von á að heyra lagið og sjá um hvaða listamann er að ræða mjög fljótlega enda vinni hún og samstarfsmenn hennar í BLCKPRTY mjög hratt og vel saman. „Við erum svo góð saman að ég hugsa að þetta verði bara ein taka. Við höfum svo mikla trú á því sem við erum að fara að gera – við erum alveg búin að stúdera þetta.“ Þeir sem vilja fylgjast með Röggu geta gert það bæði á Facebook-síðu hennar og á Snapchat þar sem hún er mjög virk undir notandanafninu rjholm. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta liggur allt í því að við fengum víst ekki leyfi fyrir einum tökustað og þurftum því að taka myndbandið út af netinu. Það eru samt margir sem halda að þetta hafi verið vegna þess að allir voru á rassinum. Þær eru nú ekki einu sinni á rassinum, þær eru auðvitað í nærbuxunum. Það er eitthvert fólk að segja: „Mátulegt á þær að vera með svona klámmyndband, búast þær við að þetta verði ekki tekið af netinu?“ Það var ekki alveg vandamálið. Við erum að reyna að semja við þann sem á þessa flugvél en annars er bara hugmyndin að blörra yfir vélina og segja að flugvélin sé of flott fyrir þetta myndband – vera með svona passive aggressive leiðindi,“ segir rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm sem gerði lagið Reppa heiminn ásamt Reykjavíkurdætrum. Myndbandið vakti mikla athygli en þá sérstaklega eftir að það var tekið út af YouTube og voru ýmsir með misjafnar kenningar um það – en eins og Ragga segir snerist málið um rússneska einkaþotu sem notuð var í myndbandinu. Ragga Holm ætti að vera mörgum kunn enda hefur hún verið plötusnúður lengi auk þess sem hún skemmtir hlustendum Áttunnar FM en þar er hún útvarpsmaður. Þau sem eru enn minnugri muna vafalaust eftir smellinum Það er komið sumar sem Ragga gerði ásamt Margréti og Emmsjé Gauta árið 2011. En hvernig kemur til að hún kemur aftur fram og gerir þetta lag með Reykjavíkurdætrum? „Þetta varð þannig til að ég og Katrín í Dætrunum vorum að vinna á sama vettvangi fyrir 2-3 árum þegar þær voru tiltölulega nýbyrjaðar með Reykjavíkurdætur. Ég var pínu leið að missa af partíinu, því ég vissi að það hafði verið rappkonukvöld á Ellefunni og þá var öllum boðið að koma að rappa og Reykjavíkurdætur stofnaðar út frá því. Ég var svo hógvær og svo mikið inn í mig að ég tók ekki þátt. Svo er ég að spjalla við Katrínu, hún er að fara að gefa út lag með Helga Björns og Sóleyju, og hún rappar fyrir mig – ég var alveg „það væri alveg ógeðslega gaman að gera lag með ykkur“ og hún segir „já, gerum það!“ Síðan náttúrulega líður bara ár og svo annað ár. En þá er kominn einhver rosalegur drifkraftur í mig og ég var aftur búin að ná svo vel saman við æskuvin minn, sem gerir feitustu bítana á Íslandi, og segi honum að ég sé enn með þetta verkefni með Reykjavíkurdætrum á heilanum og bið hann að senda mér einhvern geggjaðan bít sem ég svo sendi á þær – þær alveg kolféllu fyrir honum. Reyndar héldu þær fyrst að ég hefði gert hann og voru eitthvað að grennslast fyrir um hvernig þær gætu tryggt sér hann – ég sagði bara „þetta er einfaldur díll – þið bara gerið lag með mér yfir hann og hann er ykkar“. Þannig bara fórum við Katrín að hittast og skiptast á textum.“ Lagið var tekið upp af strákunum í BLCKPRTY – enda Þorbjörn úr því tvíeyki umræddur æskuvinur Röggu.Megum við eiga von á að heyra meira? „Já, það er allt á siglingu hjá mér. Eftir að við ákváðum að gera þetta lag fyrir páska þá einhvern veginn kviknaði þrá hjá mér að byrja að gera tónlist. Ég er búin að dídjeia síðan 2010 og hef því svolítið verið að lifa í gegnum tónlist annarra þannig að mér fannst tími til kominn að koma einhverju frá sjálfri mér. Ég er einmitt að fara í stúdíó núna í dag til að taka upp nýtt lag með listamanni sem verður að koma í ljós hver er – þetta er nefnilega svolítið epískt verkefni. Þeir sem fylgjast með þessum listamanni búast pottþétt ekki við að sjá hann í þessari senu,“ segir Ragga dularfull en segir þó að við getum átt von á að heyra lagið og sjá um hvaða listamann er að ræða mjög fljótlega enda vinni hún og samstarfsmenn hennar í BLCKPRTY mjög hratt og vel saman. „Við erum svo góð saman að ég hugsa að þetta verði bara ein taka. Við höfum svo mikla trú á því sem við erum að fara að gera – við erum alveg búin að stúdera þetta.“ Þeir sem vilja fylgjast með Röggu geta gert það bæði á Facebook-síðu hennar og á Snapchat þar sem hún er mjög virk undir notandanafninu rjholm.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira