Túfa: Fyrir mér er enginn sigur ljótur Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. ágúst 2017 21:23 Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. vísir/eyþór Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var að vonum sigurreifur eftir að hafa séð sína menn rúlla yfir Ólafsvíkinga, 5-0. „Mjög ánægður með að skora svona mikið af mörkum í svona mikilvægum leik. Strákarnir gerðu nákvæmlega það sem lagt var upp með og ég er mjög ánægður með þá. Við viljum gefa stuðningsmönnunum okkar fleiri svona leiki á heimavelli og ætlum að halda áfram að gera það,” sagði Túfa. KA marði sigur á tíu ReykjavíkurVíkingum í síðustu umferð og voru þá gagnrýndir talsvert fyrir frammistöðu sína. Túfa segir mikinn mun hafa verið á frammistöðu sinna manna en gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Það var mikill munur á spilamennskunni í dag og þá. Ég hlusta samt ekki mikið á svona gagnrýni. Fyrir mér er enginn sigur ljótur eins og menn vildu meina. Ég virði öll stig og alla sigra.” KA-menn eru nú komnir í 5. sæti eftir að hafa verið að daðra við fallbaráttuna fyrir tveimur umferðum síðan. Túfa tekur hlutunum af stóískró ró og vill ekki gefa út yfirlýsingar um Evrópusæti. „Deildin spilast þannig að það eru allir í Evrópubaráttu og allir í fallbaráttu. Ég hef aldrei horft á fallbaráttuna og horfi bara fram á við. Markmiðið okkar fyrir sumarið var að ná stöðugleika í efstu deild og við erum bara að vinna að því. Við ætlum bara að reyna að ná góðum árangri. Hvort það verður Evrópusæti eða ekki er ekki eitthvað sem við erum að spá í núna.” Elfar Árni skoraði þrennu og gladdi það þjálfarann sem hrósaði einnig markverði sínum í hástert. „Elfar er alvöru senter og ég veit hvað hann hefur mikinn vilja til að skora mörk. Ég er mjög ánægður með hann. Honum líður vel þegar hann skorar mörk. Ég verð líka að minnast á Rajko sem ver víti á mjög mikilvægum tímapunkti og sýnir það enn og aftur að hann er einn besti markvörður deildarinnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Víkingur Ó. 5-0 | Elfar Árni með þrennu fyrir KA KA lagði Víkinga frá Ólafsvík örugglega af velli 5-0 á Akureyri í kvöld. 27. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var að vonum sigurreifur eftir að hafa séð sína menn rúlla yfir Ólafsvíkinga, 5-0. „Mjög ánægður með að skora svona mikið af mörkum í svona mikilvægum leik. Strákarnir gerðu nákvæmlega það sem lagt var upp með og ég er mjög ánægður með þá. Við viljum gefa stuðningsmönnunum okkar fleiri svona leiki á heimavelli og ætlum að halda áfram að gera það,” sagði Túfa. KA marði sigur á tíu ReykjavíkurVíkingum í síðustu umferð og voru þá gagnrýndir talsvert fyrir frammistöðu sína. Túfa segir mikinn mun hafa verið á frammistöðu sinna manna en gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Það var mikill munur á spilamennskunni í dag og þá. Ég hlusta samt ekki mikið á svona gagnrýni. Fyrir mér er enginn sigur ljótur eins og menn vildu meina. Ég virði öll stig og alla sigra.” KA-menn eru nú komnir í 5. sæti eftir að hafa verið að daðra við fallbaráttuna fyrir tveimur umferðum síðan. Túfa tekur hlutunum af stóískró ró og vill ekki gefa út yfirlýsingar um Evrópusæti. „Deildin spilast þannig að það eru allir í Evrópubaráttu og allir í fallbaráttu. Ég hef aldrei horft á fallbaráttuna og horfi bara fram á við. Markmiðið okkar fyrir sumarið var að ná stöðugleika í efstu deild og við erum bara að vinna að því. Við ætlum bara að reyna að ná góðum árangri. Hvort það verður Evrópusæti eða ekki er ekki eitthvað sem við erum að spá í núna.” Elfar Árni skoraði þrennu og gladdi það þjálfarann sem hrósaði einnig markverði sínum í hástert. „Elfar er alvöru senter og ég veit hvað hann hefur mikinn vilja til að skora mörk. Ég er mjög ánægður með hann. Honum líður vel þegar hann skorar mörk. Ég verð líka að minnast á Rajko sem ver víti á mjög mikilvægum tímapunkti og sýnir það enn og aftur að hann er einn besti markvörður deildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Víkingur Ó. 5-0 | Elfar Árni með þrennu fyrir KA KA lagði Víkinga frá Ólafsvík örugglega af velli 5-0 á Akureyri í kvöld. 27. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Víkingur Ó. 5-0 | Elfar Árni með þrennu fyrir KA KA lagði Víkinga frá Ólafsvík örugglega af velli 5-0 á Akureyri í kvöld. 27. ágúst 2017 21:15