Milos: Væri fínt að skila liðinu í topp fimm Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2017 20:54 Milos var ánægður með sigurinn á ÍA. vísir/anton Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, sagði að sínir menn hefðu þurft að hafa mikið fyrir sigrinum á ÍA í kvöld. „Þetta var erfiður leikur og ekki þægilegur að spila. Við reyndum að brjóta þá niður með því að setja annað mark en það gekk ekki,“ sagði Milos eftir leik. „Engu að síður fengum við fullt af færum til að skora og áttum jafnvel að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. En þeir eru með betra lið en taflan segir og ég vissi að þetta myndi verða erfitt, sérstaklega í ljósi þjálfarabreytinganna. Það kemur alltaf smá mótspyrna frá strákunum þegar svona gerist.“ Blikar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en slökuðu á klónni í þeim seinni. „Það var algjör óþarfi. Við áttum alltof margar feilsendingar og náðum ekki að halda boltanum og stjórna leiknum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. En strákarnir unnu vel fyrir sigrinum,“ sagði Milos. Willum Þór Willumsson hélt sæti sínu í byrjunarliði Breiðabliks frá 0-3 sigrinum í Ólafsvík í síðustu umferð og stóð fyrir sínu inni á miðju Blika. „Þetta er þriðji leikurinn hans á sjö dögum. Mér fannst hann mjög góður í svona 60 mínútur. Svo vantaði aðeins orku í hann sem er eðlilegt. Heilt yfir var ég ánægður með hans spilamennsku,“ sagði Milos. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 6. sæti deildarinnar og það glittir í Evrópusæti. „Frá fyrsta degi hef ég sagt að það væri fínt að skila liðinu í topp fimm. Ef tækifæri gefst fyrir eitthvað annað erum við tilbúnir að taka því en nú hugsum við um að hvíla okkur og einbeita okkar að Val,“ sagði Milos að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Blikar gæla við Evrópusæti ÍA tapaði 2-0 fyrir Breiðablik í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. 27. ágúst 2017 20:45 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, sagði að sínir menn hefðu þurft að hafa mikið fyrir sigrinum á ÍA í kvöld. „Þetta var erfiður leikur og ekki þægilegur að spila. Við reyndum að brjóta þá niður með því að setja annað mark en það gekk ekki,“ sagði Milos eftir leik. „Engu að síður fengum við fullt af færum til að skora og áttum jafnvel að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. En þeir eru með betra lið en taflan segir og ég vissi að þetta myndi verða erfitt, sérstaklega í ljósi þjálfarabreytinganna. Það kemur alltaf smá mótspyrna frá strákunum þegar svona gerist.“ Blikar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en slökuðu á klónni í þeim seinni. „Það var algjör óþarfi. Við áttum alltof margar feilsendingar og náðum ekki að halda boltanum og stjórna leiknum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. En strákarnir unnu vel fyrir sigrinum,“ sagði Milos. Willum Þór Willumsson hélt sæti sínu í byrjunarliði Breiðabliks frá 0-3 sigrinum í Ólafsvík í síðustu umferð og stóð fyrir sínu inni á miðju Blika. „Þetta er þriðji leikurinn hans á sjö dögum. Mér fannst hann mjög góður í svona 60 mínútur. Svo vantaði aðeins orku í hann sem er eðlilegt. Heilt yfir var ég ánægður með hans spilamennsku,“ sagði Milos. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 6. sæti deildarinnar og það glittir í Evrópusæti. „Frá fyrsta degi hef ég sagt að það væri fínt að skila liðinu í topp fimm. Ef tækifæri gefst fyrir eitthvað annað erum við tilbúnir að taka því en nú hugsum við um að hvíla okkur og einbeita okkar að Val,“ sagði Milos að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Blikar gæla við Evrópusæti ÍA tapaði 2-0 fyrir Breiðablik í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. 27. ágúst 2017 20:45 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Blikar gæla við Evrópusæti ÍA tapaði 2-0 fyrir Breiðablik í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. 27. ágúst 2017 20:45