Björgvin Páll reyndi fyrir sér sem leikstjórnandi er FH vann Hafnafjarðarmótið Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. ágúst 2017 18:36 Björgvin Páll Gústavsson var besti markvörður Hafnafjarðarmótsins. Vísir/Getty FH stóð uppi sem sigurvegari Hafnafjarðarmótsins sem er eitt af undirbúningsmótunum fyrir Olís-deild karla í handbolta. FH tryggði sér sigur á mótinu með jafntefli, 25-25, á móti erkifjendum sínum í Haukum á Strandgötunni í dag. Flestir reiknuðu með nokkuð þægilegum sigri FH sem mætti með sitt sterkasta lið til leiks á móti vængbrotnum Haukamönnum. Sitt sterkasta að undanskildum undradrengnum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sem er enn frá vegna meiðsla. Haukar eru með tvo leikmenn (Aron Gauta Óskarsson og Leonharð Þorgeir Harðarson) í lengri meiðslum en línumennirnir Pétur Pálsson og Jón Þorbjörn Jóhannesson heltust úr lestinni eftir leik Hauka gegn Aftureldingu í gær.Halldór Ingi Jónasson skoraði þrjú mörk á móti sínum gömlu félögum í FH í dag.Vísir/ErnirSömu sögu má segja um Brynjólf Snæ Brynjólfsson sem er á hækjum í dag og þá var leikstjórnandinn Tjörvi Þorgeirsson einnig frá vegna meiðsla. Haukarnir fáliðaðir þessa dagana. FH var 14-12 yfir eftir fyrri hálfleikinn en Haukarnir gáfust ekki upp í Hafnafjarðarslagnum og unnu seinni hálfleikinn með tveimur mörkum, 13-11. Lokatölur, 25-25. FH vann mótið með fjögur stig en liðið gerði jafntefli við Hauka og Aftureldingu en vann sigur á Val í gærkvöldi þar sem Valsmenn voru með á reynslu japanskan landsliðsmann. Meira um það hér. Haukarnir prófuðu nýja hluti í leiknum í dag en Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður, reyndi fyrir sér sem leikstjórnandi þegar Haukarnir spiluðu með tvo inn á línunni. Áhugaverðar pælingar hjá Gunnari Magnússyni, þjálfara Hauka.Björgvin með í sókninni. Áhugavert #handbolti#hafnarfjarðarmótiðpic.twitter.com/Ovwqipero3 — Vallisig (@Vallisig) August 26, 2017Atli Már Báruson skoraði sjö mörk.mynd/haukarBjörgvin komst ekki á blað en Heimir Óli Heimisson fór fyrir Haukum með átta mörk og Atli Már Báruson, sem gekk í raðir Hauka frá Val á dögunum, skoraði sjö mörk. Báðir voru valdir í úrvalslið mótsins líkt og markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson. Hægri hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur FH með níu mörk og hægri skyttan Einar Rafn Eiðsson skoraði fjögur mörk. Þeir voru tveir af fimm FH-ingum í úrvalsliði Hafnafjarðarmótsins 2017 en auk þeirra komust í liðið leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson, línumaðurinn Jóhann Karl Reynisson og vinstri hornamaðurinn Arnar Freyr Árælsson. Leikur Valur og Aftureldingar sem átti að spilast í dag fór ekki fram að beiðni félaganna en þau mætast í Meistarakeppni HSÍ á þriðjudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.Mörk FH: Óðinn Þór Ríkharðsson 9, Einar Rafn Eiðsson 4, Ísak Rafnsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 3, Ásbjörn Friðriksson 3, Þorgeir Björnsson 2, Ágúst Birgisson 1.Mörk Hauka: Heimir Óli Heimisson 8, Atli Már Báruson 7, Halldór Ingi Jónasson 3, Brimir Björnsson 2, Þórarinn Leví Traustason 2, Hákon Daði Styrmisson 2, Andri Björn Ómarsson 1.Lið mótsins:Markvörður: Björgvin Páll GústavssonVinstra horn: Arnar Freyr ÁrsælssonVinstri skytta: Atli Már BárusonLeikstjórnandi: Ásbjörn FriðrikssonHægri skytta: Einar Rafn EiðssonHægra horn: Óðinn Þór RíkharðssonLínumaður: Jóhann Karl ReynissonVarnarmaður: Heimir Óli Heimisson Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Atli Már til Hauka Atli Már Báruson hefur skrifað tveggja ára samning við Hauka. 24. ágúst 2017 09:46 Haukar sækja liðsstyrk úr FH Halldór Ingi Jónasson skiptir úr hvítu í rauðu í Hafnarfirðinum. 22. ágúst 2017 13:45 FH hafði betur gegn Valsmönnum Valur og FH mættust í Hafnarfjarðarmótinu í handbolta í kvöld þar sem Valsmenn mættu til leiks með japanskan landsliðsmann. 25. ágúst 2017 23:22 Allt jafnt eftir fyrsta dag Hafnarfjarðarmótsins Hið árlega Hafnarfjarðarmót í handbolta karla hófst í gærkvöldi og fóru þá fram tveir leikir í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. 24. ágúst 2017 10:00 Björgvin: Erfitt að segja nei við Flensburg Það nagaði hann að innan í nokkra daga að hafa sagt nei við draumaliðið sitt. 23. ágúst 2017 19:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
FH stóð uppi sem sigurvegari Hafnafjarðarmótsins sem er eitt af undirbúningsmótunum fyrir Olís-deild karla í handbolta. FH tryggði sér sigur á mótinu með jafntefli, 25-25, á móti erkifjendum sínum í Haukum á Strandgötunni í dag. Flestir reiknuðu með nokkuð þægilegum sigri FH sem mætti með sitt sterkasta lið til leiks á móti vængbrotnum Haukamönnum. Sitt sterkasta að undanskildum undradrengnum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sem er enn frá vegna meiðsla. Haukar eru með tvo leikmenn (Aron Gauta Óskarsson og Leonharð Þorgeir Harðarson) í lengri meiðslum en línumennirnir Pétur Pálsson og Jón Þorbjörn Jóhannesson heltust úr lestinni eftir leik Hauka gegn Aftureldingu í gær.Halldór Ingi Jónasson skoraði þrjú mörk á móti sínum gömlu félögum í FH í dag.Vísir/ErnirSömu sögu má segja um Brynjólf Snæ Brynjólfsson sem er á hækjum í dag og þá var leikstjórnandinn Tjörvi Þorgeirsson einnig frá vegna meiðsla. Haukarnir fáliðaðir þessa dagana. FH var 14-12 yfir eftir fyrri hálfleikinn en Haukarnir gáfust ekki upp í Hafnafjarðarslagnum og unnu seinni hálfleikinn með tveimur mörkum, 13-11. Lokatölur, 25-25. FH vann mótið með fjögur stig en liðið gerði jafntefli við Hauka og Aftureldingu en vann sigur á Val í gærkvöldi þar sem Valsmenn voru með á reynslu japanskan landsliðsmann. Meira um það hér. Haukarnir prófuðu nýja hluti í leiknum í dag en Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður, reyndi fyrir sér sem leikstjórnandi þegar Haukarnir spiluðu með tvo inn á línunni. Áhugaverðar pælingar hjá Gunnari Magnússyni, þjálfara Hauka.Björgvin með í sókninni. Áhugavert #handbolti#hafnarfjarðarmótiðpic.twitter.com/Ovwqipero3 — Vallisig (@Vallisig) August 26, 2017Atli Már Báruson skoraði sjö mörk.mynd/haukarBjörgvin komst ekki á blað en Heimir Óli Heimisson fór fyrir Haukum með átta mörk og Atli Már Báruson, sem gekk í raðir Hauka frá Val á dögunum, skoraði sjö mörk. Báðir voru valdir í úrvalslið mótsins líkt og markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson. Hægri hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur FH með níu mörk og hægri skyttan Einar Rafn Eiðsson skoraði fjögur mörk. Þeir voru tveir af fimm FH-ingum í úrvalsliði Hafnafjarðarmótsins 2017 en auk þeirra komust í liðið leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson, línumaðurinn Jóhann Karl Reynisson og vinstri hornamaðurinn Arnar Freyr Árælsson. Leikur Valur og Aftureldingar sem átti að spilast í dag fór ekki fram að beiðni félaganna en þau mætast í Meistarakeppni HSÍ á þriðjudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.Mörk FH: Óðinn Þór Ríkharðsson 9, Einar Rafn Eiðsson 4, Ísak Rafnsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 3, Ásbjörn Friðriksson 3, Þorgeir Björnsson 2, Ágúst Birgisson 1.Mörk Hauka: Heimir Óli Heimisson 8, Atli Már Báruson 7, Halldór Ingi Jónasson 3, Brimir Björnsson 2, Þórarinn Leví Traustason 2, Hákon Daði Styrmisson 2, Andri Björn Ómarsson 1.Lið mótsins:Markvörður: Björgvin Páll GústavssonVinstra horn: Arnar Freyr ÁrsælssonVinstri skytta: Atli Már BárusonLeikstjórnandi: Ásbjörn FriðrikssonHægri skytta: Einar Rafn EiðssonHægra horn: Óðinn Þór RíkharðssonLínumaður: Jóhann Karl ReynissonVarnarmaður: Heimir Óli Heimisson
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Atli Már til Hauka Atli Már Báruson hefur skrifað tveggja ára samning við Hauka. 24. ágúst 2017 09:46 Haukar sækja liðsstyrk úr FH Halldór Ingi Jónasson skiptir úr hvítu í rauðu í Hafnarfirðinum. 22. ágúst 2017 13:45 FH hafði betur gegn Valsmönnum Valur og FH mættust í Hafnarfjarðarmótinu í handbolta í kvöld þar sem Valsmenn mættu til leiks með japanskan landsliðsmann. 25. ágúst 2017 23:22 Allt jafnt eftir fyrsta dag Hafnarfjarðarmótsins Hið árlega Hafnarfjarðarmót í handbolta karla hófst í gærkvöldi og fóru þá fram tveir leikir í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. 24. ágúst 2017 10:00 Björgvin: Erfitt að segja nei við Flensburg Það nagaði hann að innan í nokkra daga að hafa sagt nei við draumaliðið sitt. 23. ágúst 2017 19:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Atli Már til Hauka Atli Már Báruson hefur skrifað tveggja ára samning við Hauka. 24. ágúst 2017 09:46
Haukar sækja liðsstyrk úr FH Halldór Ingi Jónasson skiptir úr hvítu í rauðu í Hafnarfirðinum. 22. ágúst 2017 13:45
FH hafði betur gegn Valsmönnum Valur og FH mættust í Hafnarfjarðarmótinu í handbolta í kvöld þar sem Valsmenn mættu til leiks með japanskan landsliðsmann. 25. ágúst 2017 23:22
Allt jafnt eftir fyrsta dag Hafnarfjarðarmótsins Hið árlega Hafnarfjarðarmót í handbolta karla hófst í gærkvöldi og fóru þá fram tveir leikir í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. 24. ágúst 2017 10:00
Björgvin: Erfitt að segja nei við Flensburg Það nagaði hann að innan í nokkra daga að hafa sagt nei við draumaliðið sitt. 23. ágúst 2017 19:00