Íslenskt Ali Dia-mál á Króknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2017 11:16 Stólarnir sitja í 7. sæti 2. deildar. mynd/facebook-síða tindastóls Lið Tindastóls í 2. deild karla í fótbolta var blekkt til að semja við leikmann rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um síðustu mánaðarmót. Fótbolti.net greinir frá þessu sérkennilega máli í dag. Tindastóll samdi við leikmann að nafni Jonathan Ayotunde Olaleye en af myndböndunum sem Stólarnir fengu send að dæma virtist ýmislegt í hann spunnið. Fljótlega kom ljós að svo var ekki enda fengu Stólararnir send myndbönd af öðrum leikmanni en Jonathan. Þetta mál minnir óneitanlega á það þegar Southampton samdi við Senegalann Ali Dia árið 1996. Greame Souness, knattspyrnustjóri Dýrlinganna, fékk þá símtal frá manni sem þóttist vera George Weah og mælti með því að Southampton myndi semja við „frænda“ sinn. Souness grunaði ekki neitt og samdi við Dia. Hann lék einn leik fyrir Southampton þar sem það kom bersýnilega í ljós að maðurinn gat ekkert í fótbolta. Dia var svo leystur undan samningi við Southampton.Þurftu leikmenn eftir þjálfaraskipti Tindastóll skipti um þjálfara seinni partinn í júlí. Annar brottreknu þjálfaranna, Stephen Walmsley, var einnig leikmaður liðsins. Tindastóll missti tvo erlenda leikmenn til viðbótar. Stólarnir þurftu því að hafa hraðar hendur við að finna leikmenn áður en félagskiptaglugginn lokaði um mánaðarmótin. Tindastóll fékk þrjá nýja leikmenn fyrir lok félagskiptagluggans. Tveir þeirra hafa reynst liðinu vel en Jonathan reyndist ekki sá leikmaður sem Stólarnir töldu sig hafa fengið. „Við vorum með tölvupósta og myndbönd af fullt af leikmönnum og einn heillaði okkur meira og höfðum við samband við umboðsmann hans sem var búinn að senda okkur „profile“ af fleiri leikmönnum og trúðum því að hann væri 100%. Við heyrðum í leikmanninum í síma ásamt bréfaskrifum og lýsti hann sér sem þeim leikmanni sem stemmdi við videoið sem við vorum búnir að sjá. Þessi leikmaður var með írskt vegabréf en nafnið var afrískt,“ sagði Stefán Arnar Ómarsson, þjálfari Tindastóls, í samtali við Fótbolta.net. „Hann kom síðan til landsins frá London tveimur dögum seinna og síðan þegar fyrsta æfing var búin sáu allir sem voru á þeirri æfingu að þetta var ekki leikmaður sem myndi styrkja liðið, veikja það ef eitthvað væri.“Ekki sami leikmaður og í myndbandinu Fljótlega komust Stólarnir að því að það var maðkur í mysunni. „Við fengum síðan vísbendingu frá góðum manni að mögulega væri þessi leikmaður ekki sá sem hann segðist vera á myndbandinu. Fengum við sent myndband af öðrum leikmanni og í því voru sömu klippurnar og við höfðum séð hjá þeim sem við fengum til okkar. Við höfðum samband við þann leikmann og fengum við sönnur á það að það væri „rétti“ leikmaðurinn,“ sagði Stefán Arnar. „Þá kom líka í ljós að leikmaðurinn sem við höfðum fengið hafði tekið út ákveðna grafík úr upprunalega myndbandinu sem villti enn frekar fyrir okkur. Um leið og þetta svindl og persónuþjófnaður var uppgötvaður var maðurinn sendur heim með næstu vél.“ Að sögn Stefáns Arnars segist umboðsmaður Jonathans vera alsaklaus. Stólarnir séu hins vegar reynslunni ríkari eftir þetta mál. Umræddur Jonathan spilaði aðeins einn leik fyrir Tindastól. Hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 6-1 sigri á Hetti á laugardaginn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Lið Tindastóls í 2. deild karla í fótbolta var blekkt til að semja við leikmann rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um síðustu mánaðarmót. Fótbolti.net greinir frá þessu sérkennilega máli í dag. Tindastóll samdi við leikmann að nafni Jonathan Ayotunde Olaleye en af myndböndunum sem Stólarnir fengu send að dæma virtist ýmislegt í hann spunnið. Fljótlega kom ljós að svo var ekki enda fengu Stólararnir send myndbönd af öðrum leikmanni en Jonathan. Þetta mál minnir óneitanlega á það þegar Southampton samdi við Senegalann Ali Dia árið 1996. Greame Souness, knattspyrnustjóri Dýrlinganna, fékk þá símtal frá manni sem þóttist vera George Weah og mælti með því að Southampton myndi semja við „frænda“ sinn. Souness grunaði ekki neitt og samdi við Dia. Hann lék einn leik fyrir Southampton þar sem það kom bersýnilega í ljós að maðurinn gat ekkert í fótbolta. Dia var svo leystur undan samningi við Southampton.Þurftu leikmenn eftir þjálfaraskipti Tindastóll skipti um þjálfara seinni partinn í júlí. Annar brottreknu þjálfaranna, Stephen Walmsley, var einnig leikmaður liðsins. Tindastóll missti tvo erlenda leikmenn til viðbótar. Stólarnir þurftu því að hafa hraðar hendur við að finna leikmenn áður en félagskiptaglugginn lokaði um mánaðarmótin. Tindastóll fékk þrjá nýja leikmenn fyrir lok félagskiptagluggans. Tveir þeirra hafa reynst liðinu vel en Jonathan reyndist ekki sá leikmaður sem Stólarnir töldu sig hafa fengið. „Við vorum með tölvupósta og myndbönd af fullt af leikmönnum og einn heillaði okkur meira og höfðum við samband við umboðsmann hans sem var búinn að senda okkur „profile“ af fleiri leikmönnum og trúðum því að hann væri 100%. Við heyrðum í leikmanninum í síma ásamt bréfaskrifum og lýsti hann sér sem þeim leikmanni sem stemmdi við videoið sem við vorum búnir að sjá. Þessi leikmaður var með írskt vegabréf en nafnið var afrískt,“ sagði Stefán Arnar Ómarsson, þjálfari Tindastóls, í samtali við Fótbolta.net. „Hann kom síðan til landsins frá London tveimur dögum seinna og síðan þegar fyrsta æfing var búin sáu allir sem voru á þeirri æfingu að þetta var ekki leikmaður sem myndi styrkja liðið, veikja það ef eitthvað væri.“Ekki sami leikmaður og í myndbandinu Fljótlega komust Stólarnir að því að það var maðkur í mysunni. „Við fengum síðan vísbendingu frá góðum manni að mögulega væri þessi leikmaður ekki sá sem hann segðist vera á myndbandinu. Fengum við sent myndband af öðrum leikmanni og í því voru sömu klippurnar og við höfðum séð hjá þeim sem við fengum til okkar. Við höfðum samband við þann leikmann og fengum við sönnur á það að það væri „rétti“ leikmaðurinn,“ sagði Stefán Arnar. „Þá kom líka í ljós að leikmaðurinn sem við höfðum fengið hafði tekið út ákveðna grafík úr upprunalega myndbandinu sem villti enn frekar fyrir okkur. Um leið og þetta svindl og persónuþjófnaður var uppgötvaður var maðurinn sendur heim með næstu vél.“ Að sögn Stefáns Arnars segist umboðsmaður Jonathans vera alsaklaus. Stólarnir séu hins vegar reynslunni ríkari eftir þetta mál. Umræddur Jonathan spilaði aðeins einn leik fyrir Tindastól. Hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 6-1 sigri á Hetti á laugardaginn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn