Haustbragur á veiðitölum vikunnar Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2017 09:00 Lax Þreyttur í Ytri Rangá. Áin er sú aflahæsta það sem af er sumri. Landssamband Veiðifélaga birti nýjar tölur úr vikuveiðinni í laxveiðiánum á miðvikudagskvöldið og árnar eru að eiga misgóða viku. Sem fyrr er það Ytri Rangá sem trónir á toppi listans með heildarveiði upp á 4218 laxa og vikuveiðin þar á bæ var 472 laxar. Nú eru átta laxveiðiár komnar yfir 1000 laxa markið og líklega eru tvær sem komast þangað á næstunni en það eru Grímsá þar sem 918 laxar hafa veiðst en veitt er í um mánuð þar í viðbót. Selá í Vopnafirði er komin í 813 laxa og það verður að teljast líklegra en ekki en henni takist að fara yfir 1000 laxa á lokametrunum. Árnar í dölunum hafa átt betri sumur það er víst en vatnsleysi þar hefur sett mikið strik í reikninginn í sumar. Rigning sem er spáð á vesturlandi um helgina gæti hleypt tökunni í gang þar sem og í Borgarfirði en heldur dræm taka hefur verið í Borgarfjarðaránum síðustu daga að með þeirri undantekningu að veiðin í síðustu viku var afar góð í Þverá og Kjarrá en alls veiddust 177 laxar þar í síðustu viku. Topp fimm listinn er hér fyrir neðan en heildarlistinn yfir veiðina í viðmiðunaránum má finna sem fyrr á www.angling.is 1. Ytri-Rangá 4218 laxar - vikuveiði 472 laxar. 2. Miðfjarðará 2668 laxar - vikuveiði 282 laxar. 3. Þverá og Kjarará 1777 laxar - vikuveiði 177 laxar. 4. Eystri-Rangá 1685 laxar - vikuveiði 284 laxar. 5. Blanda 1390 laxar - vikuveiði 59 laxar. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði
Landssamband Veiðifélaga birti nýjar tölur úr vikuveiðinni í laxveiðiánum á miðvikudagskvöldið og árnar eru að eiga misgóða viku. Sem fyrr er það Ytri Rangá sem trónir á toppi listans með heildarveiði upp á 4218 laxa og vikuveiðin þar á bæ var 472 laxar. Nú eru átta laxveiðiár komnar yfir 1000 laxa markið og líklega eru tvær sem komast þangað á næstunni en það eru Grímsá þar sem 918 laxar hafa veiðst en veitt er í um mánuð þar í viðbót. Selá í Vopnafirði er komin í 813 laxa og það verður að teljast líklegra en ekki en henni takist að fara yfir 1000 laxa á lokametrunum. Árnar í dölunum hafa átt betri sumur það er víst en vatnsleysi þar hefur sett mikið strik í reikninginn í sumar. Rigning sem er spáð á vesturlandi um helgina gæti hleypt tökunni í gang þar sem og í Borgarfirði en heldur dræm taka hefur verið í Borgarfjarðaránum síðustu daga að með þeirri undantekningu að veiðin í síðustu viku var afar góð í Þverá og Kjarrá en alls veiddust 177 laxar þar í síðustu viku. Topp fimm listinn er hér fyrir neðan en heildarlistinn yfir veiðina í viðmiðunaránum má finna sem fyrr á www.angling.is 1. Ytri-Rangá 4218 laxar - vikuveiði 472 laxar. 2. Miðfjarðará 2668 laxar - vikuveiði 282 laxar. 3. Þverá og Kjarará 1777 laxar - vikuveiði 177 laxar. 4. Eystri-Rangá 1685 laxar - vikuveiði 284 laxar. 5. Blanda 1390 laxar - vikuveiði 59 laxar.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði