Lagið heitir Make it better og var samið af Svölu og Einari í L.A í sumar eftir að þau tóku þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í Úkraínu.
Lagið var hljóðblandað af Randy Merrill frá Sterling Sound, sem hljóðblandaði nýjustu plötur Lorde, Adele, Rihönnu og Justin Bieber.
Svala og Einar eru búin að vera iðin við að semja á árinu og er væntanleg plata frá þeim í haust. Þau eru á fullu að undirbúa sína fyrstu tónleika sem verða væntanlega á Íslandi í vetur.
Hér að neðan má hlusta á lagið.